Aðgerðarteymi tæklar manneklu í leikskólum borgarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2017 16:42 Enn er óráðið í 96 stöðugildi í leikskólum borgarinnar. vísir/vilhelm Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklu í leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Enn er óráðið í 96 stöðugildi í leikskólum borgarinnar.Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að hlutverk aðgerðarteymanna verði að móta tillögur um aðgerðir til að bæta stöðuna í ráðningarmálum og styrkja vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla og frístundar. Teymi vegna manneklu í leikskólum mun greina tillögur frá leikskólastjórum og kostnað við þær ásamt því að leggja fram tillögur að aðgerðum sem hægt verði að ráðast í á næstu vikum. Skila á tillögum eigi síðar en 25. september næstkomandi.Sjá einnig: Sex leikskólar hafa stytt opnunartíma vegna manneklu Teymi vegna manneklu á frístundaheimilum á að móta tillögur um aðgerðir til að bæta stöðuna í ráðningarmálum í frístundastarfi borgarinnar. Það á einnig að leggja fram tillögur um viðbrögð og aðgerðir sem hægt verði að ráðast í á næstu vikum með það að markmiði að styðja við starfsmannahald í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Í fréttinni segir jafnframt að enn sé óráðið í 96 stöðugildi í leikskólum borgarinnar, 8 stöðugildi í grunnskólum og 89 í frístundaheimilum/ sértækum félagsmiðstöðvum og eru það flest hálfar stöður.Sjá einnig: Foreldrar leikskólabarna í pattstöðu 60 leikskólakennara vantar inn í leikskólana, þar af 5 í stöðu deildarstjóra. Þá er óráðið í átján stöður stuðningsfulltrúa. Í liðinni viku vantaði 11 deildarstjóra, 55 leikskólakennara og 20 stuðningsfulltrúa. 23 leikskólar af 64 eru fullmannaðir. Í frístundaheimili/sértækar félagsmiðstöðvar vantar 173 starfsmenn í tæplega 89 stöðugildi, þar af 55 starfsmenn í störf með fötluðum börnum og ungmennum. Yfirleitt er um 50 prósent störf að ræða. Sex frístundaheimili eru fullmönnuð, í 29 vantar einn til fjóra starfsmenn og í fjögur vantar fimm eða fleiri starfsmenn. Tengdar fréttir Foreldrar leikskólabarna í pattstöðu Mannekla veldur því tafir hafa orðið á inntöku barna í leikskóla. Foreldrar barna á leikskólaaldri hafa fengið bréf þess efnis að fyrirhugaðri aðlögun barna verði frestað tímabundið. 8. september 2017 14:00 Sex leikskólar hafa stytt opnunartíma vegna manneklu Aðeins 25 af 64 leikskólum Reykjavíkur er fullmannaður og hafa leikskólastjórar þurft að grípa til þess ráðs að skerða opnunartíma. 31. ágúst 2017 17:00 Ástandið farið að hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. 24. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklu í leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Enn er óráðið í 96 stöðugildi í leikskólum borgarinnar.Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að hlutverk aðgerðarteymanna verði að móta tillögur um aðgerðir til að bæta stöðuna í ráðningarmálum og styrkja vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla og frístundar. Teymi vegna manneklu í leikskólum mun greina tillögur frá leikskólastjórum og kostnað við þær ásamt því að leggja fram tillögur að aðgerðum sem hægt verði að ráðast í á næstu vikum. Skila á tillögum eigi síðar en 25. september næstkomandi.Sjá einnig: Sex leikskólar hafa stytt opnunartíma vegna manneklu Teymi vegna manneklu á frístundaheimilum á að móta tillögur um aðgerðir til að bæta stöðuna í ráðningarmálum í frístundastarfi borgarinnar. Það á einnig að leggja fram tillögur um viðbrögð og aðgerðir sem hægt verði að ráðast í á næstu vikum með það að markmiði að styðja við starfsmannahald í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Í fréttinni segir jafnframt að enn sé óráðið í 96 stöðugildi í leikskólum borgarinnar, 8 stöðugildi í grunnskólum og 89 í frístundaheimilum/ sértækum félagsmiðstöðvum og eru það flest hálfar stöður.Sjá einnig: Foreldrar leikskólabarna í pattstöðu 60 leikskólakennara vantar inn í leikskólana, þar af 5 í stöðu deildarstjóra. Þá er óráðið í átján stöður stuðningsfulltrúa. Í liðinni viku vantaði 11 deildarstjóra, 55 leikskólakennara og 20 stuðningsfulltrúa. 23 leikskólar af 64 eru fullmannaðir. Í frístundaheimili/sértækar félagsmiðstöðvar vantar 173 starfsmenn í tæplega 89 stöðugildi, þar af 55 starfsmenn í störf með fötluðum börnum og ungmennum. Yfirleitt er um 50 prósent störf að ræða. Sex frístundaheimili eru fullmönnuð, í 29 vantar einn til fjóra starfsmenn og í fjögur vantar fimm eða fleiri starfsmenn.
Tengdar fréttir Foreldrar leikskólabarna í pattstöðu Mannekla veldur því tafir hafa orðið á inntöku barna í leikskóla. Foreldrar barna á leikskólaaldri hafa fengið bréf þess efnis að fyrirhugaðri aðlögun barna verði frestað tímabundið. 8. september 2017 14:00 Sex leikskólar hafa stytt opnunartíma vegna manneklu Aðeins 25 af 64 leikskólum Reykjavíkur er fullmannaður og hafa leikskólastjórar þurft að grípa til þess ráðs að skerða opnunartíma. 31. ágúst 2017 17:00 Ástandið farið að hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. 24. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna í pattstöðu Mannekla veldur því tafir hafa orðið á inntöku barna í leikskóla. Foreldrar barna á leikskólaaldri hafa fengið bréf þess efnis að fyrirhugaðri aðlögun barna verði frestað tímabundið. 8. september 2017 14:00
Sex leikskólar hafa stytt opnunartíma vegna manneklu Aðeins 25 af 64 leikskólum Reykjavíkur er fullmannaður og hafa leikskólastjórar þurft að grípa til þess ráðs að skerða opnunartíma. 31. ágúst 2017 17:00
Ástandið farið að hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. 24. ágúst 2017 19:30