Stressið kom upp um Þjóðverja sem fékk þrjú ár fyrir kókaínsmygl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2017 14:45 Afhending töskunnar átti að fara fram fyrir utan Hótel Borg. Sylvio Richter, tæplega fertugur Þjóðverji, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann reyndi sunnudaginn 22. janúar að smygla tveimur kílóum af kókaíni, að styrkleika 87%, til landsins. Richter var tekinn í skyndiskoðun hjá tollvörðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem vakti mikla athygli hve stressaður hann var. Þegar hann var beðinn um að framvísa skilríkjum átti hann erfitt með að ná þeim úr veskinu, svo mikið var stressið. Gaf það tilefni til frekari skoðunar, að sögn aðalvarðstjóra í greiningardeild tollgæslu, þar sem í ljós kom fyrrnefnd tvö kíló af kókaíni voru falin í fölskum botni ferðatösku hans.Þriðja heimsóknin á nokkrum mánuðum Maðurinn sagðist hafa verið atvinnulaus verktaki í leit að verkefni á Íslandi. Sagðist hann hafa komið áður til landsins en mundi ekki nákvæmlega hvenær. Hann sagðist standa í skuld við Tyrkja nokkurn og hefði þurft að flytja töskuna til Íslands til að standa í skilum fyrir vin sinn. Hann neitaði að hafa vitað af fíkniefnunum í töskunni. Afhending töskunnar átti að fara fram fyrir utan Hótel Borg, að sögn mannsins, en þar ætti hann von á símtali á ákveðnum tíma. Símanum var aldrei hringt en lögregla fylgdist með fyrirhugaðri afhendingu úr felum. Hvorki var hringt í Richter né nálgaðist nokkur maður hann. Við nánari eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að Richter kom tvívegis áður til Íslands árið 2016 í um viku ferðir. Greiddi hann á fjórða hundrað þúsund krónur fyrir gistingu og veitingar í ferðum sínum. Þótti því fátt benda til þess að hann væri atvinnulaus og með litla peninga á milli handanna. Þá þótti renna stoðum undir það að Richter vissi af fíkniefnunum að leifar af kókaíni fannst á fartölvu hans. „Ýmislegt bendir til þess að ákærði hafi verið annað og meira en svokallað burðardýr,“ segir í dómnum.Ekkert samræmi í frásögninni „Ákærði bókaði sjálfur flugferð sína og ferðaðist á fyrsta farrými. Þá bókaði hann sjálfur gistingu sem var mjög dýr. Ákærði kveðst hafa verið atvinnulaus áður en hann kom til landsins og árstekjur hans hafi verið um 30.000 evrur. Ferðir hans hingað til lands og ferðakostnaður er í engu samræmi við þá frásögn ákærða. Við rannsókn á síma ákærða kom í ljós að hann hafði verið í sambandi við þrjá erlenda aðila daginn fyrir og daginn sem hann kom hingað til lands en ekki hefur tekist að upplýsa hvort og hvaða tengsl þessir aðilar hafa við málið.“ Var refsing hans ákveðin þrjú ár í ljósi þess hve magn kókaíns var mikið og um afar sterkt efni að ræða. Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Sylvio Richter, tæplega fertugur Þjóðverji, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann reyndi sunnudaginn 22. janúar að smygla tveimur kílóum af kókaíni, að styrkleika 87%, til landsins. Richter var tekinn í skyndiskoðun hjá tollvörðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem vakti mikla athygli hve stressaður hann var. Þegar hann var beðinn um að framvísa skilríkjum átti hann erfitt með að ná þeim úr veskinu, svo mikið var stressið. Gaf það tilefni til frekari skoðunar, að sögn aðalvarðstjóra í greiningardeild tollgæslu, þar sem í ljós kom fyrrnefnd tvö kíló af kókaíni voru falin í fölskum botni ferðatösku hans.Þriðja heimsóknin á nokkrum mánuðum Maðurinn sagðist hafa verið atvinnulaus verktaki í leit að verkefni á Íslandi. Sagðist hann hafa komið áður til landsins en mundi ekki nákvæmlega hvenær. Hann sagðist standa í skuld við Tyrkja nokkurn og hefði þurft að flytja töskuna til Íslands til að standa í skilum fyrir vin sinn. Hann neitaði að hafa vitað af fíkniefnunum í töskunni. Afhending töskunnar átti að fara fram fyrir utan Hótel Borg, að sögn mannsins, en þar ætti hann von á símtali á ákveðnum tíma. Símanum var aldrei hringt en lögregla fylgdist með fyrirhugaðri afhendingu úr felum. Hvorki var hringt í Richter né nálgaðist nokkur maður hann. Við nánari eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að Richter kom tvívegis áður til Íslands árið 2016 í um viku ferðir. Greiddi hann á fjórða hundrað þúsund krónur fyrir gistingu og veitingar í ferðum sínum. Þótti því fátt benda til þess að hann væri atvinnulaus og með litla peninga á milli handanna. Þá þótti renna stoðum undir það að Richter vissi af fíkniefnunum að leifar af kókaíni fannst á fartölvu hans. „Ýmislegt bendir til þess að ákærði hafi verið annað og meira en svokallað burðardýr,“ segir í dómnum.Ekkert samræmi í frásögninni „Ákærði bókaði sjálfur flugferð sína og ferðaðist á fyrsta farrými. Þá bókaði hann sjálfur gistingu sem var mjög dýr. Ákærði kveðst hafa verið atvinnulaus áður en hann kom til landsins og árstekjur hans hafi verið um 30.000 evrur. Ferðir hans hingað til lands og ferðakostnaður er í engu samræmi við þá frásögn ákærða. Við rannsókn á síma ákærða kom í ljós að hann hafði verið í sambandi við þrjá erlenda aðila daginn fyrir og daginn sem hann kom hingað til lands en ekki hefur tekist að upplýsa hvort og hvaða tengsl þessir aðilar hafa við málið.“ Var refsing hans ákveðin þrjú ár í ljósi þess hve magn kókaíns var mikið og um afar sterkt efni að ræða. Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira