Lektor varar við meiri áhrifum lýðskrums Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2017 06:00 Arnar Þór Jónsson lektor í lögfræði gagnrýndi harkalega breytingar á lagaákvæðum í almennum hegningarlögum um uppreist æru. Vísir/Ernir Það er merkjanleg undiralda einhvers konar lýðskrums í samfélaginu, segir Arnar Þór Jónsson, lektor í lögfræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir þetta ekki bara bundið við Ísland heldur líka Evrópu og Bandaríkin. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á málfundi sem fór fram í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. „Þetta er umræða sem við verðum að taka mjög alvarlega í lagadeildinni. Þetta er umræða sem lögfræðingar, þingmenn, ráðherrar og virðulegir embættismenn þjóðarinnar eins og forsetinn þurfa að taka alvarlega. Það er stutt skref frá stjórnmálum til lagasetningar,“ segir Arnar Þór. „Það hefur margt verið sagt í sumar. Valdamönnum hefur verið borið á brýn að iðka samtryggingu, yfirhylmingu, alls konar þöggun og að það hafi orðið trúnaðarbrestur. Þetta hefur valdið ríkisstjórnarskiptum og að þing hefur verið rofið. Síðast en ekki síst að almennum hegningarlögum og alvarlegum lagabálkum hefur verið breytt.“Arnar Þór JónssonArnar Þór gagnrýndi mikið breytingar á lagaákvæðum í almennum hegningarlögum um uppreist æru. „Eftir stendur sú staðreynd að þeir sem sitja uppi með refsidóm og hafa ekki hlotið uppreist æru eru ekki með úrræði til að fá úr því bætt. Spurning mín til ykkar og okkar til löggjafarþingsins nýja er þá hvort við þetta verði unað.“ Hann sagði að réttarríkinu væri ætlað að standa vörð um þá sem verst standa. Í þann flokk falli vissulega þeir sem dæmdir hafa verið fyrir afbrot en eiga erfitt uppdráttar, þrátt fyrir að kunna hafa haft einlægan vilja til þess að bæta ráð sitt. „Lög réttarríkis eiga vart að standa í vegi fyrir því að menn geti fótað sig að nýju, lært af mistökum og unnið úr þeim á uppbyggilegan hátt.“ Arnar Þór benti á að umræðan hefði mikið snúist um einn hóp brotamanna. „Málið hins vegar snýr að alls konar fólki sem hefur hlotið dóm fyrir alls konar verknað og þeir eru ekki allir barnaníðingar. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag er ekki bara það hvort við viljum úthýsa barnaníðingum heldur hvað við viljum gera við þá ólánssömu eða dómgreindarlausu einstaklinga sem hafa brotið af sér. Til dæmis fársjúka eiturlyfjasjúklinga sem hafa flutt fíkniefni til landsins eða fólk sem á unga aldri hefur framið auðgunarbrot og situr uppi með þungan dóm. Þær lagabreytingar sem hér hafa verið gerðar á síðustu dögum færa þetta á engan hátt í það horf sem réttarríki er sæmandi,“ segir Arnar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Það er merkjanleg undiralda einhvers konar lýðskrums í samfélaginu, segir Arnar Þór Jónsson, lektor í lögfræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir þetta ekki bara bundið við Ísland heldur líka Evrópu og Bandaríkin. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á málfundi sem fór fram í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. „Þetta er umræða sem við verðum að taka mjög alvarlega í lagadeildinni. Þetta er umræða sem lögfræðingar, þingmenn, ráðherrar og virðulegir embættismenn þjóðarinnar eins og forsetinn þurfa að taka alvarlega. Það er stutt skref frá stjórnmálum til lagasetningar,“ segir Arnar Þór. „Það hefur margt verið sagt í sumar. Valdamönnum hefur verið borið á brýn að iðka samtryggingu, yfirhylmingu, alls konar þöggun og að það hafi orðið trúnaðarbrestur. Þetta hefur valdið ríkisstjórnarskiptum og að þing hefur verið rofið. Síðast en ekki síst að almennum hegningarlögum og alvarlegum lagabálkum hefur verið breytt.“Arnar Þór JónssonArnar Þór gagnrýndi mikið breytingar á lagaákvæðum í almennum hegningarlögum um uppreist æru. „Eftir stendur sú staðreynd að þeir sem sitja uppi með refsidóm og hafa ekki hlotið uppreist æru eru ekki með úrræði til að fá úr því bætt. Spurning mín til ykkar og okkar til löggjafarþingsins nýja er þá hvort við þetta verði unað.“ Hann sagði að réttarríkinu væri ætlað að standa vörð um þá sem verst standa. Í þann flokk falli vissulega þeir sem dæmdir hafa verið fyrir afbrot en eiga erfitt uppdráttar, þrátt fyrir að kunna hafa haft einlægan vilja til þess að bæta ráð sitt. „Lög réttarríkis eiga vart að standa í vegi fyrir því að menn geti fótað sig að nýju, lært af mistökum og unnið úr þeim á uppbyggilegan hátt.“ Arnar Þór benti á að umræðan hefði mikið snúist um einn hóp brotamanna. „Málið hins vegar snýr að alls konar fólki sem hefur hlotið dóm fyrir alls konar verknað og þeir eru ekki allir barnaníðingar. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag er ekki bara það hvort við viljum úthýsa barnaníðingum heldur hvað við viljum gera við þá ólánssömu eða dómgreindarlausu einstaklinga sem hafa brotið af sér. Til dæmis fársjúka eiturlyfjasjúklinga sem hafa flutt fíkniefni til landsins eða fólk sem á unga aldri hefur framið auðgunarbrot og situr uppi með þungan dóm. Þær lagabreytingar sem hér hafa verið gerðar á síðustu dögum færa þetta á engan hátt í það horf sem réttarríki er sæmandi,“ segir Arnar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent