Bæjarstjórinn lánaði barstóla í brúðkaupið Íslandsbanki kynnir 8. maí 2017 14:00 Atli Viðar og Kristjana Björk. Hjónin Atli Viðar Þorsteinsson og Kristjana Björk voru bæði að leigja í miðbænum þegar þau kynntust, í dag búa þau í kubbahúsi í Hveragerði og una hag sínum vel og segja það ekkert mál að keyra næstum daglega til Reykjavíkur, enda Hveragerði meira eins og hverfi í Reykjavík en bær út á landi. „Þegar við kynntumst þá bjuggum við í sitt hvorri íbúðinni, vorum að leigja bæði í miðbænum,“ segir Kristjana Björk. „Svo fer ég í skiptinám til Finnlands og við flytjum þangað saman.“ Þegar þau komu heim aftur fóru þau að leigja saman í Hlíðunum. „Við leigðum þar í 2-3 ár. Vorum að leigja á hagstæðu verði af vinum okkar svo setja þau húsið á sölu og þá vorum við að fara að verða heimilislaus,“ segir Atli Viðar. „Þá bauðst okkur að kaupa kubbahús í Hveragerði.“ „Þið eigið að búa í miðbænum“ Margir voru steinhissa á ákvörðun þeirra að flytja úr Reykjavík og segir Atli Viðar að það hafi ekki verið planið að flytja til Hveragerðis. „Þið eruð ekki svona týpur til að búa í Hveragerði, þið eigið að búa í miðbænum,“ segir Kristjana Björk. Þau fluttu til Hveragerðis í október á síðasta ári. „Þegar lægðirnar eru að byrja að koma yfir, heiðin eins ömurleg og hún getum verið, allt í snjó, það var samt æðislegt og bara eftir að verða betra og betra,“ segir Atli Viðar. „Við förum til Reykjavíkur fimm daga í viku, við vinnum bæði á kvöldin, hún vinnur á bar og ég er plötusnúður,“ segir Atli Viðar. „Bæirnir í kringum Reykjavík eru orðnir eins og hverfi í kringum Reykjavík, þetta er ekki ferð út á land. Samgöngur eru betri í dag, þetta er ekki eins mikið vesen og maður heldur.“ Þau segja Hveragerði vera bæ sem er að byggjast upp og hafa alla kostina sem fylgja því að búa þar. „Við vorum heppin að sá sem átti húsið á undan okkur var búinn að taka húsið svona 80% í gegn, en það eru enn þá hlutir sem á eftir að klára,“ segir Atli Viðar. „Við ætlum að safna pening hægt og rólega, vinna í þessu,“ segir Kristjana Björk. „svo með tímanum kemur þetta.“ „Við erum með alla kostina sem fylgja því að búa í smábæ, við héldum brúðkaupið okkar hér og bæjarstjórinn lánaði okkur barstóla, ég reyndar vissi ekki að hann var bæjarstjóri,“ segir Atli Viðar. „Sýslumaðurinn á Selfossi kom svo og kvittaði undir í hvelli og vígslan framkvæmd á hæðinni hérna fyrir ofan.“ Þetta var saga Atla og Kristjönu, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan. Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign. Það er hægt Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Hjónin Atli Viðar Þorsteinsson og Kristjana Björk voru bæði að leigja í miðbænum þegar þau kynntust, í dag búa þau í kubbahúsi í Hveragerði og una hag sínum vel og segja það ekkert mál að keyra næstum daglega til Reykjavíkur, enda Hveragerði meira eins og hverfi í Reykjavík en bær út á landi. „Þegar við kynntumst þá bjuggum við í sitt hvorri íbúðinni, vorum að leigja bæði í miðbænum,“ segir Kristjana Björk. „Svo fer ég í skiptinám til Finnlands og við flytjum þangað saman.“ Þegar þau komu heim aftur fóru þau að leigja saman í Hlíðunum. „Við leigðum þar í 2-3 ár. Vorum að leigja á hagstæðu verði af vinum okkar svo setja þau húsið á sölu og þá vorum við að fara að verða heimilislaus,“ segir Atli Viðar. „Þá bauðst okkur að kaupa kubbahús í Hveragerði.“ „Þið eigið að búa í miðbænum“ Margir voru steinhissa á ákvörðun þeirra að flytja úr Reykjavík og segir Atli Viðar að það hafi ekki verið planið að flytja til Hveragerðis. „Þið eruð ekki svona týpur til að búa í Hveragerði, þið eigið að búa í miðbænum,“ segir Kristjana Björk. Þau fluttu til Hveragerðis í október á síðasta ári. „Þegar lægðirnar eru að byrja að koma yfir, heiðin eins ömurleg og hún getum verið, allt í snjó, það var samt æðislegt og bara eftir að verða betra og betra,“ segir Atli Viðar. „Við förum til Reykjavíkur fimm daga í viku, við vinnum bæði á kvöldin, hún vinnur á bar og ég er plötusnúður,“ segir Atli Viðar. „Bæirnir í kringum Reykjavík eru orðnir eins og hverfi í kringum Reykjavík, þetta er ekki ferð út á land. Samgöngur eru betri í dag, þetta er ekki eins mikið vesen og maður heldur.“ Þau segja Hveragerði vera bæ sem er að byggjast upp og hafa alla kostina sem fylgja því að búa þar. „Við vorum heppin að sá sem átti húsið á undan okkur var búinn að taka húsið svona 80% í gegn, en það eru enn þá hlutir sem á eftir að klára,“ segir Atli Viðar. „Við ætlum að safna pening hægt og rólega, vinna í þessu,“ segir Kristjana Björk. „svo með tímanum kemur þetta.“ „Við erum með alla kostina sem fylgja því að búa í smábæ, við héldum brúðkaupið okkar hér og bæjarstjórinn lánaði okkur barstóla, ég reyndar vissi ekki að hann var bæjarstjóri,“ segir Atli Viðar. „Sýslumaðurinn á Selfossi kom svo og kvittaði undir í hvelli og vígslan framkvæmd á hæðinni hérna fyrir ofan.“ Þetta var saga Atla og Kristjönu, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan. Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign.
Það er hægt Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira