Erlent

Kjósendur í Sviss samþykktu tillögu um aukin réttindi innflytjenda

Anton Egilsson skrifar
Nú er auðveldara fyrir þriðju kynslóð innflytjenda í Sviss að öðlast ríkisborgararétt þar í landi.
Nú er auðveldara fyrir þriðju kynslóð innflytjenda í Sviss að öðlast ríkisborgararétt þar í landi. Vísir/EPA
Tillaga þess efnis að auðveldara verði fyrir þriðju kynslóð innflytjenda í Sviss að öðlast svissneskan ríkisborgararétt var samþykkt af kjósendum þar í landi í dag. Efnt hafði verið til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Í frétt The Guardian um málið segir að með tillögunni sé slakað á þeim skilyrðum sem umræddur hópur þarf að uppfylla til að öðlast ríkisborgararétt í landinu. Mun strangari reglur giltu samkvæmt áðurgildandi fyrirkomulagi. 

Til að uppfylla skilyrði til að öðlast ríkisborgararétt samkvæmt nýsamþykktri tillögu þarf einstaklingur að vera yngri en 25 ára og fæddur í Sviss. Þá þarf viðkomandi að hafa sótt skóla í landinu í að minnsta kosti fimm ár og tala þjóðartungumálið. Einnig er það skilyrði að aðli treysti ekki á fjárhagsaðstoð frá ríkinu.

Samþykkt tillögunnar í dag er sagður mikill ósigur fyrir hægri flokka í Sviss en þeir höfðu barist ötullega gegn henni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×