Germaine de Randamie fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. febrúar 2017 07:11 Germaine de Randamie fagnar sigri. Vísir/Getty Hin hollenska Germaine de Randamie varð í nótt sú fyrsta til að vinna fjaðurvigtartitil kvenna í UFC. De Randamie vann Holly Holm eftir dómaraákvörðun. Þetta var fyrsti bardaginn í fjaðurvigt kvenna í sögu UFC og hefur þyngdarflokkurinn nú verið formlega settur á laggirnar. Bardaginn var jafn en tilþrifalítill og er ekki mikil eftirspurn eftir endurati. Bardaginn fór allar fimm loturnar og að mati allra þriggja dómaranna vann de Randamie þrjár lotur á meðan Holm vann tvær. De Randamie fór því með sigur af hólmi, 48-47, og er nýjasti meistarinn í UFC. Dómari bardagans fær ekki mikið lof fyrir frammistöðu sína í bardaganum. Tvisvar veitti de Randamie högg í Holm eftir að lotan kláraðist. Dómarinn var of seinn til að stíga á milli og de Randamie var of áköf og hélt áfram að kýla þrátt fyrir að lotan væri búin. Í seinna skiptið hefði dómarinn átt að taka eitt stig af henni en de Randamie slapp með viðvörun. Ef de Randamie hefði fengið mínusstig hefði bardaginn endað með jafntefli (47-47). Þetta var ekki eina umdeilda atvik kvöldsins því gamla brýnið Anderson Silva nældi sér í sinn fyrsta sigur síðan 2012 með sigri á Derek Brunson eftir dómaraákvörðun. Ekki eru allir sammála niðurstöðu dómaranna en Anderson Silva var hæst ánægður með sigurinn.Ronaldo ‘Jacare’ Souza var sá eini sem kláraði bardaga sinn í kvöld en níu af tíu bardögum kvöldsins enduðu í dómaraákvörðun. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Hin hollenska Germaine de Randamie varð í nótt sú fyrsta til að vinna fjaðurvigtartitil kvenna í UFC. De Randamie vann Holly Holm eftir dómaraákvörðun. Þetta var fyrsti bardaginn í fjaðurvigt kvenna í sögu UFC og hefur þyngdarflokkurinn nú verið formlega settur á laggirnar. Bardaginn var jafn en tilþrifalítill og er ekki mikil eftirspurn eftir endurati. Bardaginn fór allar fimm loturnar og að mati allra þriggja dómaranna vann de Randamie þrjár lotur á meðan Holm vann tvær. De Randamie fór því með sigur af hólmi, 48-47, og er nýjasti meistarinn í UFC. Dómari bardagans fær ekki mikið lof fyrir frammistöðu sína í bardaganum. Tvisvar veitti de Randamie högg í Holm eftir að lotan kláraðist. Dómarinn var of seinn til að stíga á milli og de Randamie var of áköf og hélt áfram að kýla þrátt fyrir að lotan væri búin. Í seinna skiptið hefði dómarinn átt að taka eitt stig af henni en de Randamie slapp með viðvörun. Ef de Randamie hefði fengið mínusstig hefði bardaginn endað með jafntefli (47-47). Þetta var ekki eina umdeilda atvik kvöldsins því gamla brýnið Anderson Silva nældi sér í sinn fyrsta sigur síðan 2012 með sigri á Derek Brunson eftir dómaraákvörðun. Ekki eru allir sammála niðurstöðu dómaranna en Anderson Silva var hæst ánægður með sigurinn.Ronaldo ‘Jacare’ Souza var sá eini sem kláraði bardaga sinn í kvöld en níu af tíu bardögum kvöldsins enduðu í dómaraákvörðun. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30