Krabbameinsfélagið um gagnrýni á Mottumars: „Það er ekki þannig að allt eigi að fara í rannsóknir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2017 15:37 Krabbameinsfélagið Vísir/Vilhelm Krabbbameinsfélagið segir að það fé sem safnist í Mottumars, fjáröflun félagsins, eigi ekki allt að renna til krabbameinsrannsókna. Verkefnið sé fyrst og fremst fræðslu- og árveknisátak. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan gagnrýndi Mottumars á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann sagði að árið 2010 hafi aðeins tvær milljónir af þeim 60 sem söfnuðust í Mottumars runnið til krabbameinsrannsókna. Restin hafi runnið til „auglýsingastofa og milliliða.“ Í samtali við Vísi segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, það skýrt að fé sem safnist í Mottumars sé ekki eingöngu eyrnamerkt krabbameinsrannsóknum. Þeir fjármunir sem safnist séu notaðir í forvarnir, fræðslu, rannsókn og ráðgjöf.Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.„Það er ekki þannig að allt eigi að fara í rannsóknir. Án þess að ég hafi það alveg í huganum þá hafa um tíu prósent af innkomunni farið í rannsóknir en síðan hefur þetta farið í starfsemi eins og krabbameinsráðgjöfina, fræðslu og árvekniátak sem þetta átak er. Mottumars er fræðslu og árvekniátak og það fer auðvitað ákveðinn kostnaður í það,“ segir Kristján. Í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélaginu segir að markmið herferðarinnar í ár sé „vitundarvakning og fræðsla en ekki fjáröflun.“Tíu prósent í rannsóknir Í samtali við Vísi árið 2015 sagði Ragnheiður Haraldsdóttir, þáverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins, að um 50 prósent af söfnunarfénu renni til fræðslu- og árveknistarfa um 30 prósent til ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem rekur íbúðir hér í bænum og þjónustuíbúðir úti um landið og ráðgjöf í húsnæði Krabbameinsfélagsins. Um tíu prósent færi í kostnað vegna átaksins og tíu prósent í krabbameinsrannsóknir. Kristján getur ekki tekið undir að auglýsingastofur og milliliðir fái megnið af þeim fjármunum sem safnist í Mottumars. Krabbameinsfélagið fái mikinn afslátt af auglýsingum og vinnu auglýsingastofa í tengslum við átakið.Ragnar segir gagnrýni Helga ábyrgðarlausa, þetta sé þungt og sárt högg frá sjónvarpsmanni ársins sem fari með staðlausa stafi.Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg auglýsingastofu gagnrýni Helga Seljan vera út í hött. Tengdi hann gagnrýni Helga við þann hluta verkefnisins sem snýr að rafrettum eða því sem gengur undir nafninu veip. Vilja ekki meina að rafsígarettur séu ekki skárri kostur Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að félagið hafi aldrei haldið því fram að rafsígarettur séu ekki skárri kostur en sígarettur. Herferð Mottumars gegn rafrettum snúi að því að hvetja karla til að velja sér tóbakslaust líf. „Aðaláhyggjuefni félagsins er að rafsígarettur hafa skotið rótum í skólum og víðar þar sem tóbaksnotkun var áður hverfandi. Nýjustu tölur sýna að rúmlega fjórðungur barna í 10. bekk grunnskóla hefur notað rafsígarettur og helmingur ungmenna í framhaldsskólum á meðan einungis 3% fullorðinna hafa notað rafsígarettur. Þetta er þróun sem er mikilvægt að snúa við,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins. Tengdar fréttir Helgi Seljan hjólar í Mottumars: „Siðlaust drasl“ Sjónvarpsmaður ársins segir söfnunarátakið aðeins til þess fallið að fóðra auglýsingastofur. 3. mars 2017 11:47 Þungt högg og sárt fyrir Mottumars frá sjónvarpsmanni ársins Framkvæmdastjóri Brandenburgar auglýsingastofu segir Helga Seljan fara með staðlausa stafi. 3. mars 2017 12:55 Yfir 200 milljónir söfnuðust á 5 árum Á fimm ára tímabili söfnuðust 205 milljónir í átakinu Mottumars. Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir Bleika mánuðinn þó sterkari söfnun. Stærstur hluti fjárins rennur til fræðslu- og árveknistarfa. 11. mars 2015 09:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Krabbbameinsfélagið segir að það fé sem safnist í Mottumars, fjáröflun félagsins, eigi ekki allt að renna til krabbameinsrannsókna. Verkefnið sé fyrst og fremst fræðslu- og árveknisátak. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan gagnrýndi Mottumars á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann sagði að árið 2010 hafi aðeins tvær milljónir af þeim 60 sem söfnuðust í Mottumars runnið til krabbameinsrannsókna. Restin hafi runnið til „auglýsingastofa og milliliða.“ Í samtali við Vísi segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, það skýrt að fé sem safnist í Mottumars sé ekki eingöngu eyrnamerkt krabbameinsrannsóknum. Þeir fjármunir sem safnist séu notaðir í forvarnir, fræðslu, rannsókn og ráðgjöf.Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.„Það er ekki þannig að allt eigi að fara í rannsóknir. Án þess að ég hafi það alveg í huganum þá hafa um tíu prósent af innkomunni farið í rannsóknir en síðan hefur þetta farið í starfsemi eins og krabbameinsráðgjöfina, fræðslu og árvekniátak sem þetta átak er. Mottumars er fræðslu og árvekniátak og það fer auðvitað ákveðinn kostnaður í það,“ segir Kristján. Í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélaginu segir að markmið herferðarinnar í ár sé „vitundarvakning og fræðsla en ekki fjáröflun.“Tíu prósent í rannsóknir Í samtali við Vísi árið 2015 sagði Ragnheiður Haraldsdóttir, þáverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins, að um 50 prósent af söfnunarfénu renni til fræðslu- og árveknistarfa um 30 prósent til ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem rekur íbúðir hér í bænum og þjónustuíbúðir úti um landið og ráðgjöf í húsnæði Krabbameinsfélagsins. Um tíu prósent færi í kostnað vegna átaksins og tíu prósent í krabbameinsrannsóknir. Kristján getur ekki tekið undir að auglýsingastofur og milliliðir fái megnið af þeim fjármunum sem safnist í Mottumars. Krabbameinsfélagið fái mikinn afslátt af auglýsingum og vinnu auglýsingastofa í tengslum við átakið.Ragnar segir gagnrýni Helga ábyrgðarlausa, þetta sé þungt og sárt högg frá sjónvarpsmanni ársins sem fari með staðlausa stafi.Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg auglýsingastofu gagnrýni Helga Seljan vera út í hött. Tengdi hann gagnrýni Helga við þann hluta verkefnisins sem snýr að rafrettum eða því sem gengur undir nafninu veip. Vilja ekki meina að rafsígarettur séu ekki skárri kostur Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að félagið hafi aldrei haldið því fram að rafsígarettur séu ekki skárri kostur en sígarettur. Herferð Mottumars gegn rafrettum snúi að því að hvetja karla til að velja sér tóbakslaust líf. „Aðaláhyggjuefni félagsins er að rafsígarettur hafa skotið rótum í skólum og víðar þar sem tóbaksnotkun var áður hverfandi. Nýjustu tölur sýna að rúmlega fjórðungur barna í 10. bekk grunnskóla hefur notað rafsígarettur og helmingur ungmenna í framhaldsskólum á meðan einungis 3% fullorðinna hafa notað rafsígarettur. Þetta er þróun sem er mikilvægt að snúa við,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins.
Tengdar fréttir Helgi Seljan hjólar í Mottumars: „Siðlaust drasl“ Sjónvarpsmaður ársins segir söfnunarátakið aðeins til þess fallið að fóðra auglýsingastofur. 3. mars 2017 11:47 Þungt högg og sárt fyrir Mottumars frá sjónvarpsmanni ársins Framkvæmdastjóri Brandenburgar auglýsingastofu segir Helga Seljan fara með staðlausa stafi. 3. mars 2017 12:55 Yfir 200 milljónir söfnuðust á 5 árum Á fimm ára tímabili söfnuðust 205 milljónir í átakinu Mottumars. Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir Bleika mánuðinn þó sterkari söfnun. Stærstur hluti fjárins rennur til fræðslu- og árveknistarfa. 11. mars 2015 09:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Helgi Seljan hjólar í Mottumars: „Siðlaust drasl“ Sjónvarpsmaður ársins segir söfnunarátakið aðeins til þess fallið að fóðra auglýsingastofur. 3. mars 2017 11:47
Þungt högg og sárt fyrir Mottumars frá sjónvarpsmanni ársins Framkvæmdastjóri Brandenburgar auglýsingastofu segir Helga Seljan fara með staðlausa stafi. 3. mars 2017 12:55
Yfir 200 milljónir söfnuðust á 5 árum Á fimm ára tímabili söfnuðust 205 milljónir í átakinu Mottumars. Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir Bleika mánuðinn þó sterkari söfnun. Stærstur hluti fjárins rennur til fræðslu- og árveknistarfa. 11. mars 2015 09:00