Lektor varar við meiri áhrifum lýðskrums Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2017 06:00 Arnar Þór Jónsson lektor í lögfræði gagnrýndi harkalega breytingar á lagaákvæðum í almennum hegningarlögum um uppreist æru. Vísir/Ernir Það er merkjanleg undiralda einhvers konar lýðskrums í samfélaginu, segir Arnar Þór Jónsson, lektor í lögfræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir þetta ekki bara bundið við Ísland heldur líka Evrópu og Bandaríkin. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á málfundi sem fór fram í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. „Þetta er umræða sem við verðum að taka mjög alvarlega í lagadeildinni. Þetta er umræða sem lögfræðingar, þingmenn, ráðherrar og virðulegir embættismenn þjóðarinnar eins og forsetinn þurfa að taka alvarlega. Það er stutt skref frá stjórnmálum til lagasetningar,“ segir Arnar Þór. „Það hefur margt verið sagt í sumar. Valdamönnum hefur verið borið á brýn að iðka samtryggingu, yfirhylmingu, alls konar þöggun og að það hafi orðið trúnaðarbrestur. Þetta hefur valdið ríkisstjórnarskiptum og að þing hefur verið rofið. Síðast en ekki síst að almennum hegningarlögum og alvarlegum lagabálkum hefur verið breytt.“Arnar Þór JónssonArnar Þór gagnrýndi mikið breytingar á lagaákvæðum í almennum hegningarlögum um uppreist æru. „Eftir stendur sú staðreynd að þeir sem sitja uppi með refsidóm og hafa ekki hlotið uppreist æru eru ekki með úrræði til að fá úr því bætt. Spurning mín til ykkar og okkar til löggjafarþingsins nýja er þá hvort við þetta verði unað.“ Hann sagði að réttarríkinu væri ætlað að standa vörð um þá sem verst standa. Í þann flokk falli vissulega þeir sem dæmdir hafa verið fyrir afbrot en eiga erfitt uppdráttar, þrátt fyrir að kunna hafa haft einlægan vilja til þess að bæta ráð sitt. „Lög réttarríkis eiga vart að standa í vegi fyrir því að menn geti fótað sig að nýju, lært af mistökum og unnið úr þeim á uppbyggilegan hátt.“ Arnar Þór benti á að umræðan hefði mikið snúist um einn hóp brotamanna. „Málið hins vegar snýr að alls konar fólki sem hefur hlotið dóm fyrir alls konar verknað og þeir eru ekki allir barnaníðingar. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag er ekki bara það hvort við viljum úthýsa barnaníðingum heldur hvað við viljum gera við þá ólánssömu eða dómgreindarlausu einstaklinga sem hafa brotið af sér. Til dæmis fársjúka eiturlyfjasjúklinga sem hafa flutt fíkniefni til landsins eða fólk sem á unga aldri hefur framið auðgunarbrot og situr uppi með þungan dóm. Þær lagabreytingar sem hér hafa verið gerðar á síðustu dögum færa þetta á engan hátt í það horf sem réttarríki er sæmandi,“ segir Arnar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Það er merkjanleg undiralda einhvers konar lýðskrums í samfélaginu, segir Arnar Þór Jónsson, lektor í lögfræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir þetta ekki bara bundið við Ísland heldur líka Evrópu og Bandaríkin. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á málfundi sem fór fram í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. „Þetta er umræða sem við verðum að taka mjög alvarlega í lagadeildinni. Þetta er umræða sem lögfræðingar, þingmenn, ráðherrar og virðulegir embættismenn þjóðarinnar eins og forsetinn þurfa að taka alvarlega. Það er stutt skref frá stjórnmálum til lagasetningar,“ segir Arnar Þór. „Það hefur margt verið sagt í sumar. Valdamönnum hefur verið borið á brýn að iðka samtryggingu, yfirhylmingu, alls konar þöggun og að það hafi orðið trúnaðarbrestur. Þetta hefur valdið ríkisstjórnarskiptum og að þing hefur verið rofið. Síðast en ekki síst að almennum hegningarlögum og alvarlegum lagabálkum hefur verið breytt.“Arnar Þór JónssonArnar Þór gagnrýndi mikið breytingar á lagaákvæðum í almennum hegningarlögum um uppreist æru. „Eftir stendur sú staðreynd að þeir sem sitja uppi með refsidóm og hafa ekki hlotið uppreist æru eru ekki með úrræði til að fá úr því bætt. Spurning mín til ykkar og okkar til löggjafarþingsins nýja er þá hvort við þetta verði unað.“ Hann sagði að réttarríkinu væri ætlað að standa vörð um þá sem verst standa. Í þann flokk falli vissulega þeir sem dæmdir hafa verið fyrir afbrot en eiga erfitt uppdráttar, þrátt fyrir að kunna hafa haft einlægan vilja til þess að bæta ráð sitt. „Lög réttarríkis eiga vart að standa í vegi fyrir því að menn geti fótað sig að nýju, lært af mistökum og unnið úr þeim á uppbyggilegan hátt.“ Arnar Þór benti á að umræðan hefði mikið snúist um einn hóp brotamanna. „Málið hins vegar snýr að alls konar fólki sem hefur hlotið dóm fyrir alls konar verknað og þeir eru ekki allir barnaníðingar. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag er ekki bara það hvort við viljum úthýsa barnaníðingum heldur hvað við viljum gera við þá ólánssömu eða dómgreindarlausu einstaklinga sem hafa brotið af sér. Til dæmis fársjúka eiturlyfjasjúklinga sem hafa flutt fíkniefni til landsins eða fólk sem á unga aldri hefur framið auðgunarbrot og situr uppi með þungan dóm. Þær lagabreytingar sem hér hafa verið gerðar á síðustu dögum færa þetta á engan hátt í það horf sem réttarríki er sæmandi,“ segir Arnar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira