Ráðherra eflir vöktun á ástandi Mývatns Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2017 17:47 Mývatn hefur verið á válista Umhverfisstofnunar lengi. vísir/vilhelm Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur falið Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn (RAMÝ) og Umhverfisstofnun að efla vöktun á innstreymi næringarefna í Mývatn og fleiri þáttum nú í sumar. Slíkt sé nauðsynlegur þáttur í tengslum við aðgerðir til að draga úr áhrifum mannsins á lífríki vatnsins, svo sem í fráveitumálum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Líkt og miðlar 365 hafa mikið fjallað um síðasta ári eru frárennslismál Skútustaðahrepps ekki í samræmi við lög og reglur, og er talið að mengun frá byggð eigi sinn þátt í ýmsum vandamálum sem steðja að lífríki Mývatns. Í tilkynningunni frá ráðuneytinu segir að lífríki Mývatns hafi verið vaktað um áratugaskeið, einkum af RAMÝ. „Að mati RAMÝ og annarra er æskilegt að efla vöktun á sumum þáttum, sérstaklega innstreymi næringarefna í vatnið og blábakteríu- og þörungablómum, sem eru mjög umfangsmiklir sum ár en minni önnur. Ráðuneytið lét gera samantekt á stöðu mála varðandi uppsprettur og innstreymi næringarefna í Mývatn, sem kom út í ársbyrjun 2016, en þar og í skýrslu starfshóps um málefni Mývatns síðar á árinu komu fram tillögur um að efla vöktun á þessum þáttum. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur óskað eftir áætlunum um umbætur í fráveitumálum frá sveitarstjórn Skútustaðahrepps og rekstaraðilum við Mývatn fyrir 17. júní nk. Sveitarstjórnin hefur óskað eftir aðstoð frá ríkisvaldinu við þetta verkefni og sent erindi þess efnis. Ríkisstjórnin samþykkti 5. maí heimild til að ræða við sveitarfélagið um mögulega aðkomu ríkisins að fráveituframkvæmdum. Efling vöktunar er nauðsynlegur þáttur í þeirri umræðu. Með henni er vonast til að fáist betri mynd af innstreymi næringarefna í Mývatn og hlut einstakra uppsprettna, sem geti gagnast varðandi áherslur og forgangsröðun aðgerða. Einnig getur betri vöktun gagnast í framtíðinni við að meta árangur aðgerða. Stefnt er að því að efld vöktun á næringarefnum og blábakteríu- og þörungasvifi hefjist strax nú í sumar, en að heildstæð vöktunaráætlun á Mývatni, þar sem tillit er tekið til fleiri þátta og núverandi vöktun er felld inn, liggi fyrir í haust,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Ríkið ræðir við Mývetninga um fráveitumál Mývatn hefur verið á válista Umhverfisstofnunar lengi – hreyfing virðist komin á málið. 29. apríl 2017 07:00 Enginn þriggja ráðherra tók af skarið við Mývatn „Mikill tími og orka hefur farið í ýmsa fundi með ráðamönnum þjóðarinnar til að fá ríkið að borðinu í fráveitumálum en án sýnilegs árangurs,“ skrifar Þorsteinn Gunnarsson. 27. mars 2017 07:00 Fá fund vegna fráveitumála: „Ánægjulegt að ráðherra er ekki alveg búinn að gleyma okkur“ Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, mun funda með sveitarstjórnarmönnum í Skútustaðahreppi vegna stöðu fráveitumála og aðkomu ríkisins að úrbótum í þeim efnum. 