Börn á flótta bíða mánuðum saman eftir að komast inn í íslenskt skólakerfi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. mars 2017 19:00 Börn á grunnskólaaldri, sem koma hingað til lands til að sækja um alþjóðlega vernd, geta þurft að bíða í allt að sex mánuði áður en þau fá að byrja í skóla. Börnin eru mörg undir miklu álagi og sýna einkenni kvíða, streytu og depurðar. Yfirvöld hafa ekki markað neina sérstaka stefnu eða verklagsreglur við að koma þessum börnum inn í skólakerfið. Fjölskyldur með börn eru stækkandi hópur þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en einnig hefur fylgdarlausum börnum sem sækja um alþjóðlega vernd fjölgað umtalsvert á síðustu árum. Þar með er ekki öll sagan sögð, en það getur tekið börnin margar vikur og jafnvel mánuði að komast inn í íslenskt skólakerfi. „Við erum að horfa á allt upp að sex mánuðum stundum. Það er svolítið misjafnt, stundum líka nokkrar vikur, og stundum allt upp í sex mánuði eins og ég sagði. Og það er of langur tími fyrir börn,“ segir Kristrún Sigurðardóttir, deildarstjóri móttökudeildar Lækjarskóla.Öll börn eiga rétt á menntunÁ síðustu tveimur árum hafa á þriðja tug barna í leit að alþjóðlegri vernd hafið skólagöngu grunnskólum í Hafnarfirði, flest í Lækjarskóla. Börnin bera oft mikla ábyrgð og dæmi eru um að þeim sé beitt í þágu málsmeðferðar. „Þetta er tiltölulega nýtt verkefni og við gætum staðið okkur betur. Það líður að mínu mati of langur tími frá því að börnin koma og sækja um hæli eða vernd þar til að þau komast í skólaúrræði. Það er tími sem er erfiður fyrir alla fjölskylduna. Börn þurfa daglega rútinu og þau eiga rétt á menntun. Og þessi börn eru kannski sérstaklega viðkvæmur hópur þar sem þau eru í óvissutímabili til mjög langs tíma,“ segir Kristrún.Dæmi um börn á unglingsaldri sem eru ólæs og óskrifandiBörnin eru mörg undir miklu álagi og sýna ýmis kvíðaeinkenni auk streytu og depurðar. Allt hefur þetta áhrif á námsgetu þeirra. „Við erum að fá börn sem eru með ágætis menntun og hafa góða skólagöngu að baki, en við erum líka að fá börn sem hafa jafnvel verið á þvælingi mánuðum og árum saman. Hafa verið nokkra mánuði í skóla í þessu landi og kannski einn, tvo mánuði í öðru. Eru með mjög brotna skólagöngu. Svo höfum við líka verið að fá börn sem hafa aldrei verið í skóla og koma hingað á unglingsaldri ólæs og óskrifandi. Mörg eru líka með mikla áfallasögu þegar þau koma,“ bendir Kristrún á. Stefnu og verklagsreglur vantarHún segir kennara kalla eftir meiri fræðslu um málefni barna í þessari stöðu svo hægt sé að gera betur. „Það sem kannski vantar upp á er að marka stefnu. Stefnu stjórnvalda, verklagsreglur og vinnubrögð sveitarfélaga. Að stofnanir vinni saman þannig að við fáum þennan rauða þráð í gegnum kerfið þannig að við getum unnið sem best og skapað þessum börnum sem bestar aðstæður“. Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Börn á grunnskólaaldri, sem koma hingað til lands til að sækja um alþjóðlega vernd, geta þurft að bíða í allt að sex mánuði áður en þau fá að byrja í skóla. Börnin eru mörg undir miklu álagi og sýna einkenni kvíða, streytu og depurðar. Yfirvöld hafa ekki markað neina sérstaka stefnu eða verklagsreglur við að koma þessum börnum inn í skólakerfið. Fjölskyldur með börn eru stækkandi hópur þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en einnig hefur fylgdarlausum börnum sem sækja um alþjóðlega vernd fjölgað umtalsvert á síðustu árum. Þar með er ekki öll sagan sögð, en það getur tekið börnin margar vikur og jafnvel mánuði að komast inn í íslenskt skólakerfi. „Við erum að horfa á allt upp að sex mánuðum stundum. Það er svolítið misjafnt, stundum líka nokkrar vikur, og stundum allt upp í sex mánuði eins og ég sagði. Og það er of langur tími fyrir börn,“ segir Kristrún Sigurðardóttir, deildarstjóri móttökudeildar Lækjarskóla.Öll börn eiga rétt á menntunÁ síðustu tveimur árum hafa á þriðja tug barna í leit að alþjóðlegri vernd hafið skólagöngu grunnskólum í Hafnarfirði, flest í Lækjarskóla. Börnin bera oft mikla ábyrgð og dæmi eru um að þeim sé beitt í þágu málsmeðferðar. „Þetta er tiltölulega nýtt verkefni og við gætum staðið okkur betur. Það líður að mínu mati of langur tími frá því að börnin koma og sækja um hæli eða vernd þar til að þau komast í skólaúrræði. Það er tími sem er erfiður fyrir alla fjölskylduna. Börn þurfa daglega rútinu og þau eiga rétt á menntun. Og þessi börn eru kannski sérstaklega viðkvæmur hópur þar sem þau eru í óvissutímabili til mjög langs tíma,“ segir Kristrún.Dæmi um börn á unglingsaldri sem eru ólæs og óskrifandiBörnin eru mörg undir miklu álagi og sýna ýmis kvíðaeinkenni auk streytu og depurðar. Allt hefur þetta áhrif á námsgetu þeirra. „Við erum að fá börn sem eru með ágætis menntun og hafa góða skólagöngu að baki, en við erum líka að fá börn sem hafa jafnvel verið á þvælingi mánuðum og árum saman. Hafa verið nokkra mánuði í skóla í þessu landi og kannski einn, tvo mánuði í öðru. Eru með mjög brotna skólagöngu. Svo höfum við líka verið að fá börn sem hafa aldrei verið í skóla og koma hingað á unglingsaldri ólæs og óskrifandi. Mörg eru líka með mikla áfallasögu þegar þau koma,“ bendir Kristrún á. Stefnu og verklagsreglur vantarHún segir kennara kalla eftir meiri fræðslu um málefni barna í þessari stöðu svo hægt sé að gera betur. „Það sem kannski vantar upp á er að marka stefnu. Stefnu stjórnvalda, verklagsreglur og vinnubrögð sveitarfélaga. Að stofnanir vinni saman þannig að við fáum þennan rauða þráð í gegnum kerfið þannig að við getum unnið sem best og skapað þessum börnum sem bestar aðstæður“.
Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira