Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2025 07:54 Keflavíkurflugvöllur. vísir/vilhelm Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í gær og voru viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu vegna bilunar í hreyfli flugvélar með ríflega 220 farþega innanborðs sem fékk heimild til lendingar í Keflavík. Slökkviliði barst tilkynning frá Neyðarlínunni á fimmta tímanum síðdegis í gær og voru sjúkra- og dælubílar frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu. Boðið var afturkallað þegar vélin lenti heilu og höldnu. „Það kemur tilkynning til okkar rétt fyrir klukkan hálf fimm frá Neyðarlínunni um að það sé hættustig rauður, það sé flugvél með 221 farþega í vandræðum með hreyfil. Við virkjuðum bara það sem við gerum í svona tilfellum og það fóru tveir sjúkrabílar í svokallað mót hjá okkur uppi á Keflavíkurflugvelli,“ segir Davíð Heimisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja í samtali við Vísi. Mót vísar til þess að bílarnir eru í viðbragðsstöðu á svo skilgreindu svæði. „Svo er virkjað ákveðið ferli hjá okkur en svo lenti vélin bara og allt fór vel.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða vél flugfélagsins Delta sem var á leið frá Dublin á Írlandi til JFK flugvallar í New York í Bandaríkjunum. „Hún var á flugi og það kemur upp einhver vélarbilun sem verður þess valdandi að flugstjóri óskar eftir að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem nálægasti flugvöllur,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gerist reglulega að vélar sem ekki eru á leið til eða frá Íslandi komi inn til lendingar í Keflavík ef upp koma tæknileg vandamál eða veikindi farþega og Keflavíkurflugvöllur er næsti flugvöllur þar sem hægt er að lenda. Litakóðinn fyrir rautt hættustig miðar að sögn Guðjóns ekki við hættuna sem slíka, heldur umfang með tilliti til fjölda farþega um borð í vél. Vélin hafi lent heilu og höldnu um klukkan fimm síðdegis í gær og þá hafi boðunin verið afturkölluð. Áætlanir geri ráð fyrir að það komi önnur vél í dag og sæki farþegana samkvæmt þeim upplýsingum sem Isavia barst frá flugfélaginu síðdegis í gær. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk einnig tilkynningu vegna málsins þegar klukkan var um korter yfir fjögur í gær og var með nokkra bíla í viðbragðsstöðu við Straumsvík ef á þyrfti að halda. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
„Það kemur tilkynning til okkar rétt fyrir klukkan hálf fimm frá Neyðarlínunni um að það sé hættustig rauður, það sé flugvél með 221 farþega í vandræðum með hreyfil. Við virkjuðum bara það sem við gerum í svona tilfellum og það fóru tveir sjúkrabílar í svokallað mót hjá okkur uppi á Keflavíkurflugvelli,“ segir Davíð Heimisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja í samtali við Vísi. Mót vísar til þess að bílarnir eru í viðbragðsstöðu á svo skilgreindu svæði. „Svo er virkjað ákveðið ferli hjá okkur en svo lenti vélin bara og allt fór vel.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða vél flugfélagsins Delta sem var á leið frá Dublin á Írlandi til JFK flugvallar í New York í Bandaríkjunum. „Hún var á flugi og það kemur upp einhver vélarbilun sem verður þess valdandi að flugstjóri óskar eftir að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem nálægasti flugvöllur,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gerist reglulega að vélar sem ekki eru á leið til eða frá Íslandi komi inn til lendingar í Keflavík ef upp koma tæknileg vandamál eða veikindi farþega og Keflavíkurflugvöllur er næsti flugvöllur þar sem hægt er að lenda. Litakóðinn fyrir rautt hættustig miðar að sögn Guðjóns ekki við hættuna sem slíka, heldur umfang með tilliti til fjölda farþega um borð í vél. Vélin hafi lent heilu og höldnu um klukkan fimm síðdegis í gær og þá hafi boðunin verið afturkölluð. Áætlanir geri ráð fyrir að það komi önnur vél í dag og sæki farþegana samkvæmt þeim upplýsingum sem Isavia barst frá flugfélaginu síðdegis í gær. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk einnig tilkynningu vegna málsins þegar klukkan var um korter yfir fjögur í gær og var með nokkra bíla í viðbragðsstöðu við Straumsvík ef á þyrfti að halda. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira