Slökkviliðið kortleggur íbúðir í iðnaðarhúsnæði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. febrúar 2017 20:00 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur hafið vinnu við að kortleggja búsetu í iðnaðarhúsnæði á öllu höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðstjóri telur að flestar þær íbúðir sem verði kortlagðar komi til með að uppfylla skilyrði til búsetu. Leiga á íbúðum í iðnaðarhúsnæði hefur vaxið mikið á undanförnum árum með má meðal annars rekja til þennslu á íbúðamarkaði. Frá árinu 2013 hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðinsins ekki haft bolmagn til þess að kortleggja hvar þessar íbúðir eru, en nú verður hins vegar breyting þar á. Umræða um búsetu fólks í iðnaðarhúsnæði skýtur reglulega upp kollinum. Nú síðast þegar eldur kom upp í iðnaðar- og verslunarhúsnæði við Smiðjuveg um miðjan janúar en þá þurfti rúmur tugur íbúa sem í húsinu bjuggu að flýja heimili sitt. Sviðstjóri forvarna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsti áhyggjum sínum í fjölmiðlum á stöðum mála og sagði slökkviliðið ekki hafa bolmagn til þess að kortleggja þessar íbúðir. Nú hafa sveitarfélögin sem standa að Slökkviliði höfuðborgarsvæðinsins óskað eftir því að slökkviliðið vinni úttekt um fjölda þessara íbúða. „Við erum að fara ráðast í þetta verkefni núna. Þetta er reyndar búið að vera á borði slökkviliðsins og stjórn slökkviliðsins lengi. Við kortlögðum þetta 2003, 2010 og 2013 og erum í rauninni að fara ná utan um þetta verkefni á næstu dögum í samstarfi við byggingafulltrúa sveitarfélaganna,“ segir Jón Viðar Matthíassson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Jón Viðar telur að töluverð aukning hafi orðið í búsetu með þessum hætti, en gat ekki svarað hversu mikil frá því síðasta úttekt átti sér stað árið 2013. Hann segir að verkefnið muni taka nokkrar vikur. Jón Viðar segir jafnframt að íbúðir í iðnaðarhúsnæðum séu ekki allar ólöglegar. „Nei alls ekki og mikið af þessum íbúðum eru algjörlega til fyrirmyndar og standast allar kröfur þannig að við erum þá bara að koma til þess að gefa þá þessum íbúum frekari upplýsingar þannig að þeir viti akkúrat sína stöðu,“ sagði Jón Viðar. Jón Viðar telur ekki að aðgerðir slökkviliðsins nú muni auka þennslu í íbúðamarkaði hann telur frekar að húseigendur verði hvattir til lagfæringa. „Það auðvitað getur alltaf komið upp að það þurfi að laga eitthvað og við megum líka hafa það bak við eyrað að stundum er hægt að laga hlutina þannig að þá gefst mönnum tækifæri til þess að laga íbúðina þannig að hún uppfylli kröfur. Eigum við ekki að vona að það verði svona megin hlutinn af íbúðunum að laga eitthvað örlítið. Stóri massinn verður örugglega íbúðir sem uppfylla það sem til þarf. Samkvæmt lögum þá má ekki leigja út rými nema að leggja þá fram breyttar teikningar og fá samþykki hjá byggingafulltrúum, þannig að það er töluverð áhætta sem þeir taka. Þess vegna erum við líka að gera þetta fyrir leigusala en slökkviliðið og sveitarfélögin vilja ná utan um þetta verkefni og vita í raun og veru hversu umfangs mikið það er og það er í rauninni það sem er framundan,“ sagði Jón viðar. Tengdar fréttir Töluverðar skemmdir í eldsvoða á Smiðjuvegi 2 Slökkvistarf á Smiðjuvegi 2 gekk greiðlega en þrátt fyrir það barst reykur inn í fleiri verslanir og því ljóst að um töluverðar skemmdir er að ræða. 15. janúar 2017 09:40 Mikil mildi að ekki hafi farið verr Mildi þykir að ekki hafi orðið stórbruni þegar eldur kom upp í verslunarhúsnæði að Smiðjuvegi í Kópavogi í nótt. 15. janúar 2017 13:28 Fólkið sem flúði brunann bjó í ósamþykktum íbúðum Slökkvilið hafði ekki upplýsingar að búið væri í húsinu. 15. janúar 2017 19:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur hafið vinnu við að kortleggja búsetu í iðnaðarhúsnæði á öllu höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðstjóri telur að flestar þær íbúðir sem verði kortlagðar komi til með að uppfylla skilyrði til búsetu. Leiga á íbúðum í iðnaðarhúsnæði hefur vaxið mikið á undanförnum árum með má meðal annars rekja til þennslu á íbúðamarkaði. Frá árinu 2013 hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðinsins ekki haft bolmagn til þess að kortleggja hvar þessar íbúðir eru, en nú verður hins vegar breyting þar á. Umræða um búsetu fólks í iðnaðarhúsnæði skýtur reglulega upp kollinum. Nú síðast þegar eldur kom upp í iðnaðar- og verslunarhúsnæði við Smiðjuveg um miðjan janúar en þá þurfti rúmur tugur íbúa sem í húsinu bjuggu að flýja heimili sitt. Sviðstjóri forvarna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsti áhyggjum sínum í fjölmiðlum á stöðum mála og sagði slökkviliðið ekki hafa bolmagn til þess að kortleggja þessar íbúðir. Nú hafa sveitarfélögin sem standa að Slökkviliði höfuðborgarsvæðinsins óskað eftir því að slökkviliðið vinni úttekt um fjölda þessara íbúða. „Við erum að fara ráðast í þetta verkefni núna. Þetta er reyndar búið að vera á borði slökkviliðsins og stjórn slökkviliðsins lengi. Við kortlögðum þetta 2003, 2010 og 2013 og erum í rauninni að fara ná utan um þetta verkefni á næstu dögum í samstarfi við byggingafulltrúa sveitarfélaganna,“ segir Jón Viðar Matthíassson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Jón Viðar telur að töluverð aukning hafi orðið í búsetu með þessum hætti, en gat ekki svarað hversu mikil frá því síðasta úttekt átti sér stað árið 2013. Hann segir að verkefnið muni taka nokkrar vikur. Jón Viðar segir jafnframt að íbúðir í iðnaðarhúsnæðum séu ekki allar ólöglegar. „Nei alls ekki og mikið af þessum íbúðum eru algjörlega til fyrirmyndar og standast allar kröfur þannig að við erum þá bara að koma til þess að gefa þá þessum íbúum frekari upplýsingar þannig að þeir viti akkúrat sína stöðu,“ sagði Jón Viðar. Jón Viðar telur ekki að aðgerðir slökkviliðsins nú muni auka þennslu í íbúðamarkaði hann telur frekar að húseigendur verði hvattir til lagfæringa. „Það auðvitað getur alltaf komið upp að það þurfi að laga eitthvað og við megum líka hafa það bak við eyrað að stundum er hægt að laga hlutina þannig að þá gefst mönnum tækifæri til þess að laga íbúðina þannig að hún uppfylli kröfur. Eigum við ekki að vona að það verði svona megin hlutinn af íbúðunum að laga eitthvað örlítið. Stóri massinn verður örugglega íbúðir sem uppfylla það sem til þarf. Samkvæmt lögum þá má ekki leigja út rými nema að leggja þá fram breyttar teikningar og fá samþykki hjá byggingafulltrúum, þannig að það er töluverð áhætta sem þeir taka. Þess vegna erum við líka að gera þetta fyrir leigusala en slökkviliðið og sveitarfélögin vilja ná utan um þetta verkefni og vita í raun og veru hversu umfangs mikið það er og það er í rauninni það sem er framundan,“ sagði Jón viðar.
Tengdar fréttir Töluverðar skemmdir í eldsvoða á Smiðjuvegi 2 Slökkvistarf á Smiðjuvegi 2 gekk greiðlega en þrátt fyrir það barst reykur inn í fleiri verslanir og því ljóst að um töluverðar skemmdir er að ræða. 15. janúar 2017 09:40 Mikil mildi að ekki hafi farið verr Mildi þykir að ekki hafi orðið stórbruni þegar eldur kom upp í verslunarhúsnæði að Smiðjuvegi í Kópavogi í nótt. 15. janúar 2017 13:28 Fólkið sem flúði brunann bjó í ósamþykktum íbúðum Slökkvilið hafði ekki upplýsingar að búið væri í húsinu. 15. janúar 2017 19:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Töluverðar skemmdir í eldsvoða á Smiðjuvegi 2 Slökkvistarf á Smiðjuvegi 2 gekk greiðlega en þrátt fyrir það barst reykur inn í fleiri verslanir og því ljóst að um töluverðar skemmdir er að ræða. 15. janúar 2017 09:40
Mikil mildi að ekki hafi farið verr Mildi þykir að ekki hafi orðið stórbruni þegar eldur kom upp í verslunarhúsnæði að Smiðjuvegi í Kópavogi í nótt. 15. janúar 2017 13:28
Fólkið sem flúði brunann bjó í ósamþykktum íbúðum Slökkvilið hafði ekki upplýsingar að búið væri í húsinu. 15. janúar 2017 19:30