Sport

Ekkert verður af bardaga Bisping og GSP

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bisping og GSP munu ekki berjast eftir allt saman.
Bisping og GSP munu ekki berjast eftir allt saman. vísir/Getty
Dana White, forseti UFC, nennir ekki að bíða lengur eftir Georges St-Pierre og hefur því aflýst bardaga hans gegn millivigtarmeistaranum Michael Bisping.

Það var ein af fréttum ársins í MMA-heiminum þegar St-Pierre, eða GSP, ákvað að snúa aftur. Ekki voru reyndar allir sáttir við að hann ætti að fá strax titilbardaga.

Blaðamannafundur var haldinn til þess að auglýsa bardagann en aldrei kom nein tímasetning á hann. GSP virðist eiga í vandræðum með að finna tíma og White nennir ekki að bíða.

Bisping mun verja beltið sitt í sumar gegn Yoel Romero þar sem GSP er augljóslega ekki til í að berjast í sumar.

„Ég bjó til þennan bardaga og hann átti að fara fram í júlí. Við bíðum ekki lengur eftir GSP og Bisping mun verja beltið sitt í sumar,“ sagði White og staðfesti í leiðinni að Romero fengi sitt tækifæri núna gegn Bisping.

GSP sagði í vikunni að hann væri til í að berjast eftir október. Það er of seint fyrir UFC.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×