Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2017 07:00 Húsnæðið hefur hýst vegasjoppu í einni stærstu sumarhúsabyggð á Íslandi. Rekstur þar lagðist af í október síðastliðnum. Mynd/Aðsend Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. Eftir að rekstur verslunarinnar lagðist af síðasta haust vegna erfiðleika rekstraraðila leitaði Olís, sem er eigandi hússins, að nýjum aðilum til að taka við. „Við vorum komin með aðila sem hafði áhuga á að taka að sér reksturinn. En svo brást það þannig að við brugðum bara á það ráð að auglýsa húsið til sölu,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri smásölusviðs hjá Olís.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi„Það er þó nokkuð mikið af fólki búið að skoða þetta,“ segir Svan G. Guðlaugsson, sölumaður hjá Fasteignasölunni Mikluborg. Hann segir ástandið á húsinu vera slæmt. „Það er nú það sem málið snýst um en það eru margir áhugasamir sem vilja gera eitthvað þarna. Annaðhvort opna verslun eða breyta þessu að hluta til í gistingu. En það þarf að taka allt húsið í gegn,“ segir hann. „Ég sakna hennar. Ég get alveg viðurkennt það og ég veit að það gera það mjög margir en alls ekki allir,“ segir Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri. Selfoss er í um það bil 20 kílómetra fjarlægð frá Minni-Borg og Ingibjörg segir að íbúar sæki mikið þangað. „Það er kannski hluti af ástæðunni fyrir því að búðin hætti, að það er ekki verslað nóg í henni,“ segir Ingibjörg. Fólk fari til Selfoss til að gera stórinnkaup, en það sé bagalegt að geta ekki farið á Minni-Borg til að gera smærri innkaup. „En ég hugsa að það séu fleiri sem sakna félagslega þáttarins úr búðinni heldur en verslunarinnar sjálfrar. Hann var heilmikill,“ segir Ingibjörg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. Eftir að rekstur verslunarinnar lagðist af síðasta haust vegna erfiðleika rekstraraðila leitaði Olís, sem er eigandi hússins, að nýjum aðilum til að taka við. „Við vorum komin með aðila sem hafði áhuga á að taka að sér reksturinn. En svo brást það þannig að við brugðum bara á það ráð að auglýsa húsið til sölu,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri smásölusviðs hjá Olís.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi„Það er þó nokkuð mikið af fólki búið að skoða þetta,“ segir Svan G. Guðlaugsson, sölumaður hjá Fasteignasölunni Mikluborg. Hann segir ástandið á húsinu vera slæmt. „Það er nú það sem málið snýst um en það eru margir áhugasamir sem vilja gera eitthvað þarna. Annaðhvort opna verslun eða breyta þessu að hluta til í gistingu. En það þarf að taka allt húsið í gegn,“ segir hann. „Ég sakna hennar. Ég get alveg viðurkennt það og ég veit að það gera það mjög margir en alls ekki allir,“ segir Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri. Selfoss er í um það bil 20 kílómetra fjarlægð frá Minni-Borg og Ingibjörg segir að íbúar sæki mikið þangað. „Það er kannski hluti af ástæðunni fyrir því að búðin hætti, að það er ekki verslað nóg í henni,“ segir Ingibjörg. Fólk fari til Selfoss til að gera stórinnkaup, en það sé bagalegt að geta ekki farið á Minni-Borg til að gera smærri innkaup. „En ég hugsa að það séu fleiri sem sakna félagslega þáttarins úr búðinni heldur en verslunarinnar sjálfrar. Hann var heilmikill,“ segir Ingibjörg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira