Öll úrslit frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júlí 2017 17:30 Ari Bragi Kárason var í eldlínunni í dag. mynd/frí Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum hófst á Selfossi í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði 100 metra hlaup karla, en hann kom á sama tíma í mark og Ari Bragi Kárason sem setti nýtt Íslandsmet í greininni fyrir tæpri viku síðan.Ásdís Hjálmsdóttir fékk enn ein gullverðlaunin í spjótkasti þegar hún kastaði 56,75 metra.Vigdís Jónsdóttir hreppti fyrstu verðlaun dagsins þegar hún sigraði sleggjukast kvenna með því að fleygja sleggjunni 55,67 metra. Í 110 metra grindahlaupi karla varð Ísak Óli Traustason úr UMSS hlutskarpastur þegar hann hljóp á 15,26 sekúndum. Þetta var hans besti árangur í sumar.Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til hægri).visir/epaHilmar Örn Jónsson, FH, kastaði sleggjunni lengst allra karla í dag. Besta kast hans var 69,16 metrar. Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp í dag í 100 metra grindahlaupi og kom fyrst í mark á 14,13 sekúndum. Hennar aðal grein er hins vegar 400 metra grindahlaup og fer það hlaup fram á morgun. FH-ingurinn Arna Stefanía hljóp líka í 100 metra spretthlaupi kvenna, en þar varð hún í öðru sæti á persónulegu meti, 12,04 sekúndum. Sigurvegari 100 metra hlaupsins var ÍR-ingurinn Tiana Ósk Whitworth sem hljóp á 12,02 sekúndum. Í 3000 metra hindrunarhlaupi karla var Arnar Pétursson úr ÍR fyrstur í mark á 9:43,73 mínútum. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki stökk hæst allra kvenna í stangarstökki í dag. Hún fór hæst yfir 2,92 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, varð Íslandsmeistari í hástökki þegar hann stökk yfir 1,90 metra. Í 400 metra hlaupi karla var það Kormákur Ari Hafliðason sem fór með sigur af hólmi. Hann hleypur fyrir FH og kom í mark á 48,87 sekúndum. Heimakonan Guðrún Heiða Bjarnadóttir úr HSK/Selfossi var hlutskörpust í langstökki kvenna, en hún stökk 5,78 metra í dag og er það hennar besti árangur frá upphafi. Karlameginn í langstökkinu var það Kristinn Torfason úr FH sem fór heim með gullið. Hann stökk 7,18 metra í dag. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir, Fjölni, hljóp hraðast allra í 400 metra hlaupi kvenna. Hún fór vegalengdina á 59,25 sekúndum. Í 1500 metra hlaupi karla sigraði Kristinn Þór Kristinsson úr HSK/Selfossi á 4:00,40 mínútum. Hjá konunum hljóp Andrea Kolbeinsdóttir hraðast 1500 metrana. ÍR-ingurinn hljóp á 4:54,87 mínútum. Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, hlaut Íslandsmeistaratitilinn í spjótkasti karla eftir að hafa kastað spjótinu 68,97 metra.Ari Bragi og Kolbeinn Höður voru í boðhlaupssveit FH í dagVísir/Facebook-síða FRÍBoðhlaupssveit FH var hlutskörpust í 4x100 metra spretthlaupi karla. Sveitina skipuðu Dagur Andri Einarsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ari Bragi Kárason og Kristófer Þorgrímsson. Þeir fóru sprettina á 41,15 sekúndum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti. Sveit ÍR bar sigur úr bítum í 4x100 metra boðhlaupi kvenna. Tiana Ósk Whitworth, Katrín Steinunn Antonsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hlupu fyrir íR. Tími þeirra var 46,42 sekúndur. Sveit FH hreppti silfurverðlaunin. Mótinu á Selfossi lýkur svo á morgun, með úrslitum meðal annars úr 200 metra hlaupum karla og kvenna og 400 metra grindahlaupum, sem og úrslit stigakeppni liðanna munu ráðast. Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum hófst á Selfossi í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði 100 metra hlaup karla, en hann kom á sama tíma í mark og Ari Bragi Kárason sem setti nýtt Íslandsmet í greininni fyrir tæpri viku síðan.Ásdís Hjálmsdóttir fékk enn ein gullverðlaunin í spjótkasti þegar hún kastaði 56,75 metra.Vigdís Jónsdóttir hreppti fyrstu verðlaun dagsins þegar hún sigraði sleggjukast kvenna með því að fleygja sleggjunni 55,67 metra. Í 110 metra grindahlaupi karla varð Ísak Óli Traustason úr UMSS hlutskarpastur þegar hann hljóp á 15,26 sekúndum. Þetta var hans besti árangur í sumar.Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til hægri).visir/epaHilmar Örn Jónsson, FH, kastaði sleggjunni lengst allra karla í dag. Besta kast hans var 69,16 metrar. Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp í dag í 100 metra grindahlaupi og kom fyrst í mark á 14,13 sekúndum. Hennar aðal grein er hins vegar 400 metra grindahlaup og fer það hlaup fram á morgun. FH-ingurinn Arna Stefanía hljóp líka í 100 metra spretthlaupi kvenna, en þar varð hún í öðru sæti á persónulegu meti, 12,04 sekúndum. Sigurvegari 100 metra hlaupsins var ÍR-ingurinn Tiana Ósk Whitworth sem hljóp á 12,02 sekúndum. Í 3000 metra hindrunarhlaupi karla var Arnar Pétursson úr ÍR fyrstur í mark á 9:43,73 mínútum. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki stökk hæst allra kvenna í stangarstökki í dag. Hún fór hæst yfir 2,92 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, varð Íslandsmeistari í hástökki þegar hann stökk yfir 1,90 metra. Í 400 metra hlaupi karla var það Kormákur Ari Hafliðason sem fór með sigur af hólmi. Hann hleypur fyrir FH og kom í mark á 48,87 sekúndum. Heimakonan Guðrún Heiða Bjarnadóttir úr HSK/Selfossi var hlutskörpust í langstökki kvenna, en hún stökk 5,78 metra í dag og er það hennar besti árangur frá upphafi. Karlameginn í langstökkinu var það Kristinn Torfason úr FH sem fór heim með gullið. Hann stökk 7,18 metra í dag. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir, Fjölni, hljóp hraðast allra í 400 metra hlaupi kvenna. Hún fór vegalengdina á 59,25 sekúndum. Í 1500 metra hlaupi karla sigraði Kristinn Þór Kristinsson úr HSK/Selfossi á 4:00,40 mínútum. Hjá konunum hljóp Andrea Kolbeinsdóttir hraðast 1500 metrana. ÍR-ingurinn hljóp á 4:54,87 mínútum. Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, hlaut Íslandsmeistaratitilinn í spjótkasti karla eftir að hafa kastað spjótinu 68,97 metra.Ari Bragi og Kolbeinn Höður voru í boðhlaupssveit FH í dagVísir/Facebook-síða FRÍBoðhlaupssveit FH var hlutskörpust í 4x100 metra spretthlaupi karla. Sveitina skipuðu Dagur Andri Einarsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ari Bragi Kárason og Kristófer Þorgrímsson. Þeir fóru sprettina á 41,15 sekúndum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti. Sveit ÍR bar sigur úr bítum í 4x100 metra boðhlaupi kvenna. Tiana Ósk Whitworth, Katrín Steinunn Antonsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hlupu fyrir íR. Tími þeirra var 46,42 sekúndur. Sveit FH hreppti silfurverðlaunin. Mótinu á Selfossi lýkur svo á morgun, með úrslitum meðal annars úr 200 metra hlaupum karla og kvenna og 400 metra grindahlaupum, sem og úrslit stigakeppni liðanna munu ráðast.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Sjá meira