Lektor varar við meiri áhrifum lýðskrums Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2017 06:00 Arnar Þór Jónsson lektor í lögfræði gagnrýndi harkalega breytingar á lagaákvæðum í almennum hegningarlögum um uppreist æru. Vísir/Ernir Það er merkjanleg undiralda einhvers konar lýðskrums í samfélaginu, segir Arnar Þór Jónsson, lektor í lögfræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir þetta ekki bara bundið við Ísland heldur líka Evrópu og Bandaríkin. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á málfundi sem fór fram í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. „Þetta er umræða sem við verðum að taka mjög alvarlega í lagadeildinni. Þetta er umræða sem lögfræðingar, þingmenn, ráðherrar og virðulegir embættismenn þjóðarinnar eins og forsetinn þurfa að taka alvarlega. Það er stutt skref frá stjórnmálum til lagasetningar,“ segir Arnar Þór. „Það hefur margt verið sagt í sumar. Valdamönnum hefur verið borið á brýn að iðka samtryggingu, yfirhylmingu, alls konar þöggun og að það hafi orðið trúnaðarbrestur. Þetta hefur valdið ríkisstjórnarskiptum og að þing hefur verið rofið. Síðast en ekki síst að almennum hegningarlögum og alvarlegum lagabálkum hefur verið breytt.“Arnar Þór JónssonArnar Þór gagnrýndi mikið breytingar á lagaákvæðum í almennum hegningarlögum um uppreist æru. „Eftir stendur sú staðreynd að þeir sem sitja uppi með refsidóm og hafa ekki hlotið uppreist æru eru ekki með úrræði til að fá úr því bætt. Spurning mín til ykkar og okkar til löggjafarþingsins nýja er þá hvort við þetta verði unað.“ Hann sagði að réttarríkinu væri ætlað að standa vörð um þá sem verst standa. Í þann flokk falli vissulega þeir sem dæmdir hafa verið fyrir afbrot en eiga erfitt uppdráttar, þrátt fyrir að kunna hafa haft einlægan vilja til þess að bæta ráð sitt. „Lög réttarríkis eiga vart að standa í vegi fyrir því að menn geti fótað sig að nýju, lært af mistökum og unnið úr þeim á uppbyggilegan hátt.“ Arnar Þór benti á að umræðan hefði mikið snúist um einn hóp brotamanna. „Málið hins vegar snýr að alls konar fólki sem hefur hlotið dóm fyrir alls konar verknað og þeir eru ekki allir barnaníðingar. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag er ekki bara það hvort við viljum úthýsa barnaníðingum heldur hvað við viljum gera við þá ólánssömu eða dómgreindarlausu einstaklinga sem hafa brotið af sér. Til dæmis fársjúka eiturlyfjasjúklinga sem hafa flutt fíkniefni til landsins eða fólk sem á unga aldri hefur framið auðgunarbrot og situr uppi með þungan dóm. Þær lagabreytingar sem hér hafa verið gerðar á síðustu dögum færa þetta á engan hátt í það horf sem réttarríki er sæmandi,“ segir Arnar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Það er merkjanleg undiralda einhvers konar lýðskrums í samfélaginu, segir Arnar Þór Jónsson, lektor í lögfræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir þetta ekki bara bundið við Ísland heldur líka Evrópu og Bandaríkin. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á málfundi sem fór fram í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. „Þetta er umræða sem við verðum að taka mjög alvarlega í lagadeildinni. Þetta er umræða sem lögfræðingar, þingmenn, ráðherrar og virðulegir embættismenn þjóðarinnar eins og forsetinn þurfa að taka alvarlega. Það er stutt skref frá stjórnmálum til lagasetningar,“ segir Arnar Þór. „Það hefur margt verið sagt í sumar. Valdamönnum hefur verið borið á brýn að iðka samtryggingu, yfirhylmingu, alls konar þöggun og að það hafi orðið trúnaðarbrestur. Þetta hefur valdið ríkisstjórnarskiptum og að þing hefur verið rofið. Síðast en ekki síst að almennum hegningarlögum og alvarlegum lagabálkum hefur verið breytt.“Arnar Þór JónssonArnar Þór gagnrýndi mikið breytingar á lagaákvæðum í almennum hegningarlögum um uppreist æru. „Eftir stendur sú staðreynd að þeir sem sitja uppi með refsidóm og hafa ekki hlotið uppreist æru eru ekki með úrræði til að fá úr því bætt. Spurning mín til ykkar og okkar til löggjafarþingsins nýja er þá hvort við þetta verði unað.“ Hann sagði að réttarríkinu væri ætlað að standa vörð um þá sem verst standa. Í þann flokk falli vissulega þeir sem dæmdir hafa verið fyrir afbrot en eiga erfitt uppdráttar, þrátt fyrir að kunna hafa haft einlægan vilja til þess að bæta ráð sitt. „Lög réttarríkis eiga vart að standa í vegi fyrir því að menn geti fótað sig að nýju, lært af mistökum og unnið úr þeim á uppbyggilegan hátt.“ Arnar Þór benti á að umræðan hefði mikið snúist um einn hóp brotamanna. „Málið hins vegar snýr að alls konar fólki sem hefur hlotið dóm fyrir alls konar verknað og þeir eru ekki allir barnaníðingar. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag er ekki bara það hvort við viljum úthýsa barnaníðingum heldur hvað við viljum gera við þá ólánssömu eða dómgreindarlausu einstaklinga sem hafa brotið af sér. Til dæmis fársjúka eiturlyfjasjúklinga sem hafa flutt fíkniefni til landsins eða fólk sem á unga aldri hefur framið auðgunarbrot og situr uppi með þungan dóm. Þær lagabreytingar sem hér hafa verið gerðar á síðustu dögum færa þetta á engan hátt í það horf sem réttarríki er sæmandi,“ segir Arnar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira