Innlent

Færeyingar afþakka aðstoð en senda hlýjar kveðjur til Íslands

Birgir Olgeirsson skrifar
Poul Michelsen og Lilja Alfreðsdóttir.
Poul Michelsen og Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra greinir frá því á Facebook-síðu sinni að Færeyingar hafi afþakkað aðstoð frá íslenskum stjórnvöldum eftir óveðrið mikla sem gekk yfir eyjarnar yfir jólin.

Það var Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sem bauð Færeyingum aðstoð íslenskra stjórnvalda en Lilja spjallaði við starfsbróður sinn í Færeyjum, Poul Michelsen, símleiðis í dag þar sem hann sagði tjónið að langmestu leyti tryggt.

Eftir samráð við lögmann Færeyja varð niðurstaðan sú að Færeyingar þyrftu ekki á aðstoð að halda en Poul bauð hlýjar kveðjur til Íslands og sagði viðbrögð Íslendinga vera enn eitt dæmið um það trausta samband sem ríkir milli þessara frændþjóða. 

Samtökin „Færeyingar og Íslendingar eru frændur“ hafa staðið fyrir söfnun til styrktar Færeyingum og höfðu um þrjár milljónir króna safnast síðast þegar fréttist.


Tengdar fréttir

Vilja launa Færeyingum stuðninginn

Rakel Sigurgeirsdóttir og Addý Steinarrs hvetja Íslendinga til þess að styðja frændþjóð okkar vegna óveðursins sem gekk yfir á jóladag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.