Innbrotsþjófar létu greipar sópa á heimili hnefaleikakappans Floyd Mayweather í Las Vegas.
Á sama tíma var hann að halda upp á fertugsafmælið sitt í Los Angeles með Justin Bieber, Mariah Carey og fleiri stjörnum.
Ekki liggur nákvæmlega fyrir hverju var stolið heima hjá Mayweather en hermt er að varningur sem verðmetinn er á um 20 milljónir króna hafi verið stolið.
Mayweather barðist 49 sinnum á ferlinum og tapaði aldrei. Hann er að vinna í að berjast við MMA-stjörnuna Conor McGregor.
Brotist inn á heimili Mayweather í Las Vegas
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti




Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn


Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn
Handbolti


Fleiri fréttir
