Reyndi svo mikið á sig að hún skildi eftir brúna bletti á gólfinu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 14:30 Blettirnir sáust allt kvöldið. mynd/twitter Justine Kish, bardagakona í UFC, missti bókstaflega saur af áreynslu í bardaga sínum gegn Felice Herrig á UFC Fight Night í Oklahoma City um helgina. Í þriðju lotu náði Herrig frábæru hengingartaki á Kish og leit allt út fyrir að hún væri að vinna sigur en Kish náði með gjörsamlega ótrúlegum hætti að losa sig úr takinu. Tilþrifin voru hreint mögnuð hjá Kish en miðað við stöðuna sem hún var komin í er með ólíkindum að Herrig hafi ekki klárað bardagann með þessu hengingartaki. Átökin voru svo mikil hjá Kish að hún kúkaði á sig og voru stórir brúnir blettir skildir eftir á gólfinu í búrinu. Reynt var að þrífa þá eftir bardagann en blettirnir sáust það sem eftir lifði kvölds í sjónvarpsútsendingunni.HOW DID @JustineKish GET OUT OF THAT?! pic.twitter.com/IVzfjSG7MO— #UFCOKC (@ufc) June 26, 2017 Herrig stóð uppi sem sigurvegari en dómararnir voru nokkuð sammála um yfirburði hennar þrátt fyrir að tilþrif kvöldsins hafi verið þessi snúningur Justine Kish. Kish skammaðist sín ekkert enda tilþrifin frábær. Hún var létt og kát þrátt fyrir tapið og skrifaði á Twitter: „Ég er stríðsmaður og ég mun aldrei hætta. Ég sný fljótlega aftur.“ Hún bætti við kassamerkinu #ShitHappens eða Skítur skeður. Kish er langt frá því fyrsti íþróttamaðurinn til að kúka á sig í miðri keppni en eins og einhverjir muna eftir kom það sama fyrir Yohann Diniz, heimsmethafa í 50 km göngu karla, á Ólympíuleikunum á síðasta ári.I am a warrior, and I will never quit #ShitHappens haha be back soon.— Justine Kish (@JustineKish) June 26, 2017 MMA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Sjá meira
Justine Kish, bardagakona í UFC, missti bókstaflega saur af áreynslu í bardaga sínum gegn Felice Herrig á UFC Fight Night í Oklahoma City um helgina. Í þriðju lotu náði Herrig frábæru hengingartaki á Kish og leit allt út fyrir að hún væri að vinna sigur en Kish náði með gjörsamlega ótrúlegum hætti að losa sig úr takinu. Tilþrifin voru hreint mögnuð hjá Kish en miðað við stöðuna sem hún var komin í er með ólíkindum að Herrig hafi ekki klárað bardagann með þessu hengingartaki. Átökin voru svo mikil hjá Kish að hún kúkaði á sig og voru stórir brúnir blettir skildir eftir á gólfinu í búrinu. Reynt var að þrífa þá eftir bardagann en blettirnir sáust það sem eftir lifði kvölds í sjónvarpsútsendingunni.HOW DID @JustineKish GET OUT OF THAT?! pic.twitter.com/IVzfjSG7MO— #UFCOKC (@ufc) June 26, 2017 Herrig stóð uppi sem sigurvegari en dómararnir voru nokkuð sammála um yfirburði hennar þrátt fyrir að tilþrif kvöldsins hafi verið þessi snúningur Justine Kish. Kish skammaðist sín ekkert enda tilþrifin frábær. Hún var létt og kát þrátt fyrir tapið og skrifaði á Twitter: „Ég er stríðsmaður og ég mun aldrei hætta. Ég sný fljótlega aftur.“ Hún bætti við kassamerkinu #ShitHappens eða Skítur skeður. Kish er langt frá því fyrsti íþróttamaðurinn til að kúka á sig í miðri keppni en eins og einhverjir muna eftir kom það sama fyrir Yohann Diniz, heimsmethafa í 50 km göngu karla, á Ólympíuleikunum á síðasta ári.I am a warrior, and I will never quit #ShitHappens haha be back soon.— Justine Kish (@JustineKish) June 26, 2017
MMA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Sjá meira