Börn á flótta bíða mánuðum saman eftir að komast inn í íslenskt skólakerfi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. mars 2017 19:00 Börn á grunnskólaaldri, sem koma hingað til lands til að sækja um alþjóðlega vernd, geta þurft að bíða í allt að sex mánuði áður en þau fá að byrja í skóla. Börnin eru mörg undir miklu álagi og sýna einkenni kvíða, streytu og depurðar. Yfirvöld hafa ekki markað neina sérstaka stefnu eða verklagsreglur við að koma þessum börnum inn í skólakerfið. Fjölskyldur með börn eru stækkandi hópur þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en einnig hefur fylgdarlausum börnum sem sækja um alþjóðlega vernd fjölgað umtalsvert á síðustu árum. Þar með er ekki öll sagan sögð, en það getur tekið börnin margar vikur og jafnvel mánuði að komast inn í íslenskt skólakerfi. „Við erum að horfa á allt upp að sex mánuðum stundum. Það er svolítið misjafnt, stundum líka nokkrar vikur, og stundum allt upp í sex mánuði eins og ég sagði. Og það er of langur tími fyrir börn,“ segir Kristrún Sigurðardóttir, deildarstjóri móttökudeildar Lækjarskóla.Öll börn eiga rétt á menntunÁ síðustu tveimur árum hafa á þriðja tug barna í leit að alþjóðlegri vernd hafið skólagöngu grunnskólum í Hafnarfirði, flest í Lækjarskóla. Börnin bera oft mikla ábyrgð og dæmi eru um að þeim sé beitt í þágu málsmeðferðar. „Þetta er tiltölulega nýtt verkefni og við gætum staðið okkur betur. Það líður að mínu mati of langur tími frá því að börnin koma og sækja um hæli eða vernd þar til að þau komast í skólaúrræði. Það er tími sem er erfiður fyrir alla fjölskylduna. Börn þurfa daglega rútinu og þau eiga rétt á menntun. Og þessi börn eru kannski sérstaklega viðkvæmur hópur þar sem þau eru í óvissutímabili til mjög langs tíma,“ segir Kristrún.Dæmi um börn á unglingsaldri sem eru ólæs og óskrifandiBörnin eru mörg undir miklu álagi og sýna ýmis kvíðaeinkenni auk streytu og depurðar. Allt hefur þetta áhrif á námsgetu þeirra. „Við erum að fá börn sem eru með ágætis menntun og hafa góða skólagöngu að baki, en við erum líka að fá börn sem hafa jafnvel verið á þvælingi mánuðum og árum saman. Hafa verið nokkra mánuði í skóla í þessu landi og kannski einn, tvo mánuði í öðru. Eru með mjög brotna skólagöngu. Svo höfum við líka verið að fá börn sem hafa aldrei verið í skóla og koma hingað á unglingsaldri ólæs og óskrifandi. Mörg eru líka með mikla áfallasögu þegar þau koma,“ bendir Kristrún á. Stefnu og verklagsreglur vantarHún segir kennara kalla eftir meiri fræðslu um málefni barna í þessari stöðu svo hægt sé að gera betur. „Það sem kannski vantar upp á er að marka stefnu. Stefnu stjórnvalda, verklagsreglur og vinnubrögð sveitarfélaga. Að stofnanir vinni saman þannig að við fáum þennan rauða þráð í gegnum kerfið þannig að við getum unnið sem best og skapað þessum börnum sem bestar aðstæður“. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Börn á grunnskólaaldri, sem koma hingað til lands til að sækja um alþjóðlega vernd, geta þurft að bíða í allt að sex mánuði áður en þau fá að byrja í skóla. Börnin eru mörg undir miklu álagi og sýna einkenni kvíða, streytu og depurðar. Yfirvöld hafa ekki markað neina sérstaka stefnu eða verklagsreglur við að koma þessum börnum inn í skólakerfið. Fjölskyldur með börn eru stækkandi hópur þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en einnig hefur fylgdarlausum börnum sem sækja um alþjóðlega vernd fjölgað umtalsvert á síðustu árum. Þar með er ekki öll sagan sögð, en það getur tekið börnin margar vikur og jafnvel mánuði að komast inn í íslenskt skólakerfi. „Við erum að horfa á allt upp að sex mánuðum stundum. Það er svolítið misjafnt, stundum líka nokkrar vikur, og stundum allt upp í sex mánuði eins og ég sagði. Og það er of langur tími fyrir börn,“ segir Kristrún Sigurðardóttir, deildarstjóri móttökudeildar Lækjarskóla.Öll börn eiga rétt á menntunÁ síðustu tveimur árum hafa á þriðja tug barna í leit að alþjóðlegri vernd hafið skólagöngu grunnskólum í Hafnarfirði, flest í Lækjarskóla. Börnin bera oft mikla ábyrgð og dæmi eru um að þeim sé beitt í þágu málsmeðferðar. „Þetta er tiltölulega nýtt verkefni og við gætum staðið okkur betur. Það líður að mínu mati of langur tími frá því að börnin koma og sækja um hæli eða vernd þar til að þau komast í skólaúrræði. Það er tími sem er erfiður fyrir alla fjölskylduna. Börn þurfa daglega rútinu og þau eiga rétt á menntun. Og þessi börn eru kannski sérstaklega viðkvæmur hópur þar sem þau eru í óvissutímabili til mjög langs tíma,“ segir Kristrún.Dæmi um börn á unglingsaldri sem eru ólæs og óskrifandiBörnin eru mörg undir miklu álagi og sýna ýmis kvíðaeinkenni auk streytu og depurðar. Allt hefur þetta áhrif á námsgetu þeirra. „Við erum að fá börn sem eru með ágætis menntun og hafa góða skólagöngu að baki, en við erum líka að fá börn sem hafa jafnvel verið á þvælingi mánuðum og árum saman. Hafa verið nokkra mánuði í skóla í þessu landi og kannski einn, tvo mánuði í öðru. Eru með mjög brotna skólagöngu. Svo höfum við líka verið að fá börn sem hafa aldrei verið í skóla og koma hingað á unglingsaldri ólæs og óskrifandi. Mörg eru líka með mikla áfallasögu þegar þau koma,“ bendir Kristrún á. Stefnu og verklagsreglur vantarHún segir kennara kalla eftir meiri fræðslu um málefni barna í þessari stöðu svo hægt sé að gera betur. „Það sem kannski vantar upp á er að marka stefnu. Stefnu stjórnvalda, verklagsreglur og vinnubrögð sveitarfélaga. Að stofnanir vinni saman þannig að við fáum þennan rauða þráð í gegnum kerfið þannig að við getum unnið sem best og skapað þessum börnum sem bestar aðstæður“.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira