Hungursneyð í Evrópu á 9. öld rakin til Kötlugoss Kristján Már Unnarsson skrifar 9. ágúst 2017 21:00 Frá Drumbabót. Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í baksýn. Hamfarahlaup frá Kötlu niður Markarfljótsaura eyddi skóginum. Sama eldgos er nú talið hafa valdið hungursneyð í Evrópu. Stöð 2/Einar Árnason. Eldgos í Kötlu fyrir tólfhundruð árum er nú talið geta skýrt hungursneyð sem varð í Evrópu á árunum eftir 821, - hálfri öld áður en Ísland byggðist. Þá varð svo kalt að stórfljót frusu, þar á meðal Rín, Signa og Dóná. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum í síðasta mánuði frá alþjóðlegri vísindarannsókn þar sem tókst að aldursgreina trjáleifarnar í Drumbabót undan Fljótshlíð með afar nákvæmum hætti. Drumbarnir sem standa upp úr sandinum eru leifar af stórvöxnum birkiskógi sem eyddist í hamfarahlaupi vegna Kötlugoss. Drumbabót er á Þveráreyrum undan Tumastöðum í Fljótshlíð. Fjallið Þríhyrningur í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Þessi nákvæma tímasetning eldgossins hefur leitt til þess að vísindamennirnir, undir forystu Ulf Büntgen í Cambridge-háskóla, tengja það nú við kuldaskeið og hungursneyð sem varð í Evrópu á sama tíma. Í grein í The Economist kemur fram að Kötlugosið er talið hafa valdið því að hitastig í Evrópu lækkaði verulega á árunum eftir 821. Í samtímaannálum kemur fram að árnar Rín, Signa og Dóná frusu og mátti komast yfir þær á hestum á ís. Lýst er snjóþyngslum með hræðilegum hagléljum. Uppskerubresti fylgdu plágur og hungursneyð um nokkurra ára skeið og svo miklar voru hörmungarnar að munkur í Norður-Frakklandi, Radbertus, ritaði á þessum tíma að sjálfur Guð hlyti að vera reiður.Frá Kötlugosinu árið 1918. Það er síðasta eldgos sem vitað er um með vissu í eldstöðinni.En nú eru nútímavísindi búin að finna annan sökudólg; sjálfa Kötlu, og afleiðingar eldgossins má enn sjá í Drumbabót. Þetta Kötlugos er þá ekki eina íslenska eldgosið sem kennt er um evrópskar hörmungar því Skaftáreldar árið 1783 hafa verið spyrtir við matarskort í Evrópu árin á eftir og frönsku byltinguna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varaði umheiminn við Kötlu árið 2010 í frægu viðtali á BBC. Tengdar fréttir Kötlugos sem bjó til Drumbabót tímasett aftur til haustsins 822 Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. 13. júlí 2017 21:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Eldgos í Kötlu fyrir tólfhundruð árum er nú talið geta skýrt hungursneyð sem varð í Evrópu á árunum eftir 821, - hálfri öld áður en Ísland byggðist. Þá varð svo kalt að stórfljót frusu, þar á meðal Rín, Signa og Dóná. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum í síðasta mánuði frá alþjóðlegri vísindarannsókn þar sem tókst að aldursgreina trjáleifarnar í Drumbabót undan Fljótshlíð með afar nákvæmum hætti. Drumbarnir sem standa upp úr sandinum eru leifar af stórvöxnum birkiskógi sem eyddist í hamfarahlaupi vegna Kötlugoss. Drumbabót er á Þveráreyrum undan Tumastöðum í Fljótshlíð. Fjallið Þríhyrningur í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Þessi nákvæma tímasetning eldgossins hefur leitt til þess að vísindamennirnir, undir forystu Ulf Büntgen í Cambridge-háskóla, tengja það nú við kuldaskeið og hungursneyð sem varð í Evrópu á sama tíma. Í grein í The Economist kemur fram að Kötlugosið er talið hafa valdið því að hitastig í Evrópu lækkaði verulega á árunum eftir 821. Í samtímaannálum kemur fram að árnar Rín, Signa og Dóná frusu og mátti komast yfir þær á hestum á ís. Lýst er snjóþyngslum með hræðilegum hagléljum. Uppskerubresti fylgdu plágur og hungursneyð um nokkurra ára skeið og svo miklar voru hörmungarnar að munkur í Norður-Frakklandi, Radbertus, ritaði á þessum tíma að sjálfur Guð hlyti að vera reiður.Frá Kötlugosinu árið 1918. Það er síðasta eldgos sem vitað er um með vissu í eldstöðinni.En nú eru nútímavísindi búin að finna annan sökudólg; sjálfa Kötlu, og afleiðingar eldgossins má enn sjá í Drumbabót. Þetta Kötlugos er þá ekki eina íslenska eldgosið sem kennt er um evrópskar hörmungar því Skaftáreldar árið 1783 hafa verið spyrtir við matarskort í Evrópu árin á eftir og frönsku byltinguna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varaði umheiminn við Kötlu árið 2010 í frægu viðtali á BBC.
Tengdar fréttir Kötlugos sem bjó til Drumbabót tímasett aftur til haustsins 822 Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. 13. júlí 2017 21:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Kötlugos sem bjó til Drumbabót tímasett aftur til haustsins 822 Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. 13. júlí 2017 21:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent