Eldri borgarar passa börnin, lána pening og veita húsaskjól Erla Björg Gunnarsdótti skrifar 5. febrúar 2017 20:00 Spurningakannanir voru lagðar fyrir fólk á aldrinum 67 til 85 ára árin 2006 og 2016 og spurt um framlag þeirra til samfélgsins. Rannsakanda fannst mikilvægt að rannsaka dulið framlag eldri borgara sem ekki er metið til fjár. „Öll umræða um eldri borgara, hefur og hafði verið þegar ég byrjaði árið 2005, svo neikvæð. Það var svo mikið talað um þá sem þiggjendur og veika en ég vissi náttúrulega af fullt af fólki sem var ákaflega aktívt og mikið að gera,” segir Ingibjörg H. Harðardóttir, lektor og höfundur rannsóknarinnar. Árið 2006 mátu 77 prósent svarenda heilsufar sitt mjög eða frekar gott en 79 prósent árið 2016. Ríflega helmingur svarenda hafði sinnt barnagæslu árið 2006. Í fyrra höfðu tveir af hverjum þremur sinnt barnagæslu. Tæplega 65 prósent karla og 70 prósent kvenna. Flestir passa börnin heima hjá sér og mikið er um skutl í tómstundir. „Þeir eru mest að passa fyrir þá sem eru með mestu menntunina og bestu launin. Fólk sem getur ekki tekið sér frí frá vinnu,” segir Ingibjörg. Einnig hefur það færst í vöxt að eldra fólk aðstoði með ýmsu vinnuframlagi. Fyrir tíu árum voru það 22 prósent svarenda en í fyrra 42 prósent. Ingibjörg segir það hafa komið fram í viðtalsrannsókninni að eldra fólk er ekki að gera mikið úr vinnuframlagi sínu. „Við spurðum hvað fólk væri að gera. Það svaraði oft „Ég dunda og dútla.“ Þá spurðum við hvað fælist í dundinu. Þá fengum við svör eins og það væri að setja upp eldhúsinnréttingu fyrir dóttur sína eða klára sumarbústaðinn með bróður sínum,” segir Ingibjörg. Bæði árin höfðu um 45 prósent eldri borgara veitt ættingjum húsaskjól til skemmri tíma en 17 prósent til lengri tíma. 59 prósent svarenda veittu fjölskyldu sinni fjárhagslegan stuðning í fyrra, en 54 prósent árið 2006. Bæði árin sinnti fjórðungur svarenda sjálfboðaliðastörfum. „Þetta framlag er mikilvægt fyrir þá sjálfa. Mikilvægt fyrir þá sem njóta og þetta er mjög ekónómískt hagkvæmt fyrir samfélagið,” segir Ingibjörg. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Spurningakannanir voru lagðar fyrir fólk á aldrinum 67 til 85 ára árin 2006 og 2016 og spurt um framlag þeirra til samfélgsins. Rannsakanda fannst mikilvægt að rannsaka dulið framlag eldri borgara sem ekki er metið til fjár. „Öll umræða um eldri borgara, hefur og hafði verið þegar ég byrjaði árið 2005, svo neikvæð. Það var svo mikið talað um þá sem þiggjendur og veika en ég vissi náttúrulega af fullt af fólki sem var ákaflega aktívt og mikið að gera,” segir Ingibjörg H. Harðardóttir, lektor og höfundur rannsóknarinnar. Árið 2006 mátu 77 prósent svarenda heilsufar sitt mjög eða frekar gott en 79 prósent árið 2016. Ríflega helmingur svarenda hafði sinnt barnagæslu árið 2006. Í fyrra höfðu tveir af hverjum þremur sinnt barnagæslu. Tæplega 65 prósent karla og 70 prósent kvenna. Flestir passa börnin heima hjá sér og mikið er um skutl í tómstundir. „Þeir eru mest að passa fyrir þá sem eru með mestu menntunina og bestu launin. Fólk sem getur ekki tekið sér frí frá vinnu,” segir Ingibjörg. Einnig hefur það færst í vöxt að eldra fólk aðstoði með ýmsu vinnuframlagi. Fyrir tíu árum voru það 22 prósent svarenda en í fyrra 42 prósent. Ingibjörg segir það hafa komið fram í viðtalsrannsókninni að eldra fólk er ekki að gera mikið úr vinnuframlagi sínu. „Við spurðum hvað fólk væri að gera. Það svaraði oft „Ég dunda og dútla.“ Þá spurðum við hvað fælist í dundinu. Þá fengum við svör eins og það væri að setja upp eldhúsinnréttingu fyrir dóttur sína eða klára sumarbústaðinn með bróður sínum,” segir Ingibjörg. Bæði árin höfðu um 45 prósent eldri borgara veitt ættingjum húsaskjól til skemmri tíma en 17 prósent til lengri tíma. 59 prósent svarenda veittu fjölskyldu sinni fjárhagslegan stuðning í fyrra, en 54 prósent árið 2006. Bæði árin sinnti fjórðungur svarenda sjálfboðaliðastörfum. „Þetta framlag er mikilvægt fyrir þá sjálfa. Mikilvægt fyrir þá sem njóta og þetta er mjög ekónómískt hagkvæmt fyrir samfélagið,” segir Ingibjörg.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira