Fleiri skiptinemar óánægðir með AFS Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. janúar 2017 19:20 Í fréttum okkar í gær sagði Margrét Vigdís Thoroddsen, eða Magga Dís eins og hún er alltaf kölluð, frá skiptinemadvöl sinni í Perú. Hún sagði að stuðningskerfi AFS samtakanna hafi brugðist og þá sérstaklega þegar hún varð fyrir kynferðisofbeldi. Eftir það hafa fjölmargir tjáð sig í dag um reynslu sína af AFS samtökunum á samfélagsmiðlunum. Hér tökum við fáein dæmi. „Ég hef jafn slæma sögu að segja frá ferð dóttur minnar og svo var okkur hótað af AFS eftir heimkomu hennar og reynt að kúga hana til að skrifa skjal um allt gott sem AFS væri búið að gera,” skrifar ein móðirin við frétt á Vísi um reynslu Möggu Dísar. Önnur móðir skrifar: „Allt þetta flotta net sem átti að vera í kringum skiptinemann, það brást algjörlega hjá okkar dóttur.“ Fyrrverandi skiptinemi skrifar um reynslu sína fyrir fimm árum í langri Facebook-færslu en hún segist ekki hafa fengið stuðning frá AFS þegar hún lenti í vandræðum: „Ég sem fékk þau loforð að verklaginu yrði breytt þarna. Hvað þarf að gerast til þess? Hversu margar stelpur þurfa að brotna í þúsund mola þangað til þau gera eitthvað í sínum málum,“ skrifar hún. Arna Rut Arnarsdóttir sem fór sem skiptinemi til Nýja-Sjálands fyrir þremur árum segist hafa upplifað sama skort á stuðningi og Magga Dís. Erfitt hafi verið að finna fjölskyldu fyrir hana og fjölskyldan sem loksins hafi fengist til að taka við henni hafi ekki sýnt nokkurn áhuga á verkefninu. „Mér fannst ég bara vera húsgagn sem var að pirra þau. Að þau hafi hugsað: Geturðu ekki bara verið einhvers staðar svo við þurfum ekki að taka eftir þér,” segir Arna og að hún hafi upplifað andrúmsloftið eins og andlegt ofbeldi. Hún segist aldrei hafa upplifað sig velkomna á heimilinu og að hún hafi margbeðið AFS á Nýja-Sjálandi um flutning án árangurs. Hún segir AFS á Íslandi örugglega standa sig vel í móttöku skiptinema en aðstæðurnar séu oft öðruvísi í öðrum löndum. „En þú treystir því að þú sért að fara eitthvað þar gott tengslanet starfar. Að þú sért að fara eitthvað sem er eins gott og hérna,” segir Arna.Hrefna segir ekki duga að AFS hafi eftirlit með sjálfu sér.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri landssamtaka foreldra, Heimili og skóli, bendir á að eftirlit þurfi að vera með því hvort öryggisnetið sé í lagi í þeim löndum sem er verið að bjóða börnum að búa í en framkvæmdastjóri AFS sagði í fréttum okkar í gær að AFS í New York sjái um slíkt eftirlit „Maður veltir fyrir sér hvort þeir séu að rannsaka sjálfa sig. Það eru ákveðnir hagsmunir fyrir hendi. Ef tilvikum fjölgar eða þónokkrir krakkar eru að lenda í þessu – þá þarf að skoða það vel, því þetta er eitthvað sem foreldrar þurfa að geta treyst á,” segir Hrefna. Tengdar fréttir Skiptinemi varð fyrir kynferðisofbeldi: "Ég hafði engan til að segja frá því“ Móðirin segist hafa borgað 1,6 milljón fyrir stuðningskerfi sem ekki var til staðar. 4. janúar 2017 19:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Í fréttum okkar í gær sagði Margrét Vigdís Thoroddsen, eða Magga Dís eins og hún er alltaf kölluð, frá skiptinemadvöl sinni í Perú. Hún sagði að stuðningskerfi AFS samtakanna hafi brugðist og þá sérstaklega þegar hún varð fyrir kynferðisofbeldi. Eftir það hafa fjölmargir tjáð sig í dag um reynslu sína af AFS samtökunum á samfélagsmiðlunum. Hér tökum við fáein dæmi. „Ég hef jafn slæma sögu að segja frá ferð dóttur minnar og svo var okkur hótað af AFS eftir heimkomu hennar og reynt að kúga hana til að skrifa skjal um allt gott sem AFS væri búið að gera,” skrifar ein móðirin við frétt á Vísi um reynslu Möggu Dísar. Önnur móðir skrifar: „Allt þetta flotta net sem átti að vera í kringum skiptinemann, það brást algjörlega hjá okkar dóttur.“ Fyrrverandi skiptinemi skrifar um reynslu sína fyrir fimm árum í langri Facebook-færslu en hún segist ekki hafa fengið stuðning frá AFS þegar hún lenti í vandræðum: „Ég sem fékk þau loforð að verklaginu yrði breytt þarna. Hvað þarf að gerast til þess? Hversu margar stelpur þurfa að brotna í þúsund mola þangað til þau gera eitthvað í sínum málum,“ skrifar hún. Arna Rut Arnarsdóttir sem fór sem skiptinemi til Nýja-Sjálands fyrir þremur árum segist hafa upplifað sama skort á stuðningi og Magga Dís. Erfitt hafi verið að finna fjölskyldu fyrir hana og fjölskyldan sem loksins hafi fengist til að taka við henni hafi ekki sýnt nokkurn áhuga á verkefninu. „Mér fannst ég bara vera húsgagn sem var að pirra þau. Að þau hafi hugsað: Geturðu ekki bara verið einhvers staðar svo við þurfum ekki að taka eftir þér,” segir Arna og að hún hafi upplifað andrúmsloftið eins og andlegt ofbeldi. Hún segist aldrei hafa upplifað sig velkomna á heimilinu og að hún hafi margbeðið AFS á Nýja-Sjálandi um flutning án árangurs. Hún segir AFS á Íslandi örugglega standa sig vel í móttöku skiptinema en aðstæðurnar séu oft öðruvísi í öðrum löndum. „En þú treystir því að þú sért að fara eitthvað þar gott tengslanet starfar. Að þú sért að fara eitthvað sem er eins gott og hérna,” segir Arna.Hrefna segir ekki duga að AFS hafi eftirlit með sjálfu sér.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri landssamtaka foreldra, Heimili og skóli, bendir á að eftirlit þurfi að vera með því hvort öryggisnetið sé í lagi í þeim löndum sem er verið að bjóða börnum að búa í en framkvæmdastjóri AFS sagði í fréttum okkar í gær að AFS í New York sjái um slíkt eftirlit „Maður veltir fyrir sér hvort þeir séu að rannsaka sjálfa sig. Það eru ákveðnir hagsmunir fyrir hendi. Ef tilvikum fjölgar eða þónokkrir krakkar eru að lenda í þessu – þá þarf að skoða það vel, því þetta er eitthvað sem foreldrar þurfa að geta treyst á,” segir Hrefna.
Tengdar fréttir Skiptinemi varð fyrir kynferðisofbeldi: "Ég hafði engan til að segja frá því“ Móðirin segist hafa borgað 1,6 milljón fyrir stuðningskerfi sem ekki var til staðar. 4. janúar 2017 19:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Skiptinemi varð fyrir kynferðisofbeldi: "Ég hafði engan til að segja frá því“ Móðirin segist hafa borgað 1,6 milljón fyrir stuðningskerfi sem ekki var til staðar. 4. janúar 2017 19:15