Samtökin '78 hafna samstarfi við Kára Snærós Sindradóttir skrifar 21. mars 2017 05:00 Formaður Samtakanna 78 óttast að erfðafræðirannsóknir á hinsegin fólki muni jafnvel leiða til hreinsana á samkynhneigðum fóstrum og hinseginbælingu barna. vísir/vilhelm „Það eru enn 74 þjóðríki í heiminum þar sem samkynhneigð varðar við lög, og sums staðar við dauðarefsingu. Það að hægt væri að flokka fólk genetískt eftir kynhneigð myndi skapa þekkingu sem er í raun valdatæki sem hægt væri að beita gegn hinsegin fólki. Það eru yfirvöld víða um heim sem myndu ekki hika við að beita erfðahreinsunum til að útrýma óæskilegu fólki úr samfélaginu,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78. Á aðalfundi samtakanna á laugardag var beiðni Íslenskrar erfðagreiningar um samvinnu við erfðafræðirannsókn á kynhneigð hafnað einróma.María Helga Guðmundsdóttir.vísir/anton brinkMaría segir að niðurstaða fundarins hafi verið að slík rannsókn stríði gegn markmiðum samtakanna, sem séu að standa vörð um hagsmuni og berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Yfirgnæfandi líkur séu á að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu notaðar gegn hinsegin fólki, þó það eigi ekki við um Ísland. „Ef maður hefur sæmilega góða samvisku er erfitt að gera sér í hugarlund að einhver myndi taka þá vitneskju að manneskja sé hinsegin frá náttúrunnar hendi og nota til að útrýma þeim úr mannkyninu. En þetta er gert við ekki flóknari erfðafræðilegan breytileika en karlkyn og kvenkyn. Það eru svæði í heiminum þar sem 15% færri stúlkubörn fæðast en eðlilegt er miðað við tíðni XX og XY litninga.“ Þá segir hún að víða þekkist það sem á íslensku útleggst sem hinseginbæling barna, en er í daglegu tali kallað afhommun. „Ég hef ekki áhyggjur af því að á Íslandi yrði skorin upp herör gegn samkynhneigð og hér yrði stunduð afhommun og aflessun. Við erum komin lengra en það. En það er réttindabaráttan sem kom okkur þangað, ekki þekking á erfðafræðinni. Við það að við getum vitað kyn barna fyrir fæðingu hefur ekki unnist einn einasti áfangasigur í réttindabaráttu kvenna.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að afstaða samtakanna þýði að ekkert verði af rannsókninni. „Þar sem þetta eru samtök sem hlúa að fólki sem hefur átt undir högg að sækja í íslensku samfélagi, þá finnst mér alveg sjálfsagt að virða það. Við ráðumst í ekkert af þessari gerð gegn vilja samtakanna.“ Hann segir að rannsóknin hefði þó ekki verið neitt ólík þeim rannsóknum sem alla jafna eru gerðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. „En hún lýtur að tiltölulega viðkvæmu máli sem er „sexual orientation“. Ekki má þó gleyma því að allar tilfinningar eiga rætur sínar í heilanum. Heilinn, eins og öll önnur líffæri, er búinn til á grundvelli upplýsinga sem liggja í DNA. Öll hegðun lýtur þannig að mörgu leyti sömu lögmálum og blóðþrýstingur, hæð og líkamsþyngd. Ég veit að það er ekki mjög rómantísk sýn á lífið en svona er það bara.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
„Það eru enn 74 þjóðríki í heiminum þar sem samkynhneigð varðar við lög, og sums staðar við dauðarefsingu. Það að hægt væri að flokka fólk genetískt eftir kynhneigð myndi skapa þekkingu sem er í raun valdatæki sem hægt væri að beita gegn hinsegin fólki. Það eru yfirvöld víða um heim sem myndu ekki hika við að beita erfðahreinsunum til að útrýma óæskilegu fólki úr samfélaginu,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78. Á aðalfundi samtakanna á laugardag var beiðni Íslenskrar erfðagreiningar um samvinnu við erfðafræðirannsókn á kynhneigð hafnað einróma.María Helga Guðmundsdóttir.vísir/anton brinkMaría segir að niðurstaða fundarins hafi verið að slík rannsókn stríði gegn markmiðum samtakanna, sem séu að standa vörð um hagsmuni og berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Yfirgnæfandi líkur séu á að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu notaðar gegn hinsegin fólki, þó það eigi ekki við um Ísland. „Ef maður hefur sæmilega góða samvisku er erfitt að gera sér í hugarlund að einhver myndi taka þá vitneskju að manneskja sé hinsegin frá náttúrunnar hendi og nota til að útrýma þeim úr mannkyninu. En þetta er gert við ekki flóknari erfðafræðilegan breytileika en karlkyn og kvenkyn. Það eru svæði í heiminum þar sem 15% færri stúlkubörn fæðast en eðlilegt er miðað við tíðni XX og XY litninga.“ Þá segir hún að víða þekkist það sem á íslensku útleggst sem hinseginbæling barna, en er í daglegu tali kallað afhommun. „Ég hef ekki áhyggjur af því að á Íslandi yrði skorin upp herör gegn samkynhneigð og hér yrði stunduð afhommun og aflessun. Við erum komin lengra en það. En það er réttindabaráttan sem kom okkur þangað, ekki þekking á erfðafræðinni. Við það að við getum vitað kyn barna fyrir fæðingu hefur ekki unnist einn einasti áfangasigur í réttindabaráttu kvenna.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að afstaða samtakanna þýði að ekkert verði af rannsókninni. „Þar sem þetta eru samtök sem hlúa að fólki sem hefur átt undir högg að sækja í íslensku samfélagi, þá finnst mér alveg sjálfsagt að virða það. Við ráðumst í ekkert af þessari gerð gegn vilja samtakanna.“ Hann segir að rannsóknin hefði þó ekki verið neitt ólík þeim rannsóknum sem alla jafna eru gerðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. „En hún lýtur að tiltölulega viðkvæmu máli sem er „sexual orientation“. Ekki má þó gleyma því að allar tilfinningar eiga rætur sínar í heilanum. Heilinn, eins og öll önnur líffæri, er búinn til á grundvelli upplýsinga sem liggja í DNA. Öll hegðun lýtur þannig að mörgu leyti sömu lögmálum og blóðþrýstingur, hæð og líkamsþyngd. Ég veit að það er ekki mjög rómantísk sýn á lífið en svona er það bara.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira