Sunna Rannveig þurfti að klifra yfir eldri konu til að komast á klósettið Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. mars 2017 10:30 Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið annað kvöld. vísir/allan suarez Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC annað kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. Bardagi þeirra verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst bardagakvöldið á miðnætti. Sunna lagði af stað til Kansas þar sem bardagakvöldið fer fram aðfaranótt sunnudags en var ekki komin þangað fyrr en síðdegis á mánudag. Þessi frábæra bardagakona lenti í ýmsu á leiðinni en komst þó á leiðarenda. „Síðustu vikuna fyrir bardaga þá er ég annarsvegar að drekka afar mikið af vatni með tilheyrandi klósettferðum og hinsvegar er ég á þaulskipulögðu og kolvetnissnauðu mataræði,“ segir Sunna Rannveig sem þarf að vera með matarskammtana klára og klósett nálægt sér á hverri stundu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirOft að pissa Eftir að fyrsta flug tafðist um sex klukkustundir komst Sunna af stað en þá hófst eitthvað sem gæti verið góð sena í gamanmynd. Íslenska bardagakonan lenti í miðjusæti á milli tveggja eldri kvenna en sú sem sat við ganginn sofnaði snemma í fluginu. Sunna þurfti samt að komast reglulega á klósettið. „Þar sem ég þurfti að komast á klósettið á kortersfresti þá var smá bras að klifra yfir hana og passa að hún vaknaði ekki. Þetta slapp nú til án teljandi vandræða en þaðan fór ferðin að súrna,“ segir Sunna Rannveig. Þegar Sunna og teymi hennar lenti í New York voru þau búin að missa af tengifluginu og þurftu að fara á annan flugvöll. Þegar allt var yfirstaðið var hún búin með matarskammtana og orðin verulega svöng. Enginn matsölustaður fannst sem bauð upp á nógu hollan mat fyrir Sunnu þannig hún þurfti að láta ofan í sig allskonar óhollustu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirVigtun í dag „Eitt og annað misskemmtilegt gekk á í kjölfarið en það sem máli skiptir er að við erum núna komin til Kansas. Þetta var 39 klukkustunda ferðalag sem núna er komið í baksýnisspegilinn og hinn almenni lokaundirbúningur fyrir bardagann er því loksins hafinn. Það sem drepur mann ekki styrkir mann og ég er er ekki búin að ferðast alla þessa vegalengd með öllum þessum flækjum til neins annars en að klára ætlunarverk mitt,” segir hún. Sunna Rannveig stígur á vigtina í dag en hún keppir í strávigt og þarf því að vera undir 52,6 kg þegar vigtunin fer fram. „Ég er á undan áætlun með þyngdina og mun ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að ná réttri vigt héðan. Ég byrjaði fyrir fimm vikum að hreinsa til í mataræðinu og vinna mig markvisst niður að vigtinni sem ég þarf að ná. Þetta er því búið að vera mjög milt og viðráðanlegt,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir. MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC annað kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. Bardagi þeirra verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst bardagakvöldið á miðnætti. Sunna lagði af stað til Kansas þar sem bardagakvöldið fer fram aðfaranótt sunnudags en var ekki komin þangað fyrr en síðdegis á mánudag. Þessi frábæra bardagakona lenti í ýmsu á leiðinni en komst þó á leiðarenda. „Síðustu vikuna fyrir bardaga þá er ég annarsvegar að drekka afar mikið af vatni með tilheyrandi klósettferðum og hinsvegar er ég á þaulskipulögðu og kolvetnissnauðu mataræði,“ segir Sunna Rannveig sem þarf að vera með matarskammtana klára og klósett nálægt sér á hverri stundu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirOft að pissa Eftir að fyrsta flug tafðist um sex klukkustundir komst Sunna af stað en þá hófst eitthvað sem gæti verið góð sena í gamanmynd. Íslenska bardagakonan lenti í miðjusæti á milli tveggja eldri kvenna en sú sem sat við ganginn sofnaði snemma í fluginu. Sunna þurfti samt að komast reglulega á klósettið. „Þar sem ég þurfti að komast á klósettið á kortersfresti þá var smá bras að klifra yfir hana og passa að hún vaknaði ekki. Þetta slapp nú til án teljandi vandræða en þaðan fór ferðin að súrna,“ segir Sunna Rannveig. Þegar Sunna og teymi hennar lenti í New York voru þau búin að missa af tengifluginu og þurftu að fara á annan flugvöll. Þegar allt var yfirstaðið var hún búin með matarskammtana og orðin verulega svöng. Enginn matsölustaður fannst sem bauð upp á nógu hollan mat fyrir Sunnu þannig hún þurfti að láta ofan í sig allskonar óhollustu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirVigtun í dag „Eitt og annað misskemmtilegt gekk á í kjölfarið en það sem máli skiptir er að við erum núna komin til Kansas. Þetta var 39 klukkustunda ferðalag sem núna er komið í baksýnisspegilinn og hinn almenni lokaundirbúningur fyrir bardagann er því loksins hafinn. Það sem drepur mann ekki styrkir mann og ég er er ekki búin að ferðast alla þessa vegalengd með öllum þessum flækjum til neins annars en að klára ætlunarverk mitt,” segir hún. Sunna Rannveig stígur á vigtina í dag en hún keppir í strávigt og þarf því að vera undir 52,6 kg þegar vigtunin fer fram. „Ég er á undan áætlun með þyngdina og mun ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að ná réttri vigt héðan. Ég byrjaði fyrir fimm vikum að hreinsa til í mataræðinu og vinna mig markvisst niður að vigtinni sem ég þarf að ná. Þetta er því búið að vera mjög milt og viðráðanlegt,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir.
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Sjá meira
Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00