Dómur mildaður vegna Grettisgötubrunans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2017 16:07 Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi eldsvoðans. vísir/anton brink Hæstiréttur hefur mildað dóm yfir manni vegna eldsvoða í iðnaðarhúsnæði Grettisgötu í mars á síðasta ári. Fangelsvist mannsins hefur verið stytt auk þess sem að hann var sýknaður af kröfu Tryggingarmiðstöðvarinnar. Héraðsdómur hafði áður sakfellt hann fyrir að láta hjá líðast að gera það sem í hans valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoða og því eignatjóni sem af hlaust, jafnvel þótt hann hefði getað aðhafst án þess að stofna sér í hættu. Maðurinn var ákærður ásamt bróður hans fyrir brunann. Bróðir mannsins játaði að hafa kveikt í slæðu á stól í herbergi sínu, hent stólnum á dýnu og skilið brennandi dýnuna eftir inni í herberginu. Var hann metinn ósakhæfur í héraðsdómi en maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsisvist og gert að greiða Tryggingamiðstöðinni tólf milljónir.Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út.Vísir/EgillSjá einnig: Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87Maðurinn var í herberginu þegar eldurinn kom upp en hvorki hann né bróðir hans hringdu á lögreglu eða slökkvilið. Bræðurnir tveir hafa báðir glímt við andleg veikindi og dvalið á götunni. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Tryggingamiðstöðinni hefði ekki tekist að sanna að maðurinn hefði þannig tengsl við atburðarrásina sem átti sér tað að hann gæti borið skaðabótaábyrgð á því tjóni sem af eldsvoðanum hlaust. Var fangelsisdómur mannsins styttur í fjóra mánuði og skaðabótakrafa Tryggingamiðstöðvarinnar felld niður. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað til er mikill eldur kom upp á verkstæði á Grettisgötu 87 og gjöreyðilagðist það í eldinum. Í húsinu voru tvö bifreiðaverkstæði, líkamsræktarstöð, vinnustofa og íbúð listmálara, auk bifreiðageymslu í kjallara. Meðal þess sem glataðist var mikið safn málverka eftir Halldór Ragnarsson myndlistarmann. Var húsið metið á 200 milljónir króna.Sjá má dóm Hæstaréttar hér. Tengdar fréttir Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00 Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49 Bræður ákærðir vegna Grettisgötubrunans Annar hefur játað að hafa kveikt í húsinu. 29. júní 2016 12:58 Grettisgötubruninn: Brennuvargurinn metinn ósakhæfur Tveir bræður voru í dag sakfelldir fyrir þátt sinn í brunanum á Grettisgötu í mars. 6. júlí 2016 13:45 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur mildað dóm yfir manni vegna eldsvoða í iðnaðarhúsnæði Grettisgötu í mars á síðasta ári. Fangelsvist mannsins hefur verið stytt auk þess sem að hann var sýknaður af kröfu Tryggingarmiðstöðvarinnar. Héraðsdómur hafði áður sakfellt hann fyrir að láta hjá líðast að gera það sem í hans valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoða og því eignatjóni sem af hlaust, jafnvel þótt hann hefði getað aðhafst án þess að stofna sér í hættu. Maðurinn var ákærður ásamt bróður hans fyrir brunann. Bróðir mannsins játaði að hafa kveikt í slæðu á stól í herbergi sínu, hent stólnum á dýnu og skilið brennandi dýnuna eftir inni í herberginu. Var hann metinn ósakhæfur í héraðsdómi en maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsisvist og gert að greiða Tryggingamiðstöðinni tólf milljónir.Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út.Vísir/EgillSjá einnig: Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87Maðurinn var í herberginu þegar eldurinn kom upp en hvorki hann né bróðir hans hringdu á lögreglu eða slökkvilið. Bræðurnir tveir hafa báðir glímt við andleg veikindi og dvalið á götunni. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Tryggingamiðstöðinni hefði ekki tekist að sanna að maðurinn hefði þannig tengsl við atburðarrásina sem átti sér tað að hann gæti borið skaðabótaábyrgð á því tjóni sem af eldsvoðanum hlaust. Var fangelsisdómur mannsins styttur í fjóra mánuði og skaðabótakrafa Tryggingamiðstöðvarinnar felld niður. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað til er mikill eldur kom upp á verkstæði á Grettisgötu 87 og gjöreyðilagðist það í eldinum. Í húsinu voru tvö bifreiðaverkstæði, líkamsræktarstöð, vinnustofa og íbúð listmálara, auk bifreiðageymslu í kjallara. Meðal þess sem glataðist var mikið safn málverka eftir Halldór Ragnarsson myndlistarmann. Var húsið metið á 200 milljónir króna.Sjá má dóm Hæstaréttar hér.
Tengdar fréttir Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00 Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49 Bræður ákærðir vegna Grettisgötubrunans Annar hefur játað að hafa kveikt í húsinu. 29. júní 2016 12:58 Grettisgötubruninn: Brennuvargurinn metinn ósakhæfur Tveir bræður voru í dag sakfelldir fyrir þátt sinn í brunanum á Grettisgötu í mars. 6. júlí 2016 13:45 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Sjá meira
Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00
Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49
Bræður ákærðir vegna Grettisgötubrunans Annar hefur játað að hafa kveikt í húsinu. 29. júní 2016 12:58
Grettisgötubruninn: Brennuvargurinn metinn ósakhæfur Tveir bræður voru í dag sakfelldir fyrir þátt sinn í brunanum á Grettisgötu í mars. 6. júlí 2016 13:45