Bláa hafið heldur til Frakklands að nýju Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 14. janúar 2017 07:00 Ólafur Helgi, lengst til vinstri í efri röð, hefur einu sinni áður farið á keppnina. Þá var hann jarðaður af Norðmönnum í stuðningi. Slíkt mun ekki gerast aftur. vísir/eyþór Allt að 200 Íslendingar munu halda til Frakklands síðar í mánuðinum til að styðja Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistara í Bocuse d’Or keppninni, sem er heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu. Búið er að prenta búninga fyrir stuðningsmenn hans og þegar Fréttablaðið bar að garði við lokaæfingu Viktors var verið að panta þriðju prentun. Ólafur Helgi Kristjánsson, yfirkokkur á Hótel Sögu, sem heldur utan um búningasöluna hafði varla tíma til að spjalla við blaðamann því það voru svo margir að koma til að kaupa búning. „Ég pantaði fyrst 60 treyjur en það seldist nánast strax upp þannig að ég setti aðra prentun í gang og hún fór líka á undraskömmum tíma þannig að ég er núna bara að taka við pöntunum fyrir næstu pöntun.“ Hann segir að stuðningsmennirnir séu flestir innan matreiðslubransans; kokkar, birgjar og aðrir. Ekki er um skipulagða hópferð að ræða heldur ferðast allir til Lyon, þar sem keppnin fer fram, á eigin vegum. „Það hafa sjaldan eða aldrei verið jafn margir að fara á þessa keppni, um 150-200 manns.Viktor Örn er fulltrúi Íslands í keppninni í ár. Hann hélt lokaæfinguna í gær.vísir/eyþórViktor trekkir að og við, sem erum í kringum þetta hjá honum, höfum mikla trú á að hann standi sig vel. Þetta lítur allavega mjög vel út hjá honum og það er ekki annað hægt að segja en að stemningin sé að magnast upp.“ Ólafur hefur einu sinni áður farið á Bocuse d’Or-keppnina en íslenskir matreiðslumenn hafa alltaf lent í efstu tíu sætunum í keppninni. Árið 2000 tóku Íslendingar fyrst þátt en keppnin er haldin á tveggja ára fresti. „Þessi keppni er svo sérstök miðað við allar aðrar því þetta er eins og fótboltaleikur. Það er ævintýraleg stemning þarna. Það eru stuðningsmannapallar, stuðningsmenn með trommur, stuðningsmannasöngvar, lúðrar og annað. Við fórum fyrir tveimur árum og þá komu Norðmenn með fána og norsku kúabjöllurnar. Þeir völtuðu yfir okkur í stuðningnum og það er ekki að fara gerast aftur. Viktor er kandídat sem er líklegur til góðra verka og við mætum betur undirbúnir núna til að styðja hann á toppinn. Við erum með stuðningsmannavísur, fána, búninga, lúðra og ég veit ekki hvað og hvað. Það eina sem vantar er alvöru víkingahjálmur,“ segir hann og hlær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Allt að 200 Íslendingar munu halda til Frakklands síðar í mánuðinum til að styðja Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistara í Bocuse d’Or keppninni, sem er heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu. Búið er að prenta búninga fyrir stuðningsmenn hans og þegar Fréttablaðið bar að garði við lokaæfingu Viktors var verið að panta þriðju prentun. Ólafur Helgi Kristjánsson, yfirkokkur á Hótel Sögu, sem heldur utan um búningasöluna hafði varla tíma til að spjalla við blaðamann því það voru svo margir að koma til að kaupa búning. „Ég pantaði fyrst 60 treyjur en það seldist nánast strax upp þannig að ég setti aðra prentun í gang og hún fór líka á undraskömmum tíma þannig að ég er núna bara að taka við pöntunum fyrir næstu pöntun.“ Hann segir að stuðningsmennirnir séu flestir innan matreiðslubransans; kokkar, birgjar og aðrir. Ekki er um skipulagða hópferð að ræða heldur ferðast allir til Lyon, þar sem keppnin fer fram, á eigin vegum. „Það hafa sjaldan eða aldrei verið jafn margir að fara á þessa keppni, um 150-200 manns.Viktor Örn er fulltrúi Íslands í keppninni í ár. Hann hélt lokaæfinguna í gær.vísir/eyþórViktor trekkir að og við, sem erum í kringum þetta hjá honum, höfum mikla trú á að hann standi sig vel. Þetta lítur allavega mjög vel út hjá honum og það er ekki annað hægt að segja en að stemningin sé að magnast upp.“ Ólafur hefur einu sinni áður farið á Bocuse d’Or-keppnina en íslenskir matreiðslumenn hafa alltaf lent í efstu tíu sætunum í keppninni. Árið 2000 tóku Íslendingar fyrst þátt en keppnin er haldin á tveggja ára fresti. „Þessi keppni er svo sérstök miðað við allar aðrar því þetta er eins og fótboltaleikur. Það er ævintýraleg stemning þarna. Það eru stuðningsmannapallar, stuðningsmenn með trommur, stuðningsmannasöngvar, lúðrar og annað. Við fórum fyrir tveimur árum og þá komu Norðmenn með fána og norsku kúabjöllurnar. Þeir völtuðu yfir okkur í stuðningnum og það er ekki að fara gerast aftur. Viktor er kandídat sem er líklegur til góðra verka og við mætum betur undirbúnir núna til að styðja hann á toppinn. Við erum með stuðningsmannavísur, fána, búninga, lúðra og ég veit ekki hvað og hvað. Það eina sem vantar er alvöru víkingahjálmur,“ segir hann og hlær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira