Sharapova snýr aftur eftir lyfjabannið: „Komin með dagvinnuna mína aftur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. mars 2017 08:00 Maria Sharapova kemur til baka í apríl. vísir/getty Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova sem dæmd var í tveggja ára bann vegna lyfjamisnotkunar í júní á síðasta ári snýr aftur á völlinn í lok mánaðar þegar hún keppir á Porsche Grand Prix-mótinu. Sharapova, sem hefur fimm sinnum unnið risamót á ferlinum, fékk svokallað „wildcard“-sæti á mótinu þar sem hún vann sér augljóslega ekki inn sæti. Lyfjabann hennar tekur ekki enda fyrr en 26. apríl. Mótið sjálft hefst 24. apríl en hún má ekki mæta á svæðið fyrr en hún á sjálf leik tveimur dögum síðar vegna bannsins. Það var upphaflega tvö ár en íþróttadómstóllinn stytti bannið. Hún hefur í heildina verið frá keppni í fimmtán mánuði. „Ég er komin með dagvinnuna mína aftur. Það er frábært. Ég er búin að æfa mikið síðustu mánuði,“ segir Sharapova sem spilaði síðast á opna ástralska meistaramótinu í fyrra en þar féll hún á lyfjaprófi. Lyfið Meldóníum fannst í sýni Sharapovu en hún var búin að nota það í mörg ár. Sú rússneska sagðist ekki vita að því hefði verið bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins í byrjun árs 2016. Það var vegna þess sem íþróttadómstóllinn stytti bannið hennar en þar fannst mönnum að hún hefði ekki verið að misnota Meldóníum viljandi. „Ég barðist svo hart fyrir sannleikanum. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig það er að missa eitthvað sem þið hafið elskað svona lengi,“ segir Maria Sharapova sem er einnig með „wildcard“-sæti á mót í Madríd og Róm í maí. Tennis Tengdar fréttir Bann Sharapovu stytt Íþróttadómstóllinn í Sviss hefur tekið fyrir mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu og úrskurðaði í dag. 4. október 2016 13:32 Sharapova í Ólympíuliði Rússa Maria Sharapova hefur verið valin í tennislið Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst þrátt fyrir að hún sé í keppnisbanni vegna lyfjamisferlis. 26. maí 2016 18:45 Sharapova ætlar að spila aftur eftir lyfjabannið Mun taka þátt í móti í Stuttgart í apríl næstkomandi. 10. janúar 2017 13:00 Sharapova dæmd í tveggja ára bann Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi. 8. júní 2016 15:17 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Sjá meira
Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova sem dæmd var í tveggja ára bann vegna lyfjamisnotkunar í júní á síðasta ári snýr aftur á völlinn í lok mánaðar þegar hún keppir á Porsche Grand Prix-mótinu. Sharapova, sem hefur fimm sinnum unnið risamót á ferlinum, fékk svokallað „wildcard“-sæti á mótinu þar sem hún vann sér augljóslega ekki inn sæti. Lyfjabann hennar tekur ekki enda fyrr en 26. apríl. Mótið sjálft hefst 24. apríl en hún má ekki mæta á svæðið fyrr en hún á sjálf leik tveimur dögum síðar vegna bannsins. Það var upphaflega tvö ár en íþróttadómstóllinn stytti bannið. Hún hefur í heildina verið frá keppni í fimmtán mánuði. „Ég er komin með dagvinnuna mína aftur. Það er frábært. Ég er búin að æfa mikið síðustu mánuði,“ segir Sharapova sem spilaði síðast á opna ástralska meistaramótinu í fyrra en þar féll hún á lyfjaprófi. Lyfið Meldóníum fannst í sýni Sharapovu en hún var búin að nota það í mörg ár. Sú rússneska sagðist ekki vita að því hefði verið bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins í byrjun árs 2016. Það var vegna þess sem íþróttadómstóllinn stytti bannið hennar en þar fannst mönnum að hún hefði ekki verið að misnota Meldóníum viljandi. „Ég barðist svo hart fyrir sannleikanum. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig það er að missa eitthvað sem þið hafið elskað svona lengi,“ segir Maria Sharapova sem er einnig með „wildcard“-sæti á mót í Madríd og Róm í maí.
Tennis Tengdar fréttir Bann Sharapovu stytt Íþróttadómstóllinn í Sviss hefur tekið fyrir mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu og úrskurðaði í dag. 4. október 2016 13:32 Sharapova í Ólympíuliði Rússa Maria Sharapova hefur verið valin í tennislið Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst þrátt fyrir að hún sé í keppnisbanni vegna lyfjamisferlis. 26. maí 2016 18:45 Sharapova ætlar að spila aftur eftir lyfjabannið Mun taka þátt í móti í Stuttgart í apríl næstkomandi. 10. janúar 2017 13:00 Sharapova dæmd í tveggja ára bann Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi. 8. júní 2016 15:17 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Sjá meira
Bann Sharapovu stytt Íþróttadómstóllinn í Sviss hefur tekið fyrir mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu og úrskurðaði í dag. 4. október 2016 13:32
Sharapova í Ólympíuliði Rússa Maria Sharapova hefur verið valin í tennislið Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst þrátt fyrir að hún sé í keppnisbanni vegna lyfjamisferlis. 26. maí 2016 18:45
Sharapova ætlar að spila aftur eftir lyfjabannið Mun taka þátt í móti í Stuttgart í apríl næstkomandi. 10. janúar 2017 13:00
Sharapova dæmd í tveggja ára bann Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi. 8. júní 2016 15:17
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita