Húsmæður vilja ekta vambir og meira blóð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. október 2017 06:00 Sigríður Hjálmarsdóttir hefur tekið slátur alla sína húsmóðurtíð. Hún er ósátt við þær breytingar sem eru að verða í slátursölunni. Fréttablaðið/Eyþór Sigríður Hjálmarsdóttir, húsmóðir og fyrrverandi bóndi, er allt annað en sátt við slátursöluna nú til dags. „Mér finnst bara óréttlátt að fá bara gervivambir en ekki venjulegar ekta vambir. Svo eru þeir hættir með hálsæðarnar sem fylgdu alltaf með áður, segir Sigríður, en viðurkennir að þær séu vissulega ekki allra og það sé töluvert verk að hreinsa þær, „en þetta er magurt og gott kjöt, til dæmis í hakk“.Sigríður er hins vegar óánægðust með blóðmagnið sem fylgir slátri í dag. „Það hefur verið að breytast smám saman hjá þeim. Hér áður fyrr fylgdu ¾ lítrar einu slátri en nú fylgir einn lítri þremur slátrum. Mér finnst það bara fúlt,“ segir Sigríður. Sigríður tekur fimm slátur og segir þau nýtast í 20 máltíðir þegar eldað er fyrir þrjá eins og hún gerir. „Ég var að reikna út um daginn að þetta eru rúmar 300 krónur máltíðin, eða rúmar 100 krónur á mann. Þá reikna ég allt með, sviðahausana, hjörtun og þindirnar líka. Þau hjónin voru bændur en brugðu búi fyrir þrjátíu árum. „Við vorum með fimm börn og þá tók ég tuttugu slátur. Ég hef alltaf haldið í sláturgerðina síðan,“ segir Sigríður og segir barnabörnin sólgin í slátur, sérstaklega með grjónagrautnum. Enda þótt eiginmaðurinn elski súra slátrið er Sigríður hætt að setja í súr. „Hann fær það bara á þorranum,“ segir Sigríður. Fréttablaðið spurðist fyrir um verð bæði meðal framleiðenda og í verslunum. Hjá Sláturfélagi Suðurlands hefur heildsöluverðið haldist óbreytt milli ára og er 1.016 kr. án virðisaukaskatts. Hjá Norðlenska er verðið breytilegt og fer eftir samningum við viðskiptavini, en hefur hækkað um 1,5 prósent á síðustu þremur árum. Varan sjálf er einnig nokkuð breytileg milli framleiðenda og athygli vekur sérstaklega munur á magni blóðs og mörs. Hjá SS fylgir einn lítri af blóði hverjum þremur slátrum og 2,4 kíló af mör. Hjá Norðlenska fylgja hins vegar 2,5 lítrar af blóði hverjum þremur slátrum og þrjú kíló af mör. Sólmundur Oddsson, innkaupastjóri Nóatúns, segir slátursöluna hafa minnkað töluvert undanfarin 15 ár. „Það er þó alltaf ákveðinn hópur sem heldur í þessa frábæru hefð,“ segir Sólmundur og mælir mun frekar með slátrinu en nammibarnum. Sólmundur vekur athygli á því að það er ekki bara slátrið sjálft sem vinna má í sláturtíðinni heldur ýmiss konar annar innmatur og nefnir til dæmis hreinsaðar og hakkaðar þindar sem frábæra viðbót til að blanda með hakki og kjötfarsi. „Þar ertu komin með frábært efni til bollugerðar,“ segir Sólmundur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Sigríður Hjálmarsdóttir, húsmóðir og fyrrverandi bóndi, er allt annað en sátt við slátursöluna nú til dags. „Mér finnst bara óréttlátt að fá bara gervivambir en ekki venjulegar ekta vambir. Svo eru þeir hættir með hálsæðarnar sem fylgdu alltaf með áður, segir Sigríður, en viðurkennir að þær séu vissulega ekki allra og það sé töluvert verk að hreinsa þær, „en þetta er magurt og gott kjöt, til dæmis í hakk“.Sigríður er hins vegar óánægðust með blóðmagnið sem fylgir slátri í dag. „Það hefur verið að breytast smám saman hjá þeim. Hér áður fyrr fylgdu ¾ lítrar einu slátri en nú fylgir einn lítri þremur slátrum. Mér finnst það bara fúlt,“ segir Sigríður. Sigríður tekur fimm slátur og segir þau nýtast í 20 máltíðir þegar eldað er fyrir þrjá eins og hún gerir. „Ég var að reikna út um daginn að þetta eru rúmar 300 krónur máltíðin, eða rúmar 100 krónur á mann. Þá reikna ég allt með, sviðahausana, hjörtun og þindirnar líka. Þau hjónin voru bændur en brugðu búi fyrir þrjátíu árum. „Við vorum með fimm börn og þá tók ég tuttugu slátur. Ég hef alltaf haldið í sláturgerðina síðan,“ segir Sigríður og segir barnabörnin sólgin í slátur, sérstaklega með grjónagrautnum. Enda þótt eiginmaðurinn elski súra slátrið er Sigríður hætt að setja í súr. „Hann fær það bara á þorranum,“ segir Sigríður. Fréttablaðið spurðist fyrir um verð bæði meðal framleiðenda og í verslunum. Hjá Sláturfélagi Suðurlands hefur heildsöluverðið haldist óbreytt milli ára og er 1.016 kr. án virðisaukaskatts. Hjá Norðlenska er verðið breytilegt og fer eftir samningum við viðskiptavini, en hefur hækkað um 1,5 prósent á síðustu þremur árum. Varan sjálf er einnig nokkuð breytileg milli framleiðenda og athygli vekur sérstaklega munur á magni blóðs og mörs. Hjá SS fylgir einn lítri af blóði hverjum þremur slátrum og 2,4 kíló af mör. Hjá Norðlenska fylgja hins vegar 2,5 lítrar af blóði hverjum þremur slátrum og þrjú kíló af mör. Sólmundur Oddsson, innkaupastjóri Nóatúns, segir slátursöluna hafa minnkað töluvert undanfarin 15 ár. „Það er þó alltaf ákveðinn hópur sem heldur í þessa frábæru hefð,“ segir Sólmundur og mælir mun frekar með slátrinu en nammibarnum. Sólmundur vekur athygli á því að það er ekki bara slátrið sjálft sem vinna má í sláturtíðinni heldur ýmiss konar annar innmatur og nefnir til dæmis hreinsaðar og hakkaðar þindar sem frábæra viðbót til að blanda með hakki og kjötfarsi. „Þar ertu komin með frábært efni til bollugerðar,“ segir Sólmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira