Lífið

Endurskoðendurnir snúa aldrei aftur á Óskarinn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Brian Cullinan og Martha Ruiz voru ábyrg fyrir umslögunum síðastliðinn sunnudag og fá þau aldrei aftur að snúa aftur í það hlutverk.
Brian Cullinan og Martha Ruiz voru ábyrg fyrir umslögunum síðastliðinn sunnudag og fá þau aldrei aftur að snúa aftur í það hlutverk. Vísir/Getty
Endurskoðendurnir tveir sem báru ábyrgð umslögunum sem innihéldu upplýsingar um hverjir hrepptu Óskarinn á sunnudag fá ekki að snúa aftur í það hlutverk. Þetta segir Cheryl Boone Isaacs, forseti bandarísku kvikmyndaakademíunnar.

Hlutverk endurskoðendanna á Óskarsverðlaunahátíðinni er mikilvægt en þeir einir sem vita úrslitin áður en hátíðin fer í loftið og bera ábyrgð á að rétt úrslit séu tilkynnt.

Brian Cullinan og Martha Ruiz voru ábyrg fyrir umslögunum síðastliðinn sunnudag og fá þau aldrei aftur að snúa aftur í það hlutverk. Samkvæmt Boone Isaacs er einnig verið að endurskoða hvort akademían starfi aftur með PriceWaterhouseCoopers.

Það var Cullinan sem rétti Warren Beatty og Faye Dunaway rangt umslag á sunnudaginn sem olli þeim misskilningi að La La Land var tilkynnt sigurvegari fyrir bestu kvikmynd þegar hið rétta var að Moonlight hafði hreppt verðlaunin.

Beatty og Dunaway fengu í hendurnar aukaumslagið fyrir verðlaunin besta leikkona í aðalhlutverki í stað þess fyrir bestu kvikmyndina.

Cullinan tísti mynd af Emmu Stone, sem hlaut verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki, nokkrum mínútum áður en hann afhenti vitlaust umslag. Boone Isaacs telur að truflun hafi valdið mistökunum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×