Vilja tryggja öldruðum rétt til sambúðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 10:40 Öldruð hjón geta þurft að slíta samvistum gegn vilja sínum þegar annað þeirra þarf að fara á stofnun sökum skertrar heilsu. vísir/valli Tíu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram frumvarp til laga sem tryggir öldruðum hjónum og sambúðarfólki rétt til að vera áfram samvistum þó annað þurfi að dvelja til langframa á hjúkrunarheimili. Þessi réttur er ekki tryggður nú og því geta öldruð hjón þurft að slíta samvistum gegn vilja sínum þegar annað þeirra þarf að fara á stofnun sökum skertrar heilsu. Þá gerir frumvarpið jafnframt ráð fyrir því að maki geti dvalið á stofnuninni í allt að átta vikur eftir fráfall heimilismanns. Á þeim tíma er þar til gerðri nefnd falið að meta forsendur fyrir áframhaldandi dvöl á stofnuninni. Sambærilegt frumvarp var lagt fram á síðasta löggjafarþingi og gekk það til velferðarnefndar sem óskaði eftir umsögnum. Efnislegar athugasemdir lutu einkum að greiðslum vegna búsetu maka á hjúkrunarheimilinu og stöðu hans við andlát heimilismanns. Enginn lýsti sig andvígan því sjónarmiði að æskilegt væri að hjón og sambúðarfólk gæti haldið áfram sambúð sinni, þrátt fyrir dvöl á stofnun. Hins vegar var bent á ýmis atriði sem stæðu í veg fyrir þeirri tilhögun, svo sem mikinn skort á dvalarrými fyrir aldraða, langa biðlista eftir dvöl og rekstrarvanda stofnana. „Undir það skal tekið að erfið staða margra stofnana fyrir aldraða er ærið áhyggjuefni og álag á starfslið þeirra er mikið. En sú staða mála getur ekki orðið að átyllu yfir því að láta hjá líða að virða mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt aldraðra eða láta undir höfuð leggjast að rækja skyldur samfélagsins við aldraða yfirleitt. Þvert á móti hlýtur það að vera keppikefli að allar ráðstafanir í þágu aldraðra byggist af virðingu við þá og rétt til mannlegrar reisnar,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Réttur para til sambúðar á stofnun er við lýði í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en er misjafnlega tryggður og útfærður. Réttur sambúðarfólks í þeim löndum byggist á þeirri grunnforsendu að með því aukist réttindi og lífsgæði aldraðra. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en aðrir flutningsmenn koma úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Pírötum. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Tíu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram frumvarp til laga sem tryggir öldruðum hjónum og sambúðarfólki rétt til að vera áfram samvistum þó annað þurfi að dvelja til langframa á hjúkrunarheimili. Þessi réttur er ekki tryggður nú og því geta öldruð hjón þurft að slíta samvistum gegn vilja sínum þegar annað þeirra þarf að fara á stofnun sökum skertrar heilsu. Þá gerir frumvarpið jafnframt ráð fyrir því að maki geti dvalið á stofnuninni í allt að átta vikur eftir fráfall heimilismanns. Á þeim tíma er þar til gerðri nefnd falið að meta forsendur fyrir áframhaldandi dvöl á stofnuninni. Sambærilegt frumvarp var lagt fram á síðasta löggjafarþingi og gekk það til velferðarnefndar sem óskaði eftir umsögnum. Efnislegar athugasemdir lutu einkum að greiðslum vegna búsetu maka á hjúkrunarheimilinu og stöðu hans við andlát heimilismanns. Enginn lýsti sig andvígan því sjónarmiði að æskilegt væri að hjón og sambúðarfólk gæti haldið áfram sambúð sinni, þrátt fyrir dvöl á stofnun. Hins vegar var bent á ýmis atriði sem stæðu í veg fyrir þeirri tilhögun, svo sem mikinn skort á dvalarrými fyrir aldraða, langa biðlista eftir dvöl og rekstrarvanda stofnana. „Undir það skal tekið að erfið staða margra stofnana fyrir aldraða er ærið áhyggjuefni og álag á starfslið þeirra er mikið. En sú staða mála getur ekki orðið að átyllu yfir því að láta hjá líða að virða mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt aldraðra eða láta undir höfuð leggjast að rækja skyldur samfélagsins við aldraða yfirleitt. Þvert á móti hlýtur það að vera keppikefli að allar ráðstafanir í þágu aldraðra byggist af virðingu við þá og rétt til mannlegrar reisnar,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Réttur para til sambúðar á stofnun er við lýði í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en er misjafnlega tryggður og útfærður. Réttur sambúðarfólks í þeim löndum byggist á þeirri grunnforsendu að með því aukist réttindi og lífsgæði aldraðra. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en aðrir flutningsmenn koma úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Pírötum.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira