Nýjar og harðar niðurskurðarreglur í Kaliforníu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. maí 2017 13:30 Daniel Cormier og Jon Jones verða í aðalbardaganum á UFC 214. vísir/getty Það hefur lengi verið kallað eftir harðari reglum í tengslum við niðurskurð MMA-bardagakappa en þeir hafa á stundum lagt líf sitt í hættu í niðurskurði fyrir bardaga. Nú hefur íþróttasamband Kaliforníu ákveðið að ríða á vaðið með nýjar og harðari niðurskurðarreglur fyrir UFC 214 sem fer fram í Anaheim í Kaliforníu. Bardagakvöldið fer fram þann 29. júlí. Dana White, forseti UFC, styður þessar nýju reglur en er ekki sammála því að það þurfi að fjölga þyngdarflokkum í íþróttinni. Það er líklega umræða fyrir seinni tíma. Helstu stóru breytingarnar sem verða í Kaliforníu eru þær að læknir verður að samþykkja að bardagakappi sé hæfur til þess að taka þátt í ákveðnum þyngdarflokki. Bardagakappar munu fá hærri sektir ef þeir ná ekki þyngd og þeir sem þyngjast um meira en 10 prósent af þyngd sinni á milli vigtunar og bardaga gætu verið neyddir til þess að hækka sig upp um þyngdarflokk í framhaldinu. Allar þessar aðgerðir hafa það að leiðarljósi að bardagakapparnir séu að taka þátt í þeim þyngdarflokki sem er nálægt þeirra þyngd dags daglega. Margir hafa lent inn á spítala við að reyna að léttast of mikið og í raun hefur ekki verið spurning um hvor heldur hvenær einhver myndi látast í þessum lífshættulega niðurskurði. Enginn hefur dáið enn sem komið er en menn hafa skaðað líffæri og annað í erfiðum niðurskurði. Verður áhugavert hvort fleiri fylki fylgi í fótspor Kaliforníu og tekið verði af festu á þessum vanda í MMA-heiminum. MMA Tengdar fréttir Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00 Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30 Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00 Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Það hefur lengi verið kallað eftir harðari reglum í tengslum við niðurskurð MMA-bardagakappa en þeir hafa á stundum lagt líf sitt í hættu í niðurskurði fyrir bardaga. Nú hefur íþróttasamband Kaliforníu ákveðið að ríða á vaðið með nýjar og harðari niðurskurðarreglur fyrir UFC 214 sem fer fram í Anaheim í Kaliforníu. Bardagakvöldið fer fram þann 29. júlí. Dana White, forseti UFC, styður þessar nýju reglur en er ekki sammála því að það þurfi að fjölga þyngdarflokkum í íþróttinni. Það er líklega umræða fyrir seinni tíma. Helstu stóru breytingarnar sem verða í Kaliforníu eru þær að læknir verður að samþykkja að bardagakappi sé hæfur til þess að taka þátt í ákveðnum þyngdarflokki. Bardagakappar munu fá hærri sektir ef þeir ná ekki þyngd og þeir sem þyngjast um meira en 10 prósent af þyngd sinni á milli vigtunar og bardaga gætu verið neyddir til þess að hækka sig upp um þyngdarflokk í framhaldinu. Allar þessar aðgerðir hafa það að leiðarljósi að bardagakapparnir séu að taka þátt í þeim þyngdarflokki sem er nálægt þeirra þyngd dags daglega. Margir hafa lent inn á spítala við að reyna að léttast of mikið og í raun hefur ekki verið spurning um hvor heldur hvenær einhver myndi látast í þessum lífshættulega niðurskurði. Enginn hefur dáið enn sem komið er en menn hafa skaðað líffæri og annað í erfiðum niðurskurði. Verður áhugavert hvort fleiri fylki fylgi í fótspor Kaliforníu og tekið verði af festu á þessum vanda í MMA-heiminum.
MMA Tengdar fréttir Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00 Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30 Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00 Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00
Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30
Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00
Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00