Erlent

Telja líklegt að árásin í Rússlandi hafi verið sjálfsmorðsárás

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fórnarlömbum árásarinnar er minnst víðast hvar í Pétursborg þessa dagana.
Fórnarlömbum árásarinnar er minnst víðast hvar í Pétursborg þessa dagana. Vísir/EPA
Rússnesk lögregluyfirvöld telja líklegt að sprengjuárásin sem gerð var í neðanjarðarlestarstöð í Pétursborg í Rússlandi í gær hafi verið sjálfsmorðsprengjuárás. BBC greinir frá.

Ellefu manns létu lífið í árásinni og fjörutíu og fimm særðust en lögreglan hefur í samstarfi við lögregluyfirvöld í Kyrgistan nafngreint manninn sem talið er að beri ábyrgð á árásinni.

Sá hét Akbarzhon Jalilov og var fæddur árið 1995 í borginni Osh í Kyrgistan en samkvæmt upplýsingum lögreglu skildi hann einnig eftir sprengju á öðrum stað í borginni, sem ekki sprakk.

Að svö stöddu hafa engin hryðjuverkasamtök sagst bera ábyrgð á árásinni og því enn sem komið er ekki ljóst hvort að árásarmaðurinn hafi staðið einn að árásinni.


Tengdar fréttir

Lestarstjórinn í Rússlandi sagður drýgja hetjudáð

Að minnsta kosti ellefu fórust og á fimmta tug særðust þegar sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í gær. Yfirvöld í Rússlandi segja um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stöðva þurfti allar lestarsamgöngur í borginni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×