Eitrað fyrir heimilisketti á Selfossi: „Hún var svo kvalin“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. september 2017 19:35 Bergþóra Stefánsdóttir, íbúi á Selfossi, leitar þess sem eitraði fyrir fjölskyldukettinum Ösku. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir hún að dýralæknir hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir kettinum með frostlegi. Svæfa þurfti köttinn í dag. „Við fórum með hann í morgun þar sem okkur leist ekki á blikuna“ Bergþóra lét skoða köttinn um leið og dýraspítalinn opnaði í morgun. „Þeir tóku blóðsýni sem að staðfesti það að það væri um eitrun að ræða. Hún var líka með blóð í munni.“ Kötturinn var einnig með mikla nýrnabilun. „Það er notaður frostlögur sem veldur mjög kvalarfullum dauðdaga,“ svarar Bergþóra aðspurð um það hvað hafi verið notað til þess að eitra fyrir kettinum. „Frostlögur er góður á bragðið, hann er sætur þannig að þeim finnst hann góður.“Átta ára stúlka átti köttinnKötturinn Aska verður krufinn hjá dýralækni. „Hún er öll. Við vorum bara að koma frá því að segja bless.“ Átta ára dóttir Bergþóru átti kisuna og fékk hún tækifæri til þess að kveðja hana. „Svo var hún bara svæfð, það var í raun ekki hægt að bíða lengur því hún var svo kvalin“ Bergþóra segir að dóttir sín hafi tekið þessu mjög illa enda sé mjög erfitt fyrir átta ára gamalt barn að missa gæludýrið sitt. „Hún var búin að bíða svo lengi eftir því að fá kisu.“Staðbundið við SuðurlandBergþóra hefur heyrt um fleiri svona dæmi úr nágrenni fjölskyldunnar. „Þetta er víst að gerast á fleiri stöðum á Selfossi, Stokkseyri og Hveragerði.“ Hún segir að dýralæknirinn hefði sagt að þessar eitranir virtust staðbundnar við Suðurland. Bergþóra auglýsir nú á Facebook eftir „mannfýlunni“ sem hafi eitrað fyrir ketti fjölskyldunnar. Hún segir í viðtalinu að kettirnir verði mjög máttfarnir eftir að þeir innbyrða eitrið. Hún hefði ekki komið heim í gærkvöldi. „Ég labbaði um hverfið og fann hana í runna.“Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Bergþóra Stefánsdóttir, íbúi á Selfossi, leitar þess sem eitraði fyrir fjölskyldukettinum Ösku. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir hún að dýralæknir hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir kettinum með frostlegi. Svæfa þurfti köttinn í dag. „Við fórum með hann í morgun þar sem okkur leist ekki á blikuna“ Bergþóra lét skoða köttinn um leið og dýraspítalinn opnaði í morgun. „Þeir tóku blóðsýni sem að staðfesti það að það væri um eitrun að ræða. Hún var líka með blóð í munni.“ Kötturinn var einnig með mikla nýrnabilun. „Það er notaður frostlögur sem veldur mjög kvalarfullum dauðdaga,“ svarar Bergþóra aðspurð um það hvað hafi verið notað til þess að eitra fyrir kettinum. „Frostlögur er góður á bragðið, hann er sætur þannig að þeim finnst hann góður.“Átta ára stúlka átti köttinnKötturinn Aska verður krufinn hjá dýralækni. „Hún er öll. Við vorum bara að koma frá því að segja bless.“ Átta ára dóttir Bergþóru átti kisuna og fékk hún tækifæri til þess að kveðja hana. „Svo var hún bara svæfð, það var í raun ekki hægt að bíða lengur því hún var svo kvalin“ Bergþóra segir að dóttir sín hafi tekið þessu mjög illa enda sé mjög erfitt fyrir átta ára gamalt barn að missa gæludýrið sitt. „Hún var búin að bíða svo lengi eftir því að fá kisu.“Staðbundið við SuðurlandBergþóra hefur heyrt um fleiri svona dæmi úr nágrenni fjölskyldunnar. „Þetta er víst að gerast á fleiri stöðum á Selfossi, Stokkseyri og Hveragerði.“ Hún segir að dýralæknirinn hefði sagt að þessar eitranir virtust staðbundnar við Suðurland. Bergþóra auglýsir nú á Facebook eftir „mannfýlunni“ sem hafi eitrað fyrir ketti fjölskyldunnar. Hún segir í viðtalinu að kettirnir verði mjög máttfarnir eftir að þeir innbyrða eitrið. Hún hefði ekki komið heim í gærkvöldi. „Ég labbaði um hverfið og fann hana í runna.“Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47