Vill bætur frá kirkjunni vegna dúntekju presta á Staðastað Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Um tvö hundruð þúsund krónur fást fyrir kíló af hreinum dún. vísir/stefán „Kári er eigandi að þessum réttindum og það ætlaði maður að kirkjan myndi virða. En það hefur ekki verið,“ segir Kristján Stefánsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur mál fyrir eiganda nágrannajarðar prestsetursins Staðastaðar. Kári H. Jónsson, sem er uppalinn í Haga, eignaðist jörðina að fullu 2007. Hagi liggur að Staðastað. Nokkrum árum síðar lét Kári skrá dúntekjuna í Gamlahólma í Hagavatni á Hagajörðina í fasteignaskrá. Kirkjan höfðaði þá mál og í fyrrahaust gekk dómur þar sem viðurkennt var að dúntekja á Snæfellsnesi tilheyrði ekki prestssetrinu Staðastað eins og kirkjan hefur talið vera. Kristján kveðst eftir hæstaréttardóminn hafa sent kirkjunni bréf fyrir hönd Kára. Viðbrögðin hafi ekki verið góð. „Ég fékk svar við því bréfi sem mér fannst nú ekki sæma.“ Kristján segir ekki gerða kröfu um ákveðna upphæð heldur sé óskað eftir viðræðum um bætur. „Eftir að Kári setti fram kröfu þess efnis að hann eigi þessar nytjar árið 2010 og þær eru skráðar á hann hefur kirkjan nytjað hlunnindin gegn kröfum eiganda,“ segir lögmaðurinn og rifjar upp atvik þegar sóknarpresturinn sem nú situr Staðastað, séra Páll Ágúst Ólafsson, og Kári hittust úti í Gamlahólma.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs.vísir/björn„Þeir gengu svo langt að þeir tóku af honum dúnpoka,“ segir Kristján sem nefnir ekki hvaða menn var þar um að ræða. „Þeir töldu að hann væri að taka það sem ekki ætti undir hann. Kári sagði að þeir hefðu tekið af honum magn sem samsvaraði fjórum kílóum af hreinum dúni.“ Að sögn Kristjáns fást fjögur til sex kíló úr hólmanum á ári. Kílóið kosti um tvö hundruð þúsund krónur. „Þannig að þetta hleypur á milljónum á þessu tímabili,“ segir hann. Páll Ágúst kveðst hafa verið við annan mann í hólmanum. „Þegar ég kem á staðinn þá sé ég að hann er búinn að taka þarna dún og ég hringi strax í lögregluna og tilkynni henni að ég telji að þarna sé maður að taka dún sem sé honum ekki ætlaður,“ segir presturinn sem aftekur með öllu að hafa tekið pokann. „En hann kærði mig fyrir að hafa tekið þarna dún sem ég svo sannarlega ekki gerði.“ Kirkjuráð tók síðasta bréf Kristjáns fyrir um miðjan febrúar. Þar var jafnframt lagt fram svar lögmanns fyrir hönd kirkjunnar „Okkar lögmaður segir kröfurnar óljósar og hafnaði þeim,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Kristján, sem kveðst enn ekki hafa fengið þetta nýjasta svarbréf kirkjuráðs segir Kára hins vegar vilja að kirkjan viðurkenni að hafa tekið dúninn án þess að eiga rétt á honum og bjóði bætur „Kirkjan verður að hafa það að leiðarljósi að menn fari með friði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Kári er eigandi að þessum réttindum og það ætlaði maður að kirkjan myndi virða. En það hefur ekki verið,“ segir Kristján Stefánsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur mál fyrir eiganda nágrannajarðar prestsetursins Staðastaðar. Kári H. Jónsson, sem er uppalinn í Haga, eignaðist jörðina að fullu 2007. Hagi liggur að Staðastað. Nokkrum árum síðar lét Kári skrá dúntekjuna í Gamlahólma í Hagavatni á Hagajörðina í fasteignaskrá. Kirkjan höfðaði þá mál og í fyrrahaust gekk dómur þar sem viðurkennt var að dúntekja á Snæfellsnesi tilheyrði ekki prestssetrinu Staðastað eins og kirkjan hefur talið vera. Kristján kveðst eftir hæstaréttardóminn hafa sent kirkjunni bréf fyrir hönd Kára. Viðbrögðin hafi ekki verið góð. „Ég fékk svar við því bréfi sem mér fannst nú ekki sæma.“ Kristján segir ekki gerða kröfu um ákveðna upphæð heldur sé óskað eftir viðræðum um bætur. „Eftir að Kári setti fram kröfu þess efnis að hann eigi þessar nytjar árið 2010 og þær eru skráðar á hann hefur kirkjan nytjað hlunnindin gegn kröfum eiganda,“ segir lögmaðurinn og rifjar upp atvik þegar sóknarpresturinn sem nú situr Staðastað, séra Páll Ágúst Ólafsson, og Kári hittust úti í Gamlahólma.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs.vísir/björn„Þeir gengu svo langt að þeir tóku af honum dúnpoka,“ segir Kristján sem nefnir ekki hvaða menn var þar um að ræða. „Þeir töldu að hann væri að taka það sem ekki ætti undir hann. Kári sagði að þeir hefðu tekið af honum magn sem samsvaraði fjórum kílóum af hreinum dúni.“ Að sögn Kristjáns fást fjögur til sex kíló úr hólmanum á ári. Kílóið kosti um tvö hundruð þúsund krónur. „Þannig að þetta hleypur á milljónum á þessu tímabili,“ segir hann. Páll Ágúst kveðst hafa verið við annan mann í hólmanum. „Þegar ég kem á staðinn þá sé ég að hann er búinn að taka þarna dún og ég hringi strax í lögregluna og tilkynni henni að ég telji að þarna sé maður að taka dún sem sé honum ekki ætlaður,“ segir presturinn sem aftekur með öllu að hafa tekið pokann. „En hann kærði mig fyrir að hafa tekið þarna dún sem ég svo sannarlega ekki gerði.“ Kirkjuráð tók síðasta bréf Kristjáns fyrir um miðjan febrúar. Þar var jafnframt lagt fram svar lögmanns fyrir hönd kirkjunnar „Okkar lögmaður segir kröfurnar óljósar og hafnaði þeim,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Kristján, sem kveðst enn ekki hafa fengið þetta nýjasta svarbréf kirkjuráðs segir Kára hins vegar vilja að kirkjan viðurkenni að hafa tekið dúninn án þess að eiga rétt á honum og bjóði bætur „Kirkjan verður að hafa það að leiðarljósi að menn fari með friði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira