Hefðu líklega aldrei getað rambað á fullkomnara samstarf Guðný Hrönn skrifar 15. júní 2017 08:00 Jakob Frímann og Printz Board munu halda uppi stuðinu ásamt fleirum á Secret Solstice í kvöld. VÍSIR/ANTON BRINK Upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Printz Board, sem unnið hefur með The Black Eyed Peas, John Legend, Fergie og fleirum, verður Stuðmönnum til halds og trausts í atriði þeirra á Secret Solstice-hátíðinni í dag. Þar verður áhorfendum gefin innsýn í nýjan tónlistarheim sem Printz og Stuðmenn hafa unnið með undanfarið undir yfirskriftinni Polar Beat. „Polar Beat er ný íslensk tónlistarstefna sem kynnt verður til leiks í fyrsta sinn annað kvöld,“ segir Jakob Frímann Magnússon, einn meðlimur Stuðmanna. Polar Beat byggir á aðferð sem bændur notuðu til að halda á sér hita forðum daga að sögn Jakobs. „Þetta hefst nú sennilega með því að bændur á miðöldum og sennilega fyrr, allt frá landnámi, byrjuðu að berja sér til hita með tilheyrandi hljóðum og þeir taktföstustu börðu þannig að úr varð tónlist.“ Hann segir mannslíkamann gegna lykilhlutverki í Polar Beat-stefnunni en í henni er líkaminn notaður sem slagverkshljóðfæri.„Mannslíkaminn getur framkallað eiginlega allt litróf hljóðanna og það er grunnurinn í þessari stefnu. Að nota dýrðlegasta og fullkomnasta hljóðfæri sem skapað hefur verið á þessari jörðu sem þýðingarmikinn tóngjafa.“ Á tónleikunum verða svo taktkjaftar eða „beatboxarar“ sveitinni til halds og trausts, ásamt öðrum. „Þeir munu beita sinni tungulipurð og tanngörðum við hljóðmyndun af ýmsum toga.“ Eins og áður sagði verður Printz Board á svæðinu en Jakob segir samstarfið á milli Printz og Stuðmanna hafa gengið eins og í sögu. „Hann hefur verið með okkur í að þróa þetta og taka þetta fastari tökum. Við hefðum að líkindum aldrei getað rambað á fullkomnara samstarf fyrir þetta teymi. Það er bara eins og hjörtun hafi slegið sem eitt, sitthvorum megin á hnattkúlunni,” útskýrir Jakob sem segir Printz vera mikinn meistara þegar kemur að taktsköpun. Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.10 á morgun á Valhallarsviðinu. „Þetta er ákveðið áhættuatriði, því sumt af því sem þarna verður flutt er skrifað, útfært og flutt en annað verður samið á staðnum.“ Secret Solstice Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Printz Board, sem unnið hefur með The Black Eyed Peas, John Legend, Fergie og fleirum, verður Stuðmönnum til halds og trausts í atriði þeirra á Secret Solstice-hátíðinni í dag. Þar verður áhorfendum gefin innsýn í nýjan tónlistarheim sem Printz og Stuðmenn hafa unnið með undanfarið undir yfirskriftinni Polar Beat. „Polar Beat er ný íslensk tónlistarstefna sem kynnt verður til leiks í fyrsta sinn annað kvöld,“ segir Jakob Frímann Magnússon, einn meðlimur Stuðmanna. Polar Beat byggir á aðferð sem bændur notuðu til að halda á sér hita forðum daga að sögn Jakobs. „Þetta hefst nú sennilega með því að bændur á miðöldum og sennilega fyrr, allt frá landnámi, byrjuðu að berja sér til hita með tilheyrandi hljóðum og þeir taktföstustu börðu þannig að úr varð tónlist.“ Hann segir mannslíkamann gegna lykilhlutverki í Polar Beat-stefnunni en í henni er líkaminn notaður sem slagverkshljóðfæri.„Mannslíkaminn getur framkallað eiginlega allt litróf hljóðanna og það er grunnurinn í þessari stefnu. Að nota dýrðlegasta og fullkomnasta hljóðfæri sem skapað hefur verið á þessari jörðu sem þýðingarmikinn tóngjafa.“ Á tónleikunum verða svo taktkjaftar eða „beatboxarar“ sveitinni til halds og trausts, ásamt öðrum. „Þeir munu beita sinni tungulipurð og tanngörðum við hljóðmyndun af ýmsum toga.“ Eins og áður sagði verður Printz Board á svæðinu en Jakob segir samstarfið á milli Printz og Stuðmanna hafa gengið eins og í sögu. „Hann hefur verið með okkur í að þróa þetta og taka þetta fastari tökum. Við hefðum að líkindum aldrei getað rambað á fullkomnara samstarf fyrir þetta teymi. Það er bara eins og hjörtun hafi slegið sem eitt, sitthvorum megin á hnattkúlunni,” útskýrir Jakob sem segir Printz vera mikinn meistara þegar kemur að taktsköpun. Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.10 á morgun á Valhallarsviðinu. „Þetta er ákveðið áhættuatriði, því sumt af því sem þarna verður flutt er skrifað, útfært og flutt en annað verður samið á staðnum.“
Secret Solstice Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira