Ólympíuleikarnir í Suður Kóreu eftir aðeins fimm mánuði | Ekkert plan B Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2017 12:30 Verðlaunapeningarnir í Pyeongchang á næsta ári. Vísir/Getty Nú styttist óðum í næstu Ólympíuleika en vetrarleikarnir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu frá 9. til 25. febrúar 2018. Ólíkt síðustu leikum í Ríó þá hefur enginn áhyggjur af því að Suður-Kóreumenn verði ekki með allt klárt eða allt á hreinu þegar besta íþróttafólk heims mætir til leiks eftir aðeins fimm mánuði. Það er samt mikil óvissa í kringum leikana og hún kemur til vegna pólitíska ástandsins á Kóreuskaganum. Samskipti Norður-Kóreu og nágranna þeirra hafa sjaldan verið eins slæm og ekki batna þau við það Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið duglegur að kasta olíu á eldinn með stórkarlalegum yfirlýsingum. Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna hafa gefið öllum heiminum ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála þótt að allir séu að reyna að finna friðsamlega lausn. Það er hinsvegar hætt við því að Ólympíuleikarnir í febrúar næstkomandi gætu búið til tækifæri fyrir Norður-Kóreumenn til að ná enn á ný athygli heimsins. Pyeongchang er norðarlega í Suður-Kóreu og keppnisbrautirnar í alpagreinunum eru þannig aðeins í 80 kílómetra fjarlægð frá landamærum Suður- og Norður-Kóreu. Það er hætt við því að eitthvað af íþróttafólkinu treysti sér ekki til að fara til Pyeongchang á meðan ástandið er jafn eldvirkt og það er nú.Blaðamaður á danska ríkisfjölmiðlinum kannaði stöðu mála varðandi leikanna hjá Alþjóðaólympíunefndinni en danska íþróttasambandið segist vera í daglegum samskiptum við sendiherrann Dana í Suður-Kóreu vegna ástandsins á Kóreuskaganum. Öll mannvirki í Pyeongchang eru tilbúin og Suður-Kóreumenn gætu haldið leikanna strax á morgun. Alþjóðaólympíunefndin er líka viss um að leikarnir fari fram án vandræða. „Það er ekkert plan B og við bíðum bara spennt eftir leikunum,“ sagði Mark Adams talsmaður IOC. Síðustu vetrarleikar í Sotsjí í Rússlandi árið 2014 fóru einnig fram við erfiðar pólitískar aðstæður en fóru engu að síður vel fram. Deilur nágrannanna Rússlands og Úkraínu settu mikinn svip á aðdraganda leikanna en ekki á þá sjálfa. Þá var hinsvegar ekki verið að tala um kjarnavopn og óútreiknanlegan einræðisherra sem hikar ekki við að kúga sína eigin þjóð. Það býst samt enginn við því að Ólympíuleikunum í Pyeongchang verði aflýst en að sama skapi mun Alþjóðaólympíunefndin örugglega þurfa að vera á varðbergi með þróun mála. Margt getur breyst á fimm mánuðum og vonandi til batnaðar. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Sjá meira
Nú styttist óðum í næstu Ólympíuleika en vetrarleikarnir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu frá 9. til 25. febrúar 2018. Ólíkt síðustu leikum í Ríó þá hefur enginn áhyggjur af því að Suður-Kóreumenn verði ekki með allt klárt eða allt á hreinu þegar besta íþróttafólk heims mætir til leiks eftir aðeins fimm mánuði. Það er samt mikil óvissa í kringum leikana og hún kemur til vegna pólitíska ástandsins á Kóreuskaganum. Samskipti Norður-Kóreu og nágranna þeirra hafa sjaldan verið eins slæm og ekki batna þau við það Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið duglegur að kasta olíu á eldinn með stórkarlalegum yfirlýsingum. Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna hafa gefið öllum heiminum ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála þótt að allir séu að reyna að finna friðsamlega lausn. Það er hinsvegar hætt við því að Ólympíuleikarnir í febrúar næstkomandi gætu búið til tækifæri fyrir Norður-Kóreumenn til að ná enn á ný athygli heimsins. Pyeongchang er norðarlega í Suður-Kóreu og keppnisbrautirnar í alpagreinunum eru þannig aðeins í 80 kílómetra fjarlægð frá landamærum Suður- og Norður-Kóreu. Það er hætt við því að eitthvað af íþróttafólkinu treysti sér ekki til að fara til Pyeongchang á meðan ástandið er jafn eldvirkt og það er nú.Blaðamaður á danska ríkisfjölmiðlinum kannaði stöðu mála varðandi leikanna hjá Alþjóðaólympíunefndinni en danska íþróttasambandið segist vera í daglegum samskiptum við sendiherrann Dana í Suður-Kóreu vegna ástandsins á Kóreuskaganum. Öll mannvirki í Pyeongchang eru tilbúin og Suður-Kóreumenn gætu haldið leikanna strax á morgun. Alþjóðaólympíunefndin er líka viss um að leikarnir fari fram án vandræða. „Það er ekkert plan B og við bíðum bara spennt eftir leikunum,“ sagði Mark Adams talsmaður IOC. Síðustu vetrarleikar í Sotsjí í Rússlandi árið 2014 fóru einnig fram við erfiðar pólitískar aðstæður en fóru engu að síður vel fram. Deilur nágrannanna Rússlands og Úkraínu settu mikinn svip á aðdraganda leikanna en ekki á þá sjálfa. Þá var hinsvegar ekki verið að tala um kjarnavopn og óútreiknanlegan einræðisherra sem hikar ekki við að kúga sína eigin þjóð. Það býst samt enginn við því að Ólympíuleikunum í Pyeongchang verði aflýst en að sama skapi mun Alþjóðaólympíunefndin örugglega þurfa að vera á varðbergi með þróun mála. Margt getur breyst á fimm mánuðum og vonandi til batnaðar.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Sjá meira