27. apríl 2017 15:07 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur falið Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn (RAMÝ) og Umhverfisstofnun að efla vöktun á innstreymi næringarefna í Mývatn og fleiri þáttum nú í sumar. Slíkt sé nauðsynlegur þáttur í tengslum við aðgerðir til að draga úr áhrifum mannsins á lífríki vatnsins, svo sem í fráveitumálum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Líkt og miðlar 365 hafa mikið fjallað um síðasta ári eru frárennslismál Skútustaðahrepps ekki í samræmi við lög og reglur, og er talið að mengun frá byggð eigi sinn þátt í ýmsum vandamálum sem steðja að lífríki Mývatns. Í tilkynningunni frá ráðuneytinu segir að lífríki Mývatns hafi verið vaktað um áratugaskeið, einkum af RAMÝ. „Að mati RAMÝ og annarra er æskilegt að efla vöktun á sumum þáttum, sérstaklega innstreymi næringarefna í vatnið og blábakteríu- og þörungablómum, sem eru mjög umfangsmiklir sum ár en minni önnur. Ráðuneytið lét gera samantekt á stöðu mála varðandi uppsprettur og innstreymi næringarefna í Mývatn, sem kom út í ársbyrjun 2016, en þar og í skýrslu starfshóps um málefni Mývatns síðar á árinu komu fram tillögur um að efla vöktun á þessum þáttum. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur óskað eftir áætlunum um umbætur í fráveitumálum frá sveitarstjórn Skútustaðahrepps og rekstaraðilum við Mývatn fyrir 17. júní nk. Sveitarstjórnin hefur óskað eftir aðstoð frá ríkisvaldinu við þetta verkefni og sent erindi þess efnis. Ríkisstjórnin samþykkti 5. maí heimild til að ræða við sveitarfélagið um mögulega aðkomu ríkisins að fráveituframkvæmdum. Efling vöktunar er nauðsynlegur þáttur í þeirri umræðu. Með henni er vonast til að fáist betri mynd af innstreymi næringarefna í Mývatn og hlut einstakra uppsprettna, sem geti gagnast varðandi áherslur og forgangsröðun aðgerða. Einnig getur betri vöktun gagnast í framtíðinni við að meta árangur aðgerða. Stefnt er að því að efld vöktun á næringarefnum og blábakteríu- og þörungasvifi hefjist strax nú í sumar, en að heildstæð vöktunaráætlun á Mývatni, þar sem tillit er tekið til fleiri þátta og núverandi vöktun er felld inn, liggi fyrir í haust,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Ríkið ræðir við Mývetninga um fráveitumál Mývatn hefur verið á válista Umhverfisstofnunar lengi – hreyfing virðist komin á málið. 29. apríl 2017 07:00 Enginn þriggja ráðherra tók af skarið við Mývatn „Mikill tími og orka hefur farið í ýmsa fundi með ráðamönnum þjóðarinnar til að fá ríkið að borðinu í fráveitumálum en án sýnilegs árangurs,“ skrifar Þorsteinn Gunnarsson. 27. mars 2017 07:00 Fá fund vegna fráveitumála: „Ánægjulegt að ráðherra er ekki alveg búinn að gleyma okkur“ Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, mun funda með sveitarstjórnarmönnum í Skútustaðahreppi vegna stöðu fráveitumála og aðkomu ríkisins að úrbótum í þeim efnum. 27. apríl 2017 15:07 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Ríkið ræðir við Mývetninga um fráveitumál Mývatn hefur verið á válista Umhverfisstofnunar lengi – hreyfing virðist komin á málið. 29. apríl 2017 07:00
Enginn þriggja ráðherra tók af skarið við Mývatn „Mikill tími og orka hefur farið í ýmsa fundi með ráðamönnum þjóðarinnar til að fá ríkið að borðinu í fráveitumálum en án sýnilegs árangurs,“ skrifar Þorsteinn Gunnarsson. 27. mars 2017 07:00
Fá fund vegna fráveitumála: „Ánægjulegt að ráðherra er ekki alveg búinn að gleyma okkur“ Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, mun funda með sveitarstjórnarmönnum í Skútustaðahreppi vegna stöðu fráveitumála og aðkomu ríkisins að úrbótum í þeim efnum. 27. apríl 2017 15:07