Sara fékk salinn til að skellihlæja: Gengið svo vel eftir að ég hætti með þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2017 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu. Mynd/Samsett/Fésbókarsíða CrossFit Games Það var mögnuð stemmning í salnum í Wisconsin í Bandaríkjunum í nótt þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu einvígi í fimmta hluta The Open sem er fyrsta stigið í átt að því að komast inn á heimsleikana í sumar. Það er ekki nóg með að íslensku stelpurnar þurftu að gefa allt sitt í mjög erfiðar æfingar fyrir framan mjög æsta áhugamenn um crossfit þá voru þær báðar teknar í viðtal eftir keppni. Viðtalið var sent út í hátalarakerfi hússins og sátu þær í miðjum salnum og svöruðu spurningum. Katrín Tanja Davíðsdóttir var spurð út það hvernig hún hitar upp fyrir svona einvígi. Hún og Sara fengu ekki að vita um hvernig æfingin væri fyrr en rétt fyrir keppnina. „Við erum þarna bakatil að undirbúa okkur fyrir allt mögulegt. Þetta snýst bara um að hita upp skrokkinn og þjálfarinn minn lét mig gera allskonar hluti til að kveikja almennilega á taugkerfinu og koma hjartslættinum í gang. Þegar ég kem út á gólf þá er ég tilbúinn í hvað sem er,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara fékk allan salinn nokkrum sinnum til að skellihlæja meðal annars þegar hún sagði frá sínum viðbrögðum sínum við æfingunum en hún lét eins og hún hafi ekki heyrt hvað hún átti að fara gera. „Upphitunin snýst bara um að koma skrokknum í samband og vera tilbúin í hvað sem er. Adrenalínið hjálpar líka mikið,“ sagði Sara síðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana undanfarin tvö ár og er nú aftur í þeirri stöðu að vera að verja titilinn aftur. Hvernig er það fyrir hana að vera sú sem allir ætla að vinna? „Keppnin í fyrra er löngu búin og hún hjálpar mér ekkert á þessu tímabili. Ég fær engin aukastig fyrir að hafa unnið í fyrra. Fyrir mig snýst þetta því um að halda mér í núinu og æfa eins vel og ég get,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja er með þjálfara en ekki Sara. „Ég ákvað að hafa ekki þjálfara í ár. Ég er því alveg sjálfstæð í ár. Ég vildi bara láta reyna á þetta. Ég hætti að vinna með gamla þjálfaranum mínum í nóvember og allt hefur gengið svo vel síðan þá að ég ákvað að halda því bara áfram,“ sagði Sara og hún fékk þá allan salinn til að skellihlæja aftur enda gamli þjálfari Söru ekki beint að líta vel út. En var því gott að losna við gamla þjálfarann? „Nei, ég meinti þetta ekki þannig,“ sagði Sara hlæjandi . Það er hægt að allt viðtalið við þær Katrínu Tönju og Söru í myndbandinu hér fyrir neðan en á undan er sjálf keppnin þær sem þær tóku vel á því. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Það var mögnuð stemmning í salnum í Wisconsin í Bandaríkjunum í nótt þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu einvígi í fimmta hluta The Open sem er fyrsta stigið í átt að því að komast inn á heimsleikana í sumar. Það er ekki nóg með að íslensku stelpurnar þurftu að gefa allt sitt í mjög erfiðar æfingar fyrir framan mjög æsta áhugamenn um crossfit þá voru þær báðar teknar í viðtal eftir keppni. Viðtalið var sent út í hátalarakerfi hússins og sátu þær í miðjum salnum og svöruðu spurningum. Katrín Tanja Davíðsdóttir var spurð út það hvernig hún hitar upp fyrir svona einvígi. Hún og Sara fengu ekki að vita um hvernig æfingin væri fyrr en rétt fyrir keppnina. „Við erum þarna bakatil að undirbúa okkur fyrir allt mögulegt. Þetta snýst bara um að hita upp skrokkinn og þjálfarinn minn lét mig gera allskonar hluti til að kveikja almennilega á taugkerfinu og koma hjartslættinum í gang. Þegar ég kem út á gólf þá er ég tilbúinn í hvað sem er,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara fékk allan salinn nokkrum sinnum til að skellihlæja meðal annars þegar hún sagði frá sínum viðbrögðum sínum við æfingunum en hún lét eins og hún hafi ekki heyrt hvað hún átti að fara gera. „Upphitunin snýst bara um að koma skrokknum í samband og vera tilbúin í hvað sem er. Adrenalínið hjálpar líka mikið,“ sagði Sara síðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana undanfarin tvö ár og er nú aftur í þeirri stöðu að vera að verja titilinn aftur. Hvernig er það fyrir hana að vera sú sem allir ætla að vinna? „Keppnin í fyrra er löngu búin og hún hjálpar mér ekkert á þessu tímabili. Ég fær engin aukastig fyrir að hafa unnið í fyrra. Fyrir mig snýst þetta því um að halda mér í núinu og æfa eins vel og ég get,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja er með þjálfara en ekki Sara. „Ég ákvað að hafa ekki þjálfara í ár. Ég er því alveg sjálfstæð í ár. Ég vildi bara láta reyna á þetta. Ég hætti að vinna með gamla þjálfaranum mínum í nóvember og allt hefur gengið svo vel síðan þá að ég ákvað að halda því bara áfram,“ sagði Sara og hún fékk þá allan salinn til að skellihlæja aftur enda gamli þjálfari Söru ekki beint að líta vel út. En var því gott að losna við gamla þjálfarann? „Nei, ég meinti þetta ekki þannig,“ sagði Sara hlæjandi . Það er hægt að allt viðtalið við þær Katrínu Tönju og Söru í myndbandinu hér fyrir neðan en á undan er sjálf keppnin þær sem þær tóku vel á því.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11
Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00