Útfarir á bílastæði og kirkjunni stefnt fyrir svik Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Gestir í jarðarförum frá Stórólfshvolskirkju rúmast oft ekki innandyra og hlusta á athöfnina í bílaútvörpum. Það var einmitt raunin í fjölmennri útför Sveins Sigurðssonar byggingameistara á föstudaginn var. vísir/anton brink „Það er algerlega með ólíkindum hvernig kirkjuráð hefur hagað sér í þessu máli,“ segir séra Halldór Gunnarsson, formaður byggingarnefndar Stórólfshvolsóknar á Hvolsvelli, um málaferli sóknarinnar gegn þjóðkirkjunni. Halldór segir að kirkjuráð hafi á árinu 2010 samþykkt fjárveitingu til nýrrar kirkju á Hvolsvelli. Greiða átti tíu milljónir króna vegna undirbúnings og síðan 20 milljónir á ári í fjögur ár á framkvæmdatímanum, samtals 90 milljónir króna. Þegar þetta hafi brugðist hafi sóknin kært málið til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar sem úrskurðað hafi sókninni í vil. Kirkjuráð hafi hins vegar vísað málinu til áfrýjunarnefndar innan kirkjunnar og haft sigur þar.Stórólfshvolskirkja á Hvolsvelli var reist árið 1930 og ekur innan við eitt hundrað manns í sæti.vísir/anton brink„Það var á þeim forsendum að kirkjuráð gæti gert það sem því sýndist,“ segir Halldór um niðurstöðu áfrýjunarnefndar. Sóknarnefnd og byggingarnefnd Stórólfshvolssóknar hafi nú hins vegar stefnt þjóðkirkjunni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur á þeim grundvelli að úrskurður áfrýjunarnefndarinnar sé ógildur því nefndin hafi aðeins verið skipuð þremur mönnum en ekki fimm eins og lög mæli fyrir um. „Það nýjasta er að lögfræðingur biskupsstofu hefur, að því er mér skilst, sagt að málið væri tapað fyrir kirkjuráð,“ upplýsir Halldór. Fari dómsmálið þannig gæti kirkjuráð þó óskað eftir nýrri áfrýjunarnefnd. „Eins og kirkjuráð hefur látið mætti alveg eins búast við því,“ segir Halldór. Reyndar mun lögmaður kirkjuráðs þegar hafa óskað eftir því við áfrýjunarnefndina að taka málið upp að nýju.Halldór Gunnarsson, formaður byggingarnefndar Stórólfshvolssóknar.Jens Sigurðsson, formaður sóknarnefndar Stórólfshvolssóknar, segir að þegar liggi fyrir lóð frá Rangárþingi eystra fyrir nýja kirkju sem jafnframt yrði menningarhús. Það eigi að rúma allt að 450 manns og kosta á 200 til 300 milljónir króna. Málið gagnvart kirkjuráði sé svo flókið að hann botni eiginlega ekkert í því sjálfur. Borist hafi 4,5 milljónir króna af umræddum tíu milljónum en síðan ekki söguna meir. Vilyrði annarra aðila, eins og sveitarfélagsins og héraðsnefndar Rangæinga, fyrir framlagi til byggingar nýju kirkjunnar séu bundin því að peningarnir skili sér frá kirkjuráði. Í þessari stöðu er málið því enn nánast á byrjunarreit. Þar til það breytist þurfa sóknarbörnin að láta gömlu kirkjuna frá árinu 1930 duga. Sem kirkjan gerir reyndar alls ekki ef marka má þá Halldór og Jens enda taki hún aðeins um 80 manns í sæti. Það dugi auðvitað ekki fyrir fjögur til fimm hundruð manna jarðarfarir sem fara þar iðulega fram. „Þá er bara setið út í bíl og útvarpað þangað. Svo er til að fólk vill þetta ekki og fer þá í kirkjuna á Selfossi til að geta setið inni,“ segir Jens og vísar þá til þeirra aðferðar sem mun vera beitt í fleiri litlum kirkjum úti á landi að útvarpa fjölmennum athöfnum svo þeir sem ekki rúmast innanhúss geti setið prúðbúnir úti í bíl og heyrt það sem fram fer. „Auðvitað vill söfnuðurinn því reisa stærri kirkju. Það er skrítið að koma okkur af stað og klippa svo bara á,“ segir formaður sóknarnefndarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
„Það er algerlega með ólíkindum hvernig kirkjuráð hefur hagað sér í þessu máli,“ segir séra Halldór Gunnarsson, formaður byggingarnefndar Stórólfshvolsóknar á Hvolsvelli, um málaferli sóknarinnar gegn þjóðkirkjunni. Halldór segir að kirkjuráð hafi á árinu 2010 samþykkt fjárveitingu til nýrrar kirkju á Hvolsvelli. Greiða átti tíu milljónir króna vegna undirbúnings og síðan 20 milljónir á ári í fjögur ár á framkvæmdatímanum, samtals 90 milljónir króna. Þegar þetta hafi brugðist hafi sóknin kært málið til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar sem úrskurðað hafi sókninni í vil. Kirkjuráð hafi hins vegar vísað málinu til áfrýjunarnefndar innan kirkjunnar og haft sigur þar.Stórólfshvolskirkja á Hvolsvelli var reist árið 1930 og ekur innan við eitt hundrað manns í sæti.vísir/anton brink„Það var á þeim forsendum að kirkjuráð gæti gert það sem því sýndist,“ segir Halldór um niðurstöðu áfrýjunarnefndar. Sóknarnefnd og byggingarnefnd Stórólfshvolssóknar hafi nú hins vegar stefnt þjóðkirkjunni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur á þeim grundvelli að úrskurður áfrýjunarnefndarinnar sé ógildur því nefndin hafi aðeins verið skipuð þremur mönnum en ekki fimm eins og lög mæli fyrir um. „Það nýjasta er að lögfræðingur biskupsstofu hefur, að því er mér skilst, sagt að málið væri tapað fyrir kirkjuráð,“ upplýsir Halldór. Fari dómsmálið þannig gæti kirkjuráð þó óskað eftir nýrri áfrýjunarnefnd. „Eins og kirkjuráð hefur látið mætti alveg eins búast við því,“ segir Halldór. Reyndar mun lögmaður kirkjuráðs þegar hafa óskað eftir því við áfrýjunarnefndina að taka málið upp að nýju.Halldór Gunnarsson, formaður byggingarnefndar Stórólfshvolssóknar.Jens Sigurðsson, formaður sóknarnefndar Stórólfshvolssóknar, segir að þegar liggi fyrir lóð frá Rangárþingi eystra fyrir nýja kirkju sem jafnframt yrði menningarhús. Það eigi að rúma allt að 450 manns og kosta á 200 til 300 milljónir króna. Málið gagnvart kirkjuráði sé svo flókið að hann botni eiginlega ekkert í því sjálfur. Borist hafi 4,5 milljónir króna af umræddum tíu milljónum en síðan ekki söguna meir. Vilyrði annarra aðila, eins og sveitarfélagsins og héraðsnefndar Rangæinga, fyrir framlagi til byggingar nýju kirkjunnar séu bundin því að peningarnir skili sér frá kirkjuráði. Í þessari stöðu er málið því enn nánast á byrjunarreit. Þar til það breytist þurfa sóknarbörnin að láta gömlu kirkjuna frá árinu 1930 duga. Sem kirkjan gerir reyndar alls ekki ef marka má þá Halldór og Jens enda taki hún aðeins um 80 manns í sæti. Það dugi auðvitað ekki fyrir fjögur til fimm hundruð manna jarðarfarir sem fara þar iðulega fram. „Þá er bara setið út í bíl og útvarpað þangað. Svo er til að fólk vill þetta ekki og fer þá í kirkjuna á Selfossi til að geta setið inni,“ segir Jens og vísar þá til þeirra aðferðar sem mun vera beitt í fleiri litlum kirkjum úti á landi að útvarpa fjölmennum athöfnum svo þeir sem ekki rúmast innanhúss geti setið prúðbúnir úti í bíl og heyrt það sem fram fer. „Auðvitað vill söfnuðurinn því reisa stærri kirkju. Það er skrítið að koma okkur af stað og klippa svo bara á,“ segir formaður sóknarnefndarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira