Auglýsingageirinn sársvekktur út í Helga Seljan Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2017 11:50 Helgi biðst afsökunar á að hafa kallað auglýsingafólk siðlaust en hann telur eftir sem áður safnanir langt í frá yfir gagnrýni hafnar. „Ég hef tengst ótal fjársöfnunum og vitundarvakningu undanfarin ár og því sárnar manni slík ummæli frá manni sem ég hef hingað til borið virðingu fyrir. Einnig sárnar manni fyrir þeirra hönd þar sem fólk er rænt gleðinni við að gefa með ummælum sem þessum frá Helga Seljan. Vonandi eru þessi ummæli um að verkefni eins og Mottumars séu til að „feeda“ auglýsingastofur mistök sem hann munt taka til baka,“ segir Valgeir Magnússon stjórnarformaður Pipars sem ávallt gengur undir nafninu Valli sport. Auglýsingageirinn er svekktur og sár eftir harkaleg ummæli sem Helgi Seljan lét falla fyrir helgi: „Árið 2010 fóru 2 milljónir af þeim 60 sem söfnuðust í Mottumars til Krabbameinsrannsókna. Restin fór til auglýsingastofa og milliliða. Það er mun betra að leggja beint inn á Krabbameinsfélög um allt land en að taka þátt í þessu drasli,“ skrifaði Helgi á Facebook-síðu sína. Helgi segist nú vilja biðja auglýsingafólk afsökunar á því hafa kallað það siðlaust en hann segist ekki hafa breitt um skoðun í því að safnanir sem Mottumars eru langt frá því að vera yfir gagnrýni hafnar. Ummælin vöktu mikla athygli og Vísir ræddi í kjölfarið við Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóra Brandenburg auglýsingastofu fyrir helgi en Brandenburg hefur með Mottumars-verkefnið. Ragnar sagði þetta þungt högg og sárt frá sjónvarpsmanni ársins. Vísir hefur heyrt í fólki innan auglýsingageirans og víst er að þar er ýmsum brugðið, sárindin eru ekki í rénun og ýmsir hugsa Helga þegjandi þörfina.Auglýsingastofur breytt hegðun og hugsunarhættiValli sport er fráfarandi formaður SÍA – Samtaka íslenskra auglýsingastofa og hann er sár og svekktur:Valli sport er sár og svekktur og vonar að Helgi dragi ummæli sín til baka.„Í mörg ár hafa auglýsingastofur, listafólk, kvikmyndagerðafólk og allskyns fólk sem kann að hugsa upp og setja hluti í nýtt samhengi unnið launalaust og stundum ekki fyrir útlögðum kostnaði fyrir margskonar málefni til að gera samfélagið sitt betra. Þessi verkefni eru unnin með glöðu geði af óendanlegri gleði og bæta yfirleitt samfélagið á einhvern hátt. Þau safna peningum fyrir verkefni sem ríkið getur ekki staðið undir en hugsanlega ætti að gera það. Breyta hegðun og hugsunarhætti fólks í þágu samfélagsins og jafnvel heimsins alls,“ segir Valli sem tekur í sama streng og Ragnar. Og hann heldur áfram að rekja allskyns fyrirbæri hvar auglýsingafólk hefur komið að málum: „Í gegnum slík verkefni hefur fólk hætt að henda rusli úti á götu, tekið betur tillit í umferðinni, safnað fyrir fjölda húsa til að hýsa meðferðarheimili, aðstandendaðstöðu fyrir langveika, aðstöðu fyrir fólk sem hefur lent í kynferðisofbeldi, dagheimili fyrir fatlaða og svo mætti lengi telja. Súlustaðir duttu út eftir herferð Stígamóta þar sem það þótti eftir eina herferð hallærislegt að fara á slíka staði og styðja við mansal.“Einelti minnkað og súlustöðum lokaðOg Valli heldur áfram að þylja upp hin góðu málefni hvar auglýsingageirinn hefur komið að málum. Hann segir fordóma gagnvart innflytjendum minnkaði í kjölfar herferðar og umræðu. „Einelti minnkaði í skólum í kringum sambærilega herferð. Fólk setur á sig Með allra vörum-gloss, setur á sig Bleiku slaufuna, styður Bláan apríl, fer í jólapeysu og hugsar um ákveðið málefni og fatlaðir þramma stoltir í göngu að Norræna húsinu. Fólk fer í ristilspeglun, hættir að reykja, minnkar sykurneyslu, hjólar meira, hættir að skilja bílinn eftir í gangi, passar sig þegar það keyrir framhjá skólum, hættir kynbundnum fordómum, mætir á Hinsegin daga, skilur betur hvort annað og passar sig á því að á eftir bolta kemur barn.“Mottumars gott verkefni Allt þetta er vegna vitundarvakningar og fjársafnana hvar auglýsingafólk hefur gefið vinnu sína eða hluta hennar í þágu góðs málefnis, að sögn Valla: „Og hefur þar með bætt samfélagið. Ég tengist ekki Mottumars og þeirri herferð sem nú er í gangi en ég myndi glaður vilja hafa gert það því herferðin er góð og boðskapurinn góður.“ Um næstu helgi verður IMARK-hátíðin haldin, árleg uppskeruhátíð auglýsinga- og markaðsfólks á Ísland, þar sem veitt eru verðlaun, Lúðurinn, fyrir þær auglýsingar sem þykja hafa skarað fram úr. Víst er að ummæli Helga eru ekki til þess fallin að auka stemminguna gagnvart þeim mannfagnaði.Biðst afsökunar á að kalla auglýsingafólk siðlaust„Já, það var ekki fallegt af mér að bendla auglýsingastofur við siðleysi. Og drasl eru þær ekki, eins og best má sjá á verkum þeirra. En það breytir þó ekki þeirri skoðun minni að ég held að safnanir eins og þessar, fyrir Mottumars, eru að minnsta kosti langt í frá hafnar yfir gagnrýni,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Helgi Seljan telur árvekniátakið illa grundað einkum í því sem snýr að veipinu.vísir/andri marinóHelgi segir það sannarlega ekki hafa verið ætlun sína að gera lítið úr starfi Krabbameinsfélagsins sem hann veit sjálfur að gerir margt gott. „En, þessi söfnunariðnaður er hins vegar oft, svo ekki sé fastar að orði kveðið, mjög hæpinn. En, ég bið auglýsingastofur afsökunar á því að kalla þá sem þar starfa siðlausa.“Gaf þeim full fast á LúðurinnEn, þó Helgi biðjist velvirðingar á bröttu orðfæri sínu biðst hann ekki afsökunar á þeirri skoðun sem hann setti fram: „Jafnvel þó ég hafi gefið þeim full fast á Lúðurinn og ætlun mín var alls ekki að spræna yfir skrúðgönguna þeirra þá er virðingarvert í sjálfu sér ef auglýsingastofur geta kolefnisjafnað sig annars slagið með því að skipta bjórauglýsingum út fyrir auglýsingaherferðir SÁÁ. Og ég er ekki að draga það það til baka að mér finnst safnanirnar orka tvímælis.“ Helgi segir að hin miklu viðbrögð við orðum hans hafi ekki komið sér á óvart, ekki í sjálfu sér. „En það sem kom mér á óvart var hversu margir halda og héldu að það væri miklu hærra hlutfall af þessum fjármunum í rannsóknir og eftirlit með krabbameini í körlum til dæmis. Og umhugsunarefni fyrir Krabbameinsfélagsins hvort það ætti ekki frekar að bregðast við því að bjóða uppá þjónustu þar sem körlum er boðið að koma og láta athuga með sig eins og hefur gengið svo vel með konur.“Illa grunduð árvekniherferð varðandi veipiðHann segir jafnframt að þó árvekniátök séu góðra gjalda verð þá hljóti hann að setja spurningarmerki við það að enn sé verið að hamra á því að reykingar séu óhollar fyrir sig, þá alkunnu staðreynd, og jafnvel að teygja sig yfir í að halda því fram að veip sé það líka. „Ég set spurningarmerki við að Krabbameinsfélagið haldi því fram að ekki sé nóg að hætta að reykja og taka inn krabbameinsvaldandi lyf heldur sé bara einhver ein tegund samtökunum þóknanleg. Með því er ég ekki að halda því fram að það sé eitthvað minna siðleysi að markaðssetja veip, markaðssetning sem ég hef reyndar ekki séð, fyrir börn og unglinga, heldur en þegar verið er að markaðssetja allskyns viðbjóð fyrir börn í gegnum auglýsingar. Árvekniátök eru alltaf þannig að þau krefjast þess að menn auglýsi og ég hlýt að setja spurningarmerki við að þetta sé stóra verkefnið núna og þessi hæpnu vísindi sem Krabbameinsfélagið styðst við varðandi veipið.“ Ímark Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið um gagnrýni á Mottumars: „Það er ekki þannig að allt eigi að fara í rannsóknir“ Krabbbameinsfélagið segir að það fé sem safnist í Mottumars, fjáröflun félagsins, eigi ekki allt að renna til krabbameinsrannsókna. Verkefnið sé fyrst og fremst fræðslu- og árveknisátak. 3. mars 2017 15:37 Helgi Seljan hjólar í Mottumars: „Siðlaust drasl“ Sjónvarpsmaður ársins segir söfnunarátakið aðeins til þess fallið að fóðra auglýsingastofur. 3. mars 2017 11:47 Þungt högg og sárt fyrir Mottumars frá sjónvarpsmanni ársins Framkvæmdastjóri Brandenburgar auglýsingastofu segir Helga Seljan fara með staðlausa stafi. 3. mars 2017 12:55 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Ég hef tengst ótal fjársöfnunum og vitundarvakningu undanfarin ár og því sárnar manni slík ummæli frá manni sem ég hef hingað til borið virðingu fyrir. Einnig sárnar manni fyrir þeirra hönd þar sem fólk er rænt gleðinni við að gefa með ummælum sem þessum frá Helga Seljan. Vonandi eru þessi ummæli um að verkefni eins og Mottumars séu til að „feeda“ auglýsingastofur mistök sem hann munt taka til baka,“ segir Valgeir Magnússon stjórnarformaður Pipars sem ávallt gengur undir nafninu Valli sport. Auglýsingageirinn er svekktur og sár eftir harkaleg ummæli sem Helgi Seljan lét falla fyrir helgi: „Árið 2010 fóru 2 milljónir af þeim 60 sem söfnuðust í Mottumars til Krabbameinsrannsókna. Restin fór til auglýsingastofa og milliliða. Það er mun betra að leggja beint inn á Krabbameinsfélög um allt land en að taka þátt í þessu drasli,“ skrifaði Helgi á Facebook-síðu sína. Helgi segist nú vilja biðja auglýsingafólk afsökunar á því hafa kallað það siðlaust en hann segist ekki hafa breitt um skoðun í því að safnanir sem Mottumars eru langt frá því að vera yfir gagnrýni hafnar. Ummælin vöktu mikla athygli og Vísir ræddi í kjölfarið við Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóra Brandenburg auglýsingastofu fyrir helgi en Brandenburg hefur með Mottumars-verkefnið. Ragnar sagði þetta þungt högg og sárt frá sjónvarpsmanni ársins. Vísir hefur heyrt í fólki innan auglýsingageirans og víst er að þar er ýmsum brugðið, sárindin eru ekki í rénun og ýmsir hugsa Helga þegjandi þörfina.Auglýsingastofur breytt hegðun og hugsunarhættiValli sport er fráfarandi formaður SÍA – Samtaka íslenskra auglýsingastofa og hann er sár og svekktur:Valli sport er sár og svekktur og vonar að Helgi dragi ummæli sín til baka.„Í mörg ár hafa auglýsingastofur, listafólk, kvikmyndagerðafólk og allskyns fólk sem kann að hugsa upp og setja hluti í nýtt samhengi unnið launalaust og stundum ekki fyrir útlögðum kostnaði fyrir margskonar málefni til að gera samfélagið sitt betra. Þessi verkefni eru unnin með glöðu geði af óendanlegri gleði og bæta yfirleitt samfélagið á einhvern hátt. Þau safna peningum fyrir verkefni sem ríkið getur ekki staðið undir en hugsanlega ætti að gera það. Breyta hegðun og hugsunarhætti fólks í þágu samfélagsins og jafnvel heimsins alls,“ segir Valli sem tekur í sama streng og Ragnar. Og hann heldur áfram að rekja allskyns fyrirbæri hvar auglýsingafólk hefur komið að málum: „Í gegnum slík verkefni hefur fólk hætt að henda rusli úti á götu, tekið betur tillit í umferðinni, safnað fyrir fjölda húsa til að hýsa meðferðarheimili, aðstandendaðstöðu fyrir langveika, aðstöðu fyrir fólk sem hefur lent í kynferðisofbeldi, dagheimili fyrir fatlaða og svo mætti lengi telja. Súlustaðir duttu út eftir herferð Stígamóta þar sem það þótti eftir eina herferð hallærislegt að fara á slíka staði og styðja við mansal.“Einelti minnkað og súlustöðum lokaðOg Valli heldur áfram að þylja upp hin góðu málefni hvar auglýsingageirinn hefur komið að málum. Hann segir fordóma gagnvart innflytjendum minnkaði í kjölfar herferðar og umræðu. „Einelti minnkaði í skólum í kringum sambærilega herferð. Fólk setur á sig Með allra vörum-gloss, setur á sig Bleiku slaufuna, styður Bláan apríl, fer í jólapeysu og hugsar um ákveðið málefni og fatlaðir þramma stoltir í göngu að Norræna húsinu. Fólk fer í ristilspeglun, hættir að reykja, minnkar sykurneyslu, hjólar meira, hættir að skilja bílinn eftir í gangi, passar sig þegar það keyrir framhjá skólum, hættir kynbundnum fordómum, mætir á Hinsegin daga, skilur betur hvort annað og passar sig á því að á eftir bolta kemur barn.“Mottumars gott verkefni Allt þetta er vegna vitundarvakningar og fjársafnana hvar auglýsingafólk hefur gefið vinnu sína eða hluta hennar í þágu góðs málefnis, að sögn Valla: „Og hefur þar með bætt samfélagið. Ég tengist ekki Mottumars og þeirri herferð sem nú er í gangi en ég myndi glaður vilja hafa gert það því herferðin er góð og boðskapurinn góður.“ Um næstu helgi verður IMARK-hátíðin haldin, árleg uppskeruhátíð auglýsinga- og markaðsfólks á Ísland, þar sem veitt eru verðlaun, Lúðurinn, fyrir þær auglýsingar sem þykja hafa skarað fram úr. Víst er að ummæli Helga eru ekki til þess fallin að auka stemminguna gagnvart þeim mannfagnaði.Biðst afsökunar á að kalla auglýsingafólk siðlaust„Já, það var ekki fallegt af mér að bendla auglýsingastofur við siðleysi. Og drasl eru þær ekki, eins og best má sjá á verkum þeirra. En það breytir þó ekki þeirri skoðun minni að ég held að safnanir eins og þessar, fyrir Mottumars, eru að minnsta kosti langt í frá hafnar yfir gagnrýni,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Helgi Seljan telur árvekniátakið illa grundað einkum í því sem snýr að veipinu.vísir/andri marinóHelgi segir það sannarlega ekki hafa verið ætlun sína að gera lítið úr starfi Krabbameinsfélagsins sem hann veit sjálfur að gerir margt gott. „En, þessi söfnunariðnaður er hins vegar oft, svo ekki sé fastar að orði kveðið, mjög hæpinn. En, ég bið auglýsingastofur afsökunar á því að kalla þá sem þar starfa siðlausa.“Gaf þeim full fast á LúðurinnEn, þó Helgi biðjist velvirðingar á bröttu orðfæri sínu biðst hann ekki afsökunar á þeirri skoðun sem hann setti fram: „Jafnvel þó ég hafi gefið þeim full fast á Lúðurinn og ætlun mín var alls ekki að spræna yfir skrúðgönguna þeirra þá er virðingarvert í sjálfu sér ef auglýsingastofur geta kolefnisjafnað sig annars slagið með því að skipta bjórauglýsingum út fyrir auglýsingaherferðir SÁÁ. Og ég er ekki að draga það það til baka að mér finnst safnanirnar orka tvímælis.“ Helgi segir að hin miklu viðbrögð við orðum hans hafi ekki komið sér á óvart, ekki í sjálfu sér. „En það sem kom mér á óvart var hversu margir halda og héldu að það væri miklu hærra hlutfall af þessum fjármunum í rannsóknir og eftirlit með krabbameini í körlum til dæmis. Og umhugsunarefni fyrir Krabbameinsfélagsins hvort það ætti ekki frekar að bregðast við því að bjóða uppá þjónustu þar sem körlum er boðið að koma og láta athuga með sig eins og hefur gengið svo vel með konur.“Illa grunduð árvekniherferð varðandi veipiðHann segir jafnframt að þó árvekniátök séu góðra gjalda verð þá hljóti hann að setja spurningarmerki við það að enn sé verið að hamra á því að reykingar séu óhollar fyrir sig, þá alkunnu staðreynd, og jafnvel að teygja sig yfir í að halda því fram að veip sé það líka. „Ég set spurningarmerki við að Krabbameinsfélagið haldi því fram að ekki sé nóg að hætta að reykja og taka inn krabbameinsvaldandi lyf heldur sé bara einhver ein tegund samtökunum þóknanleg. Með því er ég ekki að halda því fram að það sé eitthvað minna siðleysi að markaðssetja veip, markaðssetning sem ég hef reyndar ekki séð, fyrir börn og unglinga, heldur en þegar verið er að markaðssetja allskyns viðbjóð fyrir börn í gegnum auglýsingar. Árvekniátök eru alltaf þannig að þau krefjast þess að menn auglýsi og ég hlýt að setja spurningarmerki við að þetta sé stóra verkefnið núna og þessi hæpnu vísindi sem Krabbameinsfélagið styðst við varðandi veipið.“
Ímark Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið um gagnrýni á Mottumars: „Það er ekki þannig að allt eigi að fara í rannsóknir“ Krabbbameinsfélagið segir að það fé sem safnist í Mottumars, fjáröflun félagsins, eigi ekki allt að renna til krabbameinsrannsókna. Verkefnið sé fyrst og fremst fræðslu- og árveknisátak. 3. mars 2017 15:37 Helgi Seljan hjólar í Mottumars: „Siðlaust drasl“ Sjónvarpsmaður ársins segir söfnunarátakið aðeins til þess fallið að fóðra auglýsingastofur. 3. mars 2017 11:47 Þungt högg og sárt fyrir Mottumars frá sjónvarpsmanni ársins Framkvæmdastjóri Brandenburgar auglýsingastofu segir Helga Seljan fara með staðlausa stafi. 3. mars 2017 12:55 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Krabbameinsfélagið um gagnrýni á Mottumars: „Það er ekki þannig að allt eigi að fara í rannsóknir“ Krabbbameinsfélagið segir að það fé sem safnist í Mottumars, fjáröflun félagsins, eigi ekki allt að renna til krabbameinsrannsókna. Verkefnið sé fyrst og fremst fræðslu- og árveknisátak. 3. mars 2017 15:37
Helgi Seljan hjólar í Mottumars: „Siðlaust drasl“ Sjónvarpsmaður ársins segir söfnunarátakið aðeins til þess fallið að fóðra auglýsingastofur. 3. mars 2017 11:47
Þungt högg og sárt fyrir Mottumars frá sjónvarpsmanni ársins Framkvæmdastjóri Brandenburgar auglýsingastofu segir Helga Seljan fara með staðlausa stafi. 3. mars 2017 12:55