Fleiri skiptinemar óánægðir með AFS Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. janúar 2017 19:20 Í fréttum okkar í gær sagði Margrét Vigdís Thoroddsen, eða Magga Dís eins og hún er alltaf kölluð, frá skiptinemadvöl sinni í Perú. Hún sagði að stuðningskerfi AFS samtakanna hafi brugðist og þá sérstaklega þegar hún varð fyrir kynferðisofbeldi. Eftir það hafa fjölmargir tjáð sig í dag um reynslu sína af AFS samtökunum á samfélagsmiðlunum. Hér tökum við fáein dæmi. „Ég hef jafn slæma sögu að segja frá ferð dóttur minnar og svo var okkur hótað af AFS eftir heimkomu hennar og reynt að kúga hana til að skrifa skjal um allt gott sem AFS væri búið að gera,” skrifar ein móðirin við frétt á Vísi um reynslu Möggu Dísar. Önnur móðir skrifar: „Allt þetta flotta net sem átti að vera í kringum skiptinemann, það brást algjörlega hjá okkar dóttur.“ Fyrrverandi skiptinemi skrifar um reynslu sína fyrir fimm árum í langri Facebook-færslu en hún segist ekki hafa fengið stuðning frá AFS þegar hún lenti í vandræðum: „Ég sem fékk þau loforð að verklaginu yrði breytt þarna. Hvað þarf að gerast til þess? Hversu margar stelpur þurfa að brotna í þúsund mola þangað til þau gera eitthvað í sínum málum,“ skrifar hún. Arna Rut Arnarsdóttir sem fór sem skiptinemi til Nýja-Sjálands fyrir þremur árum segist hafa upplifað sama skort á stuðningi og Magga Dís. Erfitt hafi verið að finna fjölskyldu fyrir hana og fjölskyldan sem loksins hafi fengist til að taka við henni hafi ekki sýnt nokkurn áhuga á verkefninu. „Mér fannst ég bara vera húsgagn sem var að pirra þau. Að þau hafi hugsað: Geturðu ekki bara verið einhvers staðar svo við þurfum ekki að taka eftir þér,” segir Arna og að hún hafi upplifað andrúmsloftið eins og andlegt ofbeldi. Hún segist aldrei hafa upplifað sig velkomna á heimilinu og að hún hafi margbeðið AFS á Nýja-Sjálandi um flutning án árangurs. Hún segir AFS á Íslandi örugglega standa sig vel í móttöku skiptinema en aðstæðurnar séu oft öðruvísi í öðrum löndum. „En þú treystir því að þú sért að fara eitthvað þar gott tengslanet starfar. Að þú sért að fara eitthvað sem er eins gott og hérna,” segir Arna.Hrefna segir ekki duga að AFS hafi eftirlit með sjálfu sér.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri landssamtaka foreldra, Heimili og skóli, bendir á að eftirlