Pólitíska ábyrgðin verður rannsökuð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. september 2017 06:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að komist verði til botns í OR-hneykslinu með einum eða öðrum hætti. vísir/anton brink Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hann og meirihlutinn í borginni séu samstíga um að tryggja að öllum útistandandi spurningum um Orkuveituhúsið verði svarað, þegar dómkvaddur matsmaður hefur lokið úttekt sinni. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar meirihlutann um að reyna að tefja opinbera rannsókn á tjóni höfuðstöðvanna og svæfa málið. Dagur vísar því á bug. Meirihlutinn vísaði á fundi borgarstjórnar á þriðjudag tillögu Sjálfstæðisflokksins um ítarlega opinbera rannsókn og tillögu Framsóknar og flugvallarvina um úttekt á tjóninu til borgarráðs. Dagur segir að flestir hafi verið sammála um að fyrsta skrefið væri að leyfa dómkvöddum matsmanni að ljúka sinni vinnu fyrst. „Verkefni hans myndu skarast við hugmyndir um úttektir þannig að matsmaður mun byrja og við kryfja til mergjar þær spurningar sem hugsanlega standa eftir. Það er alger samstaða um það í borgarstjórn að komast til botns í þessu máli og rannsaka það til hlítar.“ Borgarfulltrúar fyrri og seinni tíma verða ekki undanþegnir slíkri rannsókn enda ólíklegt að dómkvaddur matsmaður muni leggja mat á þátt kjörinna fulltrúa. Mikill pólitískur þrýstingur var á að byggingu OR-hússins yrði lokið á tilsettum tíma þar sem hún var þegar farin fram úr kostnaðaráætlun. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um virðist þetta hafa komið niður á vinnubrögðum. En er ekki sjálfsagt að skoða hina pólitísku ábyrgð líka? „Jú, það er eitt af því sem verður skoðað í úttektinni,“ segir Dagur. „Og ef það er eitthvað sem dómkvaddur matsmaður fjallar ekki um munum við gera sérstaka úttekt. Ég mun einfaldlega tryggja að það verði komist til botns í því.“ Skotið hefur verið á Dag fyrir að vera eini borgarfulltrúi R-listans sem enn sitji í borgarstjórn. Flokksins sem réðst í framkvæmdina. „Mér hefur fundist þessi málflutningur fremur ómerkileg tilraun til að dreifa athyglinni frá aðalatriðinu sem er að ákvörðunin um að byggja húsið var samþykkt þarna 1999–2000 með atkvæðum allra, líka Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Magnússon er eini borgarfulltrúinn sem var í borgarstjórn þá.“ Sjálfur kveðst Dagur hafa verið í framhaldsnámi í Svíþjóð þegar ákvörðunin var tekin og Samfylkingin óstofnuð. Fyrrverandi stjórnendur OR hafa gagnrýnt að húsið hafi fengið að grotna niður í viðhaldsleysi eftir hrun. Aðspurður hvort skorið hafi verið of mikið niður segir Dagur að nauðsynlegt sé að skoða það líka. „En þangað til er óvarlegt að fullyrða hvort eitt frekar en annað skiptir máli í þessu. Stóra aðalatriðið er að þetta er mjög stórt tjón, mjög alvarlegt mál sem þarf að komast til botns í. Það er sannarlega sorglegt hvernig komið er fyrir þessari byggingu og það að vesturálman standi auð er tákn um hversu illa þetta mál hefur farið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Viðgerð vesturhúss á við launakostnað tíu leikskóla Ódýrasta og raunhæfasta viðgerðin á vesturhúsi höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur kostar á við launakostnað allra starfsmanna tíu leikaskóla í Reykjavík í fyrra. 1. september 2017 07:00 Alfreð segir skelfilegt að höfuðstöðvar OR hafi verið látnar grotna niður Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að það verði að grafast almennilega fyrir um hvers vegna höfuðstöðvarnar hafi fengið að liggja undir skemmdum um árabil. 2. september 2017 06:00 Smiðnum veitt skaðleysi fyrir að leggja parket á blaut gólfin Húsasmíðameistarinn sem lagði parketið í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur segir aðvaranir hans um ástand gólfa í vesturhúsi höfuðstöðvanna hafi verið hundsaðar. Svo hafi legið á að ljúka framkvæmdum og opna húsið. 6. september 2017 05:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hann og meirihlutinn í borginni séu samstíga um að tryggja að öllum útistandandi spurningum um Orkuveituhúsið verði svarað, þegar dómkvaddur matsmaður hefur lokið úttekt sinni. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar meirihlutann um að reyna að tefja opinbera rannsókn á tjóni höfuðstöðvanna og svæfa málið. Dagur vísar því á bug. Meirihlutinn vísaði á fundi borgarstjórnar á þriðjudag tillögu Sjálfstæðisflokksins um ítarlega opinbera rannsókn og tillögu Framsóknar og flugvallarvina um úttekt á tjóninu til borgarráðs. Dagur segir að flestir hafi verið sammála um að fyrsta skrefið væri að leyfa dómkvöddum matsmanni að ljúka sinni vinnu fyrst. „Verkefni hans myndu skarast við hugmyndir um úttektir þannig að matsmaður mun byrja og við kryfja til mergjar þær spurningar sem hugsanlega standa eftir. Það er alger samstaða um það í borgarstjórn að komast til botns í þessu máli og rannsaka það til hlítar.“ Borgarfulltrúar fyrri og seinni tíma verða ekki undanþegnir slíkri rannsókn enda ólíklegt að dómkvaddur matsmaður muni leggja mat á þátt kjörinna fulltrúa. Mikill pólitískur þrýstingur var á að byggingu OR-hússins yrði lokið á tilsettum tíma þar sem hún var þegar farin fram úr kostnaðaráætlun. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um virðist þetta hafa komið niður á vinnubrögðum. En er ekki sjálfsagt að skoða hina pólitísku ábyrgð líka? „Jú, það er eitt af því sem verður skoðað í úttektinni,“ segir Dagur. „Og ef það er eitthvað sem dómkvaddur matsmaður fjallar ekki um munum við gera sérstaka úttekt. Ég mun einfaldlega tryggja að það verði komist til botns í því.“ Skotið hefur verið á Dag fyrir að vera eini borgarfulltrúi R-listans sem enn sitji í borgarstjórn. Flokksins sem réðst í framkvæmdina. „Mér hefur fundist þessi málflutningur fremur ómerkileg tilraun til að dreifa athyglinni frá aðalatriðinu sem er að ákvörðunin um að byggja húsið var samþykkt þarna 1999–2000 með atkvæðum allra, líka Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Magnússon er eini borgarfulltrúinn sem var í borgarstjórn þá.“ Sjálfur kveðst Dagur hafa verið í framhaldsnámi í Svíþjóð þegar ákvörðunin var tekin og Samfylkingin óstofnuð. Fyrrverandi stjórnendur OR hafa gagnrýnt að húsið hafi fengið að grotna niður í viðhaldsleysi eftir hrun. Aðspurður hvort skorið hafi verið of mikið niður segir Dagur að nauðsynlegt sé að skoða það líka. „En þangað til er óvarlegt að fullyrða hvort eitt frekar en annað skiptir máli í þessu. Stóra aðalatriðið er að þetta er mjög stórt tjón, mjög alvarlegt mál sem þarf að komast til botns í. Það er sannarlega sorglegt hvernig komið er fyrir þessari byggingu og það að vesturálman standi auð er tákn um hversu illa þetta mál hefur farið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Viðgerð vesturhúss á við launakostnað tíu leikskóla Ódýrasta og raunhæfasta viðgerðin á vesturhúsi höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur kostar á við launakostnað allra starfsmanna tíu leikaskóla í Reykjavík í fyrra. 1. september 2017 07:00 Alfreð segir skelfilegt að höfuðstöðvar OR hafi verið látnar grotna niður Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að það verði að grafast almennilega fyrir um hvers vegna höfuðstöðvarnar hafi fengið að liggja undir skemmdum um árabil. 2. september 2017 06:00 Smiðnum veitt skaðleysi fyrir að leggja parket á blaut gólfin Húsasmíðameistarinn sem lagði parketið í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur segir aðvaranir hans um ástand gólfa í vesturhúsi höfuðstöðvanna hafi verið hundsaðar. Svo hafi legið á að ljúka framkvæmdum og opna húsið. 6. september 2017 05:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Viðgerð vesturhúss á við launakostnað tíu leikskóla Ódýrasta og raunhæfasta viðgerðin á vesturhúsi höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur kostar á við launakostnað allra starfsmanna tíu leikaskóla í Reykjavík í fyrra. 1. september 2017 07:00
Alfreð segir skelfilegt að höfuðstöðvar OR hafi verið látnar grotna niður Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að það verði að grafast almennilega fyrir um hvers vegna höfuðstöðvarnar hafi fengið að liggja undir skemmdum um árabil. 2. september 2017 06:00
Smiðnum veitt skaðleysi fyrir að leggja parket á blaut gólfin Húsasmíðameistarinn sem lagði parketið í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur segir aðvaranir hans um ástand gólfa í vesturhúsi höfuðstöðvanna hafi verið hundsaðar. Svo hafi legið á að ljúka framkvæmdum og opna húsið. 6. september 2017 05:00