Upplýsti ekki um saurmengun því hún var talin skaðlaus Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júlí 2017 19:15 Frá sýnatöku Heilbrigðiseftirlitsins í sjónum við Faxaskjól í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti ekki opinberlega um skólplosun við Faxaskjól í Reykjavík að eigin frumkvæði, eins og lög kveða á um, því eftirlitið mat það svo að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Viðgerðir á dælustöðinni í Faxaskjóli hófust um miðjan júní. Viðgerðum er ekki ennþá að fullu lokið en viðgerðin er tímafrek. Áður en greint var frá saurmengun við dælustöðina í Faxaskjóli í fréttum RÚV hinn 5. júlí síðastliðinn hafði skólp flætt út í sjó við Faxaskjól í tíu sólarhringa samfleytt vegna bilunnar í stöðinni. Hvorki Veitur ohf., Reykjavíkurborg né Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýstu um saurmengunina við Faxaskjól að eigin frumkvæði enda var fyrst greint frá henni í fjölmiðlum. Ákvæði um skyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um skaðlega mengun að eigin frumkvæði kom inn í lög um upplýsingarétt um umhverfismál árið 2012. Skyldan kemur fram í 2. mgr. 10. gr. laganna en þar segir: „er stjórnvöldum ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.“ Í greinargerð með frumvarpi um lagabreytinguna segir að í kjölfar frétta um mikla díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa í Skutulsfirði í janúar 2011 hafi umhverfisnefnd Alþingis ákveðið að skoða nánar löggjöf um umhverfismál og upplýsingaskyldu stjórnvalda er snýr að mengunarmálum. Niðurstaðan hafi verið sú að kveða þyrfti skýrar á um frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í íslenskri löggjöf og um rétt almennings til þess að vernda heilsu sína og lífsgæði.S. Björn Blöndal formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.vísir/hariFram kemur í lögunum að stjórnvöld í skilningi laganna séu ríki og sveitarfélög, lögaðilar sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu og lögaðilar sem gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið. Ljóst er að framansögðu að upplýsingaskyldan hvílir á borginni sjálfri, stofnunum borgarinnar og fyrirtækjum í hennar eigu. „Heilbrigðiseftirlitið er sá aðili sem metur hvort hætta steðji að almenningi í tilvikum sem þessum,“ segir S. Björn Blöndal í skriflegu svari við fyrirspurn um málið en hann er þar að vísa til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. S. Björn gaf ekki sjálfur kost á viðtali í dag. Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlitinu sagði í samtali við fréttastofu að heilbrigðiseftirlitið hafi metið það svo að ekki bæri að tilkynna um saurmengunina að eigin frumkvæði þar sem eftirlitið hafi talið að almenningi stafaði ekki hætta af þessari skólplosun við Faxaskjól. Mælingar Heilbrigðiseftirlitsins á fimmtudag leiddu í ljós að saurgerlamagn var undir viðmiðunarmörkum vestan megin við dælustöðina. Í fjörunni austan megin við stöðina var magn saurgerla yfir viðmiðunarmörkum. Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli er í um 3,5 km fjarlægð frá Nauthólsvík sem er vinsæll baðstaður. Heilbrigðiseftirlitið áréttaði í tilkynningu í dag að engin saurmengun væri í sjónum við Nauthólsvík vegna bilunarinnar í dælustöðinni í Faxaskjóli. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti ekki opinberlega um skólplosun við Faxaskjól í Reykjavík að eigin frumkvæði, eins og lög kveða á um, því eftirlitið mat það svo að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Viðgerðir á dælustöðinni í Faxaskjóli hófust um miðjan júní. Viðgerðum er ekki ennþá að fullu lokið en viðgerðin er tímafrek. Áður en greint var frá saurmengun við dælustöðina í Faxaskjóli í fréttum RÚV hinn 5. júlí síðastliðinn hafði skólp flætt út í sjó við Faxaskjól í tíu sólarhringa samfleytt vegna bilunnar í stöðinni. Hvorki Veitur ohf., Reykjavíkurborg né Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýstu um saurmengunina við Faxaskjól að eigin frumkvæði enda var fyrst greint frá henni í fjölmiðlum. Ákvæði um skyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um skaðlega mengun að eigin frumkvæði kom inn í lög um upplýsingarétt um umhverfismál árið 2012. Skyldan kemur fram í 2. mgr. 10. gr. laganna en þar segir: „er stjórnvöldum ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.“ Í greinargerð með frumvarpi um lagabreytinguna segir að í kjölfar frétta um mikla díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa í Skutulsfirði í janúar 2011 hafi umhverfisnefnd Alþingis ákveðið að skoða nánar löggjöf um umhverfismál og upplýsingaskyldu stjórnvalda er snýr að mengunarmálum. Niðurstaðan hafi verið sú að kveða þyrfti skýrar á um frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í íslenskri löggjöf og um rétt almennings til þess að vernda heilsu sína og lífsgæði.S. Björn Blöndal formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.vísir/hariFram kemur í lögunum að stjórnvöld í skilningi laganna séu ríki og sveitarfélög, lögaðilar sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu og lögaðilar sem gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið. Ljóst er að framansögðu að upplýsingaskyldan hvílir á borginni sjálfri, stofnunum borgarinnar og fyrirtækjum í hennar eigu. „Heilbrigðiseftirlitið er sá aðili sem metur hvort hætta steðji að almenningi í tilvikum sem þessum,“ segir S. Björn Blöndal í skriflegu svari við fyrirspurn um málið en hann er þar að vísa til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. S. Björn gaf ekki sjálfur kost á viðtali í dag. Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlitinu sagði í samtali við fréttastofu að heilbrigðiseftirlitið hafi metið það svo að ekki bæri að tilkynna um saurmengunina að eigin frumkvæði þar sem eftirlitið hafi talið að almenningi stafaði ekki hætta af þessari skólplosun við Faxaskjól. Mælingar Heilbrigðiseftirlitsins á fimmtudag leiddu í ljós að saurgerlamagn var undir viðmiðunarmörkum vestan megin við dælustöðina. Í fjörunni austan megin við stöðina var magn saurgerla yfir viðmiðunarmörkum. Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli er í um 3,5 km fjarlægð frá Nauthólsvík sem er vinsæll baðstaður. Heilbrigðiseftirlitið áréttaði í tilkynningu í dag að engin saurmengun væri í sjónum við Nauthólsvík vegna bilunarinnar í dælustöðinni í Faxaskjóli.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira