Afgreiðslutími vegabréfa lengdur í 17 daga: „Mér finnst þetta rosalegt óréttlæti“ atli ísleifsson skrifar 13. janúar 2017 13:05 Kostnaður við að endurnýja vegabréf fyrir fólk á aldrinum 18 til 66 ára er 12.300 krónur. Hægt er að óska eftir hraðafgreiðslu en þá nemur kostnaðurinn 24.300 krónur. „Hvað grundvallar þennan auka 12 þúsund kall sem maður þarf að borga fyrir hraðari meðferð? Er þetta bara einhver hentugleikaskattur sem er við sárasaukamörk hjá fólki? Mér finnst þetta rosalegt óréttlæti,“ segir Guðbjartur Kjartansson smiður sem fór á skrifstofu sýslumanns fyrr í dag til að endurnýja vegabréf. Þar komst hann að því að frá og með deginum í dag efur afgreiðslutími vegabréfa verið lengdur úr níu virkum dögum í sautján eða rétt tæplega tvöfaldast. Á heimasíðu Þjóðskrár segir að ástæða lengingar afgreiðslutímans sé að tafir hafi orðið á sendingu vegabréfabóka sem áttu að afhendast fyrr í janúarmánuði frá erlendum framleiðanda. Leitað sé allra leiða að fá hluta sendingarinnar fyrr til að draga úr þeim óþægindum sem þetta kunni að valda almenningi. Guðbjartur kveðst alls ekki ánægður með vinnubrögð yfirvalda. „Maður hefur alltaf farið tímanlega og endurnýjað sín vegabréf. Ég er með sjö manna fjölskyldu – fimm börn – og maður hefur þurft að gera þetta reglulega, nema hvað að nú er afgreiðslutímanum allt í einu skotið upp í sautján daga.“24.300 krónur fyrir hraðari afgreiðslu Kostnaður við að endurnýja vegabréf fyrir fólk á aldrinum 18 til 66 ára er 12.300 krónur. Hægt er að óska eftir hraðafgreiðslu en þá nemur kostnaðurinn 24.300 krónur. „Mér finnst þetta, eins og þessu er slengt fram nú, vera hentugleikaskattur. Mér finnst þetta hrópandi óréttlæti. Ég veit ekki hvort þau séu svona yfirkeyrð, eða hvað. Mér er eiginlega alveg sama. Þetta er gert án fyrirvara og tilkynninga, nema mögulega á vefnum eða útibúum,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur segist hafa farið á skrifstofu sýslumanns í morgun þar sem hann hafi látið vel í ljós óánægju sína, án þess þó að vera ókurteis. „Það virðist ekki vera neinn sveigjanleiki með þetta. Þetta er ekki til þess fallið að skapa nokkra virðingu fyrir stofnuninni. Þessu er slengt í andlitið á okkur. Ég er á leiðinni út til Bretlands þann 1. febrúar þannig að ég hefði í raun og veru getað fengið vegabréfið þann dag en ég legg ekki í að taka neinn séns með það,“ segir Guðbjartur. Á heimasíðu Þjóðskrár segir að tilkynning verði send út um leið og aðstæður breytast varðandi sendingar vegabréfsbókanna. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
„Hvað grundvallar þennan auka 12 þúsund kall sem maður þarf að borga fyrir hraðari meðferð? Er þetta bara einhver hentugleikaskattur sem er við sárasaukamörk hjá fólki? Mér finnst þetta rosalegt óréttlæti,“ segir Guðbjartur Kjartansson smiður sem fór á skrifstofu sýslumanns fyrr í dag til að endurnýja vegabréf. Þar komst hann að því að frá og með deginum í dag efur afgreiðslutími vegabréfa verið lengdur úr níu virkum dögum í sautján eða rétt tæplega tvöfaldast. Á heimasíðu Þjóðskrár segir að ástæða lengingar afgreiðslutímans sé að tafir hafi orðið á sendingu vegabréfabóka sem áttu að afhendast fyrr í janúarmánuði frá erlendum framleiðanda. Leitað sé allra leiða að fá hluta sendingarinnar fyrr til að draga úr þeim óþægindum sem þetta kunni að valda almenningi. Guðbjartur kveðst alls ekki ánægður með vinnubrögð yfirvalda. „Maður hefur alltaf farið tímanlega og endurnýjað sín vegabréf. Ég er með sjö manna fjölskyldu – fimm börn – og maður hefur þurft að gera þetta reglulega, nema hvað að nú er afgreiðslutímanum allt í einu skotið upp í sautján daga.“24.300 krónur fyrir hraðari afgreiðslu Kostnaður við að endurnýja vegabréf fyrir fólk á aldrinum 18 til 66 ára er 12.300 krónur. Hægt er að óska eftir hraðafgreiðslu en þá nemur kostnaðurinn 24.300 krónur. „Mér finnst þetta, eins og þessu er slengt fram nú, vera hentugleikaskattur. Mér finnst þetta hrópandi óréttlæti. Ég veit ekki hvort þau séu svona yfirkeyrð, eða hvað. Mér er eiginlega alveg sama. Þetta er gert án fyrirvara og tilkynninga, nema mögulega á vefnum eða útibúum,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur segist hafa farið á skrifstofu sýslumanns í morgun þar sem hann hafi látið vel í ljós óánægju sína, án þess þó að vera ókurteis. „Það virðist ekki vera neinn sveigjanleiki með þetta. Þetta er ekki til þess fallið að skapa nokkra virðingu fyrir stofnuninni. Þessu er slengt í andlitið á okkur. Ég er á leiðinni út til Bretlands þann 1. febrúar þannig að ég hefði í raun og veru getað fengið vegabréfið þann dag en ég legg ekki í að taka neinn séns með það,“ segir Guðbjartur. Á heimasíðu Þjóðskrár segir að tilkynning verði send út um leið og aðstæður breytast varðandi sendingar vegabréfsbókanna.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira