Fótbolti

Fjölgar um einn í Íslendinganýlendunni í Norrköping

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson. Mynd/Heimasíða IFK Norrköping

Sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Norrköping er hrifið af Íslendingum og hreinlega safnar þeim þessa daganna.

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er nýjasti Íslendingurinn innan raða félagsins en þessi átján ára miðjumaður hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Arnór Sigurðsson er fæddur árið 1999 og verður átján ára 15. maí næstkomandi. Hann spilaði sjö leiki með ÍA í Pepsi-deildinni síðasta sumar en alla eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Arnór kom á reynslu til Norrköping í vetur og stóð sig það vel að hann fór með í æfingaferðina til Portúgal og spilaði sinn fyrsta leik á móti úkraínska félaginu Shaktar Donetsk.

„Það fylgir því góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu. Þetta er frábært félag og ég hlakka til að spila hér. Strákarnir komu strax fram við mig eins og ég væri orðinn einn af þeim,“ sagði Arnór Sigurðsson í viðtali við Norrköpings Tidningar.

„Öll okkar reynsla af Arnóri er mjög góð. Hann hefur sýnt það að hann er mikið efni og þá sérstaklega í æfingabúðunum. Í æfingaleiknum á móti IK Frej sýndi hann okkur líka að þar er á ferðinni leikmaður sem lætur til sín taka í framtíðinni,“ sagði Jens Gustafsson í viðtali við heimasíðu IFK Norrköping.

Þrír aðrir íslenskir leikmenn spila með liði IFK Norrköping en það eru þeir Jón Guðni Fjóluson,. Guðmundur Þórarinsson og Alfons Sampsted.

Fleiri íslenskir leikmenn hafa spilað með IFK Norrköping og þar á meðal er íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason. Arnór Ingvi var allt í öllu þegar félagið vann sænska meistaratitilinn 2015 en hann gaf tíu stoðsendingar það tímabil eða fleiri en allir aðrir leikmenn deildarinnar.  Arnór skoraði og lagði upp mark þegar Norrköping liði tryggði sér titilinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.