Eldri borgarar passa börnin, lána pening og veita húsaskjól Erla Björg Gunnarsdótti skrifar 5. febrúar 2017 20:00 Spurningakannanir voru lagðar fyrir fólk á aldrinum 67 til 85 ára árin 2006 og 2016 og spurt um framlag þeirra til samfélgsins. Rannsakanda fannst mikilvægt að rannsaka dulið framlag eldri borgara sem ekki er metið til fjár. „Öll umræða um eldri borgara, hefur og hafði verið þegar ég byrjaði árið 2005, svo neikvæð. Það var svo mikið talað um þá sem þiggjendur og veika en ég vissi náttúrulega af fullt af fólki sem var ákaflega aktívt og mikið að gera,” segir Ingibjörg H. Harðardóttir, lektor og höfundur rannsóknarinnar. Árið 2006 mátu 77 prósent svarenda heilsufar sitt mjög eða frekar gott en 79 prósent árið 2016. Ríflega helmingur svarenda hafði sinnt barnagæslu árið 2006. Í fyrra höfðu tveir af hverjum þremur sinnt barnagæslu. Tæplega 65 prósent karla og 70 prósent kvenna. Flestir passa börnin heima hjá sér og mikið er um skutl í tómstundir. „Þeir eru mest að passa fyrir þá sem eru með mestu menntunina og bestu launin. Fólk sem getur ekki tekið sér frí frá vinnu,” segir Ingibjörg. Einnig hefur það færst í vöxt að eldra fólk aðstoði með ýmsu vinnuframlagi. Fyrir tíu árum voru það 22 prósent svarenda en í fyrra 42 prósent. Ingibjörg segir það hafa komið fram í viðtalsrannsókninni að eldra fólk er ekki að gera mikið úr vinnuframlagi sínu. „Við spurðum hvað fólk væri að gera. Það svaraði oft „Ég dunda og dútla.“ Þá spurðum við hvað fælist í dundinu. Þá fengum við svör eins og það væri að setja upp eldhúsinnréttingu fyrir dóttur sína eða klára sumarbústaðinn með bróður sínum,” segir Ingibjörg. Bæði árin höfðu um 45 prósent eldri borgara veitt ættingjum húsaskjól til skemmri tíma en 17 prósent til lengri tíma. 59 prósent svarenda veittu fjölskyldu sinni fjárhagslegan stuðning í fyrra, en 54 prósent árið 2006. Bæði árin sinnti fjórðungur svarenda sjálfboðaliðastörfum. „Þetta framlag er mikilvægt fyrir þá sjálfa. Mikilvægt fyrir þá sem njóta og þetta er mjög ekónómískt hagkvæmt fyrir samfélagið,” segir Ingibjörg. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Spurningakannanir voru lagðar fyrir fólk á aldrinum 67 til 85 ára árin 2006 og 2016 og spurt um framlag þeirra til samfélgsins. Rannsakanda fannst mikilvægt að rannsaka dulið framlag eldri borgara sem ekki er metið til fjár. „Öll umræða um eldri borgara, hefur og hafði verið þegar ég byrjaði árið 2005, svo neikvæð. Það var svo mikið talað um þá sem þiggjendur og veika en ég vissi náttúrulega af fullt af fólki sem var ákaflega aktívt og mikið að gera,” segir Ingibjörg H. Harðardóttir, lektor og höfundur rannsóknarinnar. Árið 2006 mátu 77 prósent svarenda heilsufar sitt mjög eða frekar gott en 79 prósent árið 2016. Ríflega helmingur svarenda hafði sinnt barnagæslu árið 2006. Í fyrra höfðu tveir af hverjum þremur sinnt barnagæslu. Tæplega 65 prósent karla og 70 prósent kvenna. Flestir passa börnin heima hjá sér og mikið er um skutl í tómstundir. „Þeir eru mest að passa fyrir þá sem eru með mestu menntunina og bestu launin. Fólk sem getur ekki tekið sér frí frá vinnu,” segir Ingibjörg. Einnig hefur það færst í vöxt að eldra fólk aðstoði með ýmsu vinnuframlagi. Fyrir tíu árum voru það 22 prósent svarenda en í fyrra 42 prósent. Ingibjörg segir það hafa komið fram í viðtalsrannsókninni að eldra fólk er ekki að gera mikið úr vinnuframlagi sínu. „Við spurðum hvað fólk væri að gera. Það svaraði oft „Ég dunda og dútla.“ Þá spurðum við hvað fælist í dundinu. Þá fengum við svör eins og það væri að setja upp eldhúsinnréttingu fyrir dóttur sína eða klára sumarbústaðinn með bróður sínum,” segir Ingibjörg. Bæði árin höfðu um 45 prósent eldri borgara veitt ættingjum húsaskjól til skemmri tíma en 17 prósent til lengri tíma. 59 prósent svarenda veittu fjölskyldu sinni fjárhagslegan stuðning í fyrra, en 54 prósent árið 2006. Bæði árin sinnti fjórðungur svarenda sjálfboðaliðastörfum. „Þetta framlag er mikilvægt fyrir þá sjálfa. Mikilvægt fyrir þá sem njóta og þetta er mjög ekónómískt hagkvæmt fyrir samfélagið,” segir Ingibjörg.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira