2,7 milljónir í leigubíla frá ráðuneytum í ágúst Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. september 2017 06:00 Straumur leigubíla virðist liggja að ráðuneytunum. vísir/vilhelm Átta ráðuneyti eyddu alls tæplega 2,7 milljónum króna í leigubílaferðir fyrir starfsfólk sitt í ágúst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti sem birt hefur verið á vefsíðunni opnirreikningar.is sem tekin var í gagnið í gær. Tilgangur nýju vefsíðunnar er að bæta aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins þar sem skoða má yfirlit yfir greidda reikninga úr bókhaldi ráðuneyta nánast í rauntíma. Í gær var birt yfirlit yfir ágústmánuð og þar er ein þjónusta sem virðist koma oftar fyrir en aðrar. Það eru reikningar fyrir viðskipti starfsfólks ráðuneytanna við leigubílafyrirtækið Hreyfil. Ríkið er með tveggja ára samning um leigubílaakstur við Hreyfil eftir útboð Ríkiskaupa í fyrra. Leigubílana notar starfsfólk í erindagjörðum viðkomandi ráðuneyta, til dæmis ef komast þarf til fundar og er ætlast til að leigubílar séu notaðir á stórhöfuðborgarsvæðinu. Ef um lengri ferðir út á land er að ræða ber þó að leigja bílaleigubíla samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Af þessum átta ráðuneytum sem nýttu sér þjónustu Hreyfils í síðasta mánuði stendur utanríkisráðuneytið upp úr. Starfsfólk þess eyddi langmest allra ráðuneyta, eða tæplega 1,6 milljónum króna. Munar þar mest um reikning frá 9. ágúst sem nemur alls ríflega 886 þúsundum króna. Næst á eftir er velferðarráðuneytið með 377 þúsund krónur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið eyddi 220 þúsund krónum og innanríkisráðuneytið 132 þúsundum. Fréttablaðið leitaði skýringa á miklum kostnaði hjá utanríkisráðuneytinu sem segir eðlilegt að kostnaður vegna leigubíla sé mun hærri þar en hjá öðrum ráðuneytum. „Hluti af skyldum ráðuneytisins þegar kemur að heimsóknum erlendra gesta er að sjá um akstur.“ 886 þúsund króna reikningurinn er sagður hafa fallið til í júní og sé tilkominn vegna tveggja viðburða. Annars vegar fundar utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins og móttöku aðmírálanna Johnstones og Townsends. Drjúgur hluti heildarupphæðarinnar komi til vegna hátíðarhaldanna 17. júní sem fjöldi erlendra sendiherra sótti. Bent er á að viðkomandi reikningar hafi verið bókaðir og greiddir í ágúst, en mestur kostnaður fallið til fyrr í sumar. Ef kostnaður vegna leigubílaferða ráðuneytanna í ágúst er dæmigerður fyrir aðra mánuði er ljóst að ráðuneytin verja ríflega 32 milljónum í fargjöld með leigubílum á ári. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Átta ráðuneyti eyddu alls tæplega 2,7 milljónum króna í leigubílaferðir fyrir starfsfólk sitt í ágúst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti sem birt hefur verið á vefsíðunni opnirreikningar.is sem tekin var í gagnið í gær. Tilgangur nýju vefsíðunnar er að bæta aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins þar sem skoða má yfirlit yfir greidda reikninga úr bókhaldi ráðuneyta nánast í rauntíma. Í gær var birt yfirlit yfir ágústmánuð og þar er ein þjónusta sem virðist koma oftar fyrir en aðrar. Það eru reikningar fyrir viðskipti starfsfólks ráðuneytanna við leigubílafyrirtækið Hreyfil. Ríkið er með tveggja ára samning um leigubílaakstur við Hreyfil eftir útboð Ríkiskaupa í fyrra. Leigubílana notar starfsfólk í erindagjörðum viðkomandi ráðuneyta, til dæmis ef komast þarf til fundar og er ætlast til að leigubílar séu notaðir á stórhöfuðborgarsvæðinu. Ef um lengri ferðir út á land er að ræða ber þó að leigja bílaleigubíla samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Af þessum átta ráðuneytum sem nýttu sér þjónustu Hreyfils í síðasta mánuði stendur utanríkisráðuneytið upp úr. Starfsfólk þess eyddi langmest allra ráðuneyta, eða tæplega 1,6 milljónum króna. Munar þar mest um reikning frá 9. ágúst sem nemur alls ríflega 886 þúsundum króna. Næst á eftir er velferðarráðuneytið með 377 þúsund krónur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið eyddi 220 þúsund krónum og innanríkisráðuneytið 132 þúsundum. Fréttablaðið leitaði skýringa á miklum kostnaði hjá utanríkisráðuneytinu sem segir eðlilegt að kostnaður vegna leigubíla sé mun hærri þar en hjá öðrum ráðuneytum. „Hluti af skyldum ráðuneytisins þegar kemur að heimsóknum erlendra gesta er að sjá um akstur.“ 886 þúsund króna reikningurinn er sagður hafa fallið til í júní og sé tilkominn vegna tveggja viðburða. Annars vegar fundar utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins og móttöku aðmírálanna Johnstones og Townsends. Drjúgur hluti heildarupphæðarinnar komi til vegna hátíðarhaldanna 17. júní sem fjöldi erlendra sendiherra sótti. Bent er á að viðkomandi reikningar hafi verið bókaðir og greiddir í ágúst, en mestur kostnaður fallið til fyrr í sumar. Ef kostnaður vegna leigubílaferða ráðuneytanna í ágúst er dæmigerður fyrir aðra mánuði er ljóst að ráðuneytin verja ríflega 32 milljónum í fargjöld með leigubílum á ári.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira