Ponzinibbio hræðist ekki Gunnar Nelson: Ég hef kraft til að rota hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2017 09:45 Santiago Ponzinibbio er á hraðferð upp metorðalistann. vísir/getty Argentínski bardagakappinn Santiago Ponzinibbio er hvergi banginn fyrir bardagann á móti Gunnari Nelson í Glasgow þann 16. júlí en bardagi þeirra verður aðalatriðið á UFC Fight Night 113. Gunnar Nelson vonaðist eftir bardaga á móti einum af þeim bestu eftir tvo sannfærandi sigra á Albert Tumenov og nú síðast Alan Jouban í mars en enginn af efstu mönnum styrkleikalistans var laus. Ponzinibbio er búinn að vinna fjóra bardaga í röð í veltivigtinni og komst inn á styrkleikalistann í fyrsta sinn þegar hann var síðast gefinn út. Argentínumaðurinn er þar í þrettánda sæti en hann er búinn að vinna sex af síðustu sjö bardögum sínum í UFC. Gunnar Nelson er í níunda sæti. „Ég bjóst við stórum bardaga. Ég er búinn að vinna fjóra í röð og þar af er ég búinn að rota tvo í fyrstu lotu og fá tvo einróma dómaraúrskuði. Ég vissi að ég fengi eitthvað stærra næst og ég er ánægður með að fá aðalbardaga kvöldsins á móti jafnflottum íþróttamanni og Gunnar Nelson. Hann sér flotta sögu innan UFC,“ segir Ponzinibbio í viðtali við MMA Fighting. Sá argentínski óttast ekki gæði Gunnars í gólfinu en það eru fáir innan UFC sem eru betri í brasilísku jiu-jitsu en Mjölnismaðurinn. „Ég veit að ég hef kraft til að rota Gunnar. Ég verð klár í fimm lotur ef þess þarf en vonandi klára ég hann fyrr. Ég mun vera með fullkomna leikaðferð,“ segir Ponzinibbio og gerir svolítið lítið úr jiu-jitsu hæfileikum Gunnars. „Þetta er MMA (blandaðar bardagalistir) ekki jiu-jitsu. Það er önnur íþrótt. Ég er með frábæra jiu-jitsu þjálfara og æfingafélaga þegar kemur að því. Ég er góður í jiu-jitsu og hef engar áhyggjur af því sem Gunnar er góður í. Ef hann gefur mér opnun þá mun ég ná honum,“ segir Santiago Ponzinibbio. MMA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjá meira
Argentínski bardagakappinn Santiago Ponzinibbio er hvergi banginn fyrir bardagann á móti Gunnari Nelson í Glasgow þann 16. júlí en bardagi þeirra verður aðalatriðið á UFC Fight Night 113. Gunnar Nelson vonaðist eftir bardaga á móti einum af þeim bestu eftir tvo sannfærandi sigra á Albert Tumenov og nú síðast Alan Jouban í mars en enginn af efstu mönnum styrkleikalistans var laus. Ponzinibbio er búinn að vinna fjóra bardaga í röð í veltivigtinni og komst inn á styrkleikalistann í fyrsta sinn þegar hann var síðast gefinn út. Argentínumaðurinn er þar í þrettánda sæti en hann er búinn að vinna sex af síðustu sjö bardögum sínum í UFC. Gunnar Nelson er í níunda sæti. „Ég bjóst við stórum bardaga. Ég er búinn að vinna fjóra í röð og þar af er ég búinn að rota tvo í fyrstu lotu og fá tvo einróma dómaraúrskuði. Ég vissi að ég fengi eitthvað stærra næst og ég er ánægður með að fá aðalbardaga kvöldsins á móti jafnflottum íþróttamanni og Gunnar Nelson. Hann sér flotta sögu innan UFC,“ segir Ponzinibbio í viðtali við MMA Fighting. Sá argentínski óttast ekki gæði Gunnars í gólfinu en það eru fáir innan UFC sem eru betri í brasilísku jiu-jitsu en Mjölnismaðurinn. „Ég veit að ég hef kraft til að rota Gunnar. Ég verð klár í fimm lotur ef þess þarf en vonandi klára ég hann fyrr. Ég mun vera með fullkomna leikaðferð,“ segir Ponzinibbio og gerir svolítið lítið úr jiu-jitsu hæfileikum Gunnars. „Þetta er MMA (blandaðar bardagalistir) ekki jiu-jitsu. Það er önnur íþrótt. Ég er með frábæra jiu-jitsu þjálfara og æfingafélaga þegar kemur að því. Ég er góður í jiu-jitsu og hef engar áhyggjur af því sem Gunnar er góður í. Ef hann gefur mér opnun þá mun ég ná honum,“ segir Santiago Ponzinibbio.
MMA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjá meira