Serena greindi óvart frá óléttunni: „Ólétt eða ekki átti ég að vinna mótið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 10:30 Serena Williams vann opna ástralska meistaramótið ólétt. vísir/getty/snapchat Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur opinberað að hún greindi óvart frá því að hún væri ólétt. Það stóð ekki til. Serena setti mynd af sér með huggulega barnabumbu á samfélagsmiðilinn Snapchat og skrifaði undir: „20 vikur.“ Myndin átti aldrei að fara á alla aðdáendur hennar.Sjá einnig:Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum „Ég var bara að taka myndir vikulega fyrir sjálfa mig að eiga en að þessu sinni gerði ég smá mistök,“ segir Serena. BBC greinir frá.Þessi mynd fór óvart á Snapchat.mynd/snapchatSerena komst að því að hún væri ólétt aðeins tveimur dögum fyrir opna ástralska meistaramótið í janúar. Með barni fór hún alla leið og vann systur sína, Venus Williams, í úrslitaleiknum og fagnaði sínum 23. risatitli sem er met. „Það var ekki auðvelt. Maður heyrir sögur um konur sem eru óléttar og hvernig þeim líður illa, þær verða þreyttar og stressaðar. Ég varð bara að setja allar þessar tilfinningar í bréfpoka og henda honum,“ segir Serena. „Hvort sem ég var ólétt eða ekki þá vissi enginn af því og ég átti að vinna mótið. Það búast allir við því að ég vinni þegar ég spila. Það eru eiginlega stærri fréttir ef ég tapa.“ Serena hefur ákveðið að taka sér frí út árið en hún er ákveðin í því að snúa aftur á næsta ári og halda áfram að safna titlum. „Það er klárt að ég kem aftur. Ég er ekki hætt. Ef systir mín getur enn þá spilað þá get ég það. Að vera móðir verður bara nýr hluti af mínu lífi. Barnið mitt verður vonandi í stúkunni að hvetja mig áfram,“ segir Serena Williams. Tennis Tengdar fréttir Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Sjá meira
Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur opinberað að hún greindi óvart frá því að hún væri ólétt. Það stóð ekki til. Serena setti mynd af sér með huggulega barnabumbu á samfélagsmiðilinn Snapchat og skrifaði undir: „20 vikur.“ Myndin átti aldrei að fara á alla aðdáendur hennar.Sjá einnig:Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum „Ég var bara að taka myndir vikulega fyrir sjálfa mig að eiga en að þessu sinni gerði ég smá mistök,“ segir Serena. BBC greinir frá.Þessi mynd fór óvart á Snapchat.mynd/snapchatSerena komst að því að hún væri ólétt aðeins tveimur dögum fyrir opna ástralska meistaramótið í janúar. Með barni fór hún alla leið og vann systur sína, Venus Williams, í úrslitaleiknum og fagnaði sínum 23. risatitli sem er met. „Það var ekki auðvelt. Maður heyrir sögur um konur sem eru óléttar og hvernig þeim líður illa, þær verða þreyttar og stressaðar. Ég varð bara að setja allar þessar tilfinningar í bréfpoka og henda honum,“ segir Serena. „Hvort sem ég var ólétt eða ekki þá vissi enginn af því og ég átti að vinna mótið. Það búast allir við því að ég vinni þegar ég spila. Það eru eiginlega stærri fréttir ef ég tapa.“ Serena hefur ákveðið að taka sér frí út árið en hún er ákveðin í því að snúa aftur á næsta ári og halda áfram að safna titlum. „Það er klárt að ég kem aftur. Ég er ekki hætt. Ef systir mín getur enn þá spilað þá get ég það. Að vera móðir verður bara nýr hluti af mínu lífi. Barnið mitt verður vonandi í stúkunni að hvetja mig áfram,“ segir Serena Williams.
Tennis Tengdar fréttir Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Sjá meira
Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00