Bala kampakátur með ríkisborgararéttinn: „Núna líður mér eins og Íslendingi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 16:45 Bala Kamallakharan er ánægður með að hafa fengið íslenska ríkisborgararétt en hann hefur búið hér í 11 ár. vísir/daníel Bala Kamallakharan segir að misskilningur hafi valdið því að honum var synjað um íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. Núna í vikunni fékk hann þær fregnir að Útlendingastofnun hefði samþykkt umsókn hans um ríkisborgararétt og var hann skiljanlega í skýjunum með niðurstöðuna. „Núna líður mér eins og Íslendingi,“ segir Bala kampakátur í samtali við Vísi. Hann hefur búið hér í ellefu ár og látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er indverskur að uppruna. Aðspurður hvað varð til þess að honum var synjað um ríkisborgararéttinn á sínum tíma segir hann það hafa verið hraðasektir sem konan hans fékk. „Útlendingastofnun óskar eftir upplýsingum frá lögreglunni og eins og ég skil þetta þá voru tvær hraðasektir sem konan mín fékk skráðar á mínu nafni. Sjálfur hafði ég fengið eina hraðasekt. Konan mín hringdi og útskýrði þetta fyrir lögreglunni sem sögðu að þetta yrði ekki vandamál en svo varð þetta auðvitað vandamál,“ segir Bala en umsókn hans um ríkisborgararétt var hafnað vegna sektanna.Þörf á meira gagnsæi í ferlinu Bala leitaði til lögfræðings og skrifaði bæði bréf til lögreglunnar og Útlendingastofnunar. Í kjölfarið var málið tekið upp aftur og fékkst niðurstaða í það nú fyrr í vikunni eins og áður segir. Bala gagnrýnir lítið gagnsæi í ferlinu þegar viðkomandi er búinn að sækja um ríkisborgararétt. „Við þurfum að hafa þetta ferli gagnsærra. Maður ætti að geta nálgast upplýsingar um stöðu umsóknar sinnar, hvort einhverjum gögnum sé ábótavant eða eitthvað slíkt, á meðan verið er að fara yfir umsóknina. Ég trúi því ekki að það sé erfitt að koma því í kring með allri þessari tækni sem við höfum í dag. Ég er alls ekki að segja að ferlið eigi að vera auðveldara og það eigi að slaka á þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að fá ríkisborgararétt en ferlið þegar búið er að sækja um mætti vera gagnsærra.“ Sjálfur sótti Bala um ríkisborgararétt í desember 2016 og fékk engar upplýsingar um hver staðan á umsókninni væri fyrr en honum var synjað um ríkisborgararéttinn í júní síðastliðnum. Hann hrósar hins vegar Útlendingastofnun og lögreglunni fyrir að hafa brugðist skjótt við þegar í ljós kom að mistök höfðu verið gerð. Bala er búinn að fara og sækja um íslenskt vegabréf og býst við að fá það eftir tvær vikur. Tengdar fréttir Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35 Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02 Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Bala Kamallakharan segir að misskilningur hafi valdið því að honum var synjað um íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. Núna í vikunni fékk hann þær fregnir að Útlendingastofnun hefði samþykkt umsókn hans um ríkisborgararétt og var hann skiljanlega í skýjunum með niðurstöðuna. „Núna líður mér eins og Íslendingi,“ segir Bala kampakátur í samtali við Vísi. Hann hefur búið hér í ellefu ár og látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er indverskur að uppruna. Aðspurður hvað varð til þess að honum var synjað um ríkisborgararéttinn á sínum tíma segir hann það hafa verið hraðasektir sem konan hans fékk. „Útlendingastofnun óskar eftir upplýsingum frá lögreglunni og eins og ég skil þetta þá voru tvær hraðasektir sem konan mín fékk skráðar á mínu nafni. Sjálfur hafði ég fengið eina hraðasekt. Konan mín hringdi og útskýrði þetta fyrir lögreglunni sem sögðu að þetta yrði ekki vandamál en svo varð þetta auðvitað vandamál,“ segir Bala en umsókn hans um ríkisborgararétt var hafnað vegna sektanna.Þörf á meira gagnsæi í ferlinu Bala leitaði til lögfræðings og skrifaði bæði bréf til lögreglunnar og Útlendingastofnunar. Í kjölfarið var málið tekið upp aftur og fékkst niðurstaða í það nú fyrr í vikunni eins og áður segir. Bala gagnrýnir lítið gagnsæi í ferlinu þegar viðkomandi er búinn að sækja um ríkisborgararétt. „Við þurfum að hafa þetta ferli gagnsærra. Maður ætti að geta nálgast upplýsingar um stöðu umsóknar sinnar, hvort einhverjum gögnum sé ábótavant eða eitthvað slíkt, á meðan verið er að fara yfir umsóknina. Ég trúi því ekki að það sé erfitt að koma því í kring með allri þessari tækni sem við höfum í dag. Ég er alls ekki að segja að ferlið eigi að vera auðveldara og það eigi að slaka á þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að fá ríkisborgararétt en ferlið þegar búið er að sækja um mætti vera gagnsærra.“ Sjálfur sótti Bala um ríkisborgararétt í desember 2016 og fékk engar upplýsingar um hver staðan á umsókninni væri fyrr en honum var synjað um ríkisborgararéttinn í júní síðastliðnum. Hann hrósar hins vegar Útlendingastofnun og lögreglunni fyrir að hafa brugðist skjótt við þegar í ljós kom að mistök höfðu verið gerð. Bala er búinn að fara og sækja um íslenskt vegabréf og býst við að fá það eftir tvær vikur.
Tengdar fréttir Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35 Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02 Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35
Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02
Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13