Hungursneyð í Evrópu á 9. öld rakin til Kötlugoss Kristján Már Unnarsson skrifar 9. ágúst 2017 21:00 Frá Drumbabót. Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í baksýn. Hamfarahlaup frá Kötlu niður Markarfljótsaura eyddi skóginum. Sama eldgos er nú talið hafa valdið hungursneyð í Evrópu. Stöð 2/Einar Árnason. Eldgos í Kötlu fyrir tólfhundruð árum er nú talið geta skýrt hungursneyð sem varð í Evrópu á árunum eftir 821, - hálfri öld áður en Ísland byggðist. Þá varð svo kalt að stórfljót frusu, þar á meðal Rín, Signa og Dóná. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum í síðasta mánuði frá alþjóðlegri vísindarannsókn þar sem tókst að aldursgreina trjáleifarnar í Drumbabót undan Fljótshlíð með afar nákvæmum hætti. Drumbarnir sem standa upp úr sandinum eru leifar af stórvöxnum birkiskógi sem eyddist í hamfarahlaupi vegna Kötlugoss. Drumbabót er á Þveráreyrum undan Tumastöðum í Fljótshlíð. Fjallið Þríhyrningur í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Þessi nákvæma tímasetning eldgossins hefur leitt til þess að vísindamennirnir, undir forystu Ulf Büntgen í Cambridge-háskóla, tengja það nú við kuldaskeið og hungursneyð sem varð í Evrópu á sama tíma. Í grein í The Economist kemur fram að Kötlugosið er talið hafa valdið því að hitastig í Evrópu lækkaði verulega á árunum eftir 821. Í samtímaannálum kemur fram að árnar Rín, Signa og Dóná frusu og mátti komast yfir þær á hestum á ís. Lýst er snjóþyngslum með hræðilegum hagléljum. Uppskerubresti fylgdu plágur og hungursneyð um nokkurra ára skeið og svo miklar voru hörmungarnar að munkur í Norður-Frakklandi, Radbertus, ritaði á þessum tíma að sjálfur Guð hlyti að vera reiður.Frá Kötlugosinu árið 1918. Það er síðasta eldgos sem vitað er um með vissu í eldstöðinni.En nú eru nútímavísindi búin að finna annan sökudólg; sjálfa Kötlu, og afleiðingar eldgossins má enn sjá í Drumbabót. Þetta Kötlugos er þá ekki eina íslenska eldgosið sem kennt er um evrópskar hörmungar því Skaftáreldar árið 1783 hafa verið spyrtir við matarskort í Evrópu árin á eftir og frönsku byltinguna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varaði umheiminn við Kötlu árið 2010 í frægu viðtali á BBC. Tengdar fréttir Kötlugos sem bjó til Drumbabót tímasett aftur til haustsins 822 Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. 13. júlí 2017 21:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Eldgos í Kötlu fyrir tólfhundruð árum er nú talið geta skýrt hungursneyð sem varð í Evrópu á árunum eftir 821, - hálfri öld áður en Ísland byggðist. Þá varð svo kalt að stórfljót frusu, þar á meðal Rín, Signa og Dóná. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum í síðasta mánuði frá alþjóðlegri vísindarannsókn þar sem tókst að aldursgreina trjáleifarnar í Drumbabót undan Fljótshlíð með afar nákvæmum hætti. Drumbarnir sem standa upp úr sandinum eru leifar af stórvöxnum birkiskógi sem eyddist í hamfarahlaupi vegna Kötlugoss. Drumbabót er á Þveráreyrum undan Tumastöðum í Fljótshlíð. Fjallið Þríhyrningur í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Þessi nákvæma tímasetning eldgossins hefur leitt til þess að vísindamennirnir, undir forystu Ulf Büntgen í Cambridge-háskóla, tengja það nú við kuldaskeið og hungursneyð sem varð í Evrópu á sama tíma. Í grein í The Economist kemur fram að Kötlugosið er talið hafa valdið því að hitastig í Evrópu lækkaði verulega á árunum eftir 821. Í samtímaannálum kemur fram að árnar Rín, Signa og Dóná frusu og mátti komast yfir þær á hestum á ís. Lýst er snjóþyngslum með hræðilegum hagléljum. Uppskerubresti fylgdu plágur og hungursneyð um nokkurra ára skeið og svo miklar voru hörmungarnar að munkur í Norður-Frakklandi, Radbertus, ritaði á þessum tíma að sjálfur Guð hlyti að vera reiður.Frá Kötlugosinu árið 1918. Það er síðasta eldgos sem vitað er um með vissu í eldstöðinni.En nú eru nútímavísindi búin að finna annan sökudólg; sjálfa Kötlu, og afleiðingar eldgossins má enn sjá í Drumbabót. Þetta Kötlugos er þá ekki eina íslenska eldgosið sem kennt er um evrópskar hörmungar því Skaftáreldar árið 1783 hafa verið spyrtir við matarskort í Evrópu árin á eftir og frönsku byltinguna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varaði umheiminn við Kötlu árið 2010 í frægu viðtali á BBC.
Tengdar fréttir Kötlugos sem bjó til Drumbabót tímasett aftur til haustsins 822 Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. 13. júlí 2017 21:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Kötlugos sem bjó til Drumbabót tímasett aftur til haustsins 822 Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. 13. júlí 2017 21:00