Ósammála um menntagúrúinn sem á að bjarga skólamálum: „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júní 2017 15:36 Líf og Halldór voru ekki sammála um hvað þyrfti að leggja áherslu á í skólamálum í borginni. Vísir/Samsett mynd „Mig langar að tala um skólamálin,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, þegar hún og Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, mættust í Sprengjusandi á Bylgjunni í hádeginu. Halldór sagði að best væri að leggja áherslu á einkarekna skóla og samkeppni á skólamarkaði. „Við höfum meiri áhuga á að virkja fleiri einkaskóla og myndum vilja sjá meiri samkeppni. Við höfum líka talað um það, að fé myndi fylgja skólabörnum þannig að foreldrar geti haft meira val um skóla,“ sagði Halldór og vitnaði þar í lágt hlutfall einkaskóla hér á landi þegar þáttastjórnandi benti á að nú þegar gætu foreldrar valið skóla barna sinna.Menntagúrúinn til bjargar Líf mótmælti þessum hugmyndum Halldórs og sagði að lönd á borð við Svíþjóð, sem hefðu tekið upp þetta kerfi, væru að falla frá því. Halldór benti þá á að einkaskólar væru algengir í Svíþjóð og að mikil ásókn væri í einkaskóla hér á landi. Líf ræddi einnig um nýtt samstarf við sérfræðing í menntamálum, Pasi Sahlberg. „Við erum farin af stað með mjög víðtækt samráð í því að móta menntastefnu til framtíðar. Við höfum fengið til okkar Pasi Sahlberg, sem er mikill menntagúru, finnskur. Hann segir að við skulum ekki leggja áherslu á þessa samkeppni, við skulum setja nemandann í forgrunn og hvernig honum tekst að finna sína fjöl í skólakerfinu. Allt of mörgum börnum líður illa, það er allt of mikið einelti,“ sagði Líf og taldi að það væru aðrir mikilvægari þættir heldur en samkeppni á skólamarkaði, sem þyrfti að huga að. Halldór greip þá fram í og sagði þetta vera blaður. „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf, þetta er svo mikið blaður,“ sagði Halldór en sagði að hann væri ekki að meina að þetta væri blaður í Líf heldur þyrfti að setja varnagla á svona gúrúa þar sem þeir hefðu ekki endilega alltaf rétt fyrir sér. Búið er að setja á fót starfshópa, skipaða af fagfólki úr skólasamfélaginu, til að leita leiða til að bregðast við kjörum og starfsaðstæðum kennara. Skóla - og menntamál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
„Mig langar að tala um skólamálin,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, þegar hún og Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, mættust í Sprengjusandi á Bylgjunni í hádeginu. Halldór sagði að best væri að leggja áherslu á einkarekna skóla og samkeppni á skólamarkaði. „Við höfum meiri áhuga á að virkja fleiri einkaskóla og myndum vilja sjá meiri samkeppni. Við höfum líka talað um það, að fé myndi fylgja skólabörnum þannig að foreldrar geti haft meira val um skóla,“ sagði Halldór og vitnaði þar í lágt hlutfall einkaskóla hér á landi þegar þáttastjórnandi benti á að nú þegar gætu foreldrar valið skóla barna sinna.Menntagúrúinn til bjargar Líf mótmælti þessum hugmyndum Halldórs og sagði að lönd á borð við Svíþjóð, sem hefðu tekið upp þetta kerfi, væru að falla frá því. Halldór benti þá á að einkaskólar væru algengir í Svíþjóð og að mikil ásókn væri í einkaskóla hér á landi. Líf ræddi einnig um nýtt samstarf við sérfræðing í menntamálum, Pasi Sahlberg. „Við erum farin af stað með mjög víðtækt samráð í því að móta menntastefnu til framtíðar. Við höfum fengið til okkar Pasi Sahlberg, sem er mikill menntagúru, finnskur. Hann segir að við skulum ekki leggja áherslu á þessa samkeppni, við skulum setja nemandann í forgrunn og hvernig honum tekst að finna sína fjöl í skólakerfinu. Allt of mörgum börnum líður illa, það er allt of mikið einelti,“ sagði Líf og taldi að það væru aðrir mikilvægari þættir heldur en samkeppni á skólamarkaði, sem þyrfti að huga að. Halldór greip þá fram í og sagði þetta vera blaður. „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf, þetta er svo mikið blaður,“ sagði Halldór en sagði að hann væri ekki að meina að þetta væri blaður í Líf heldur þyrfti að setja varnagla á svona gúrúa þar sem þeir hefðu ekki endilega alltaf rétt fyrir sér. Búið er að setja á fót starfshópa, skipaða af fagfólki úr skólasamfélaginu, til að leita leiða til að bregðast við kjörum og starfsaðstæðum kennara.
Skóla - og menntamál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira