Erlent

Bretar verða fyrir æ fleiri tölvuárásum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fjöldi tölvuárása í Bretlandi, fer vaxandi, af hálfu erlendra aðila.
Fjöldi tölvuárása í Bretlandi, fer vaxandi, af hálfu erlendra aðila. Vísir/AFP
Bresk yfirvöld verða fyrir tugum tölvuárása í hverjum mánuði, meðal annars frá aðilum sem tengjast rússneskum yfirvöldum og reyna að komast yfir gögn sem tengjast varnarmálum Bretlands, samkvæmt yfirmanni netöryggismála opinberra stofnanna þar í landi. Guardian greinir frá.

Að sögn Ciaran Martin, viðkomandi yfirmanni, hefur fjöldi árása frá rússneskum yfirvöldum fjölgað að undanförnu. Áður hafði Philip Hammond, þingmaður breska Íhaldsflokksins og fyrrum varnarmálaráðherra, sagt að bresk yfirvöld hefðu varist 34.550 slíkum tölvuárásum, síðastliðna sex mánuði, eða um 200 á dag.

Tölvuárásir hafa farið mikinn í umræðunni að undanförnu, þar sem Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um að hafa ráðist á bandarískar stofnanir og haft áhrif á forsetakosningar þar í landi.

Þá hafa Frakkar einnig upplýst um það að þeir verjist fjölda slíkra árása í hverjum mánuði, en í fyrra vörðust frönsk yfirvöld um 24 þúsund tölvuárásum.

„Síðastliðnu tvö ár hefur fjöldi slíkra árása af hálfu Rússa, farið vaxandi, á pólítískar stofnanir, stjórnmálaflokka, stofnanir sem tengjast þinginu og sömu sögu er að segja frá bandamönnum okkar,“ segir Martin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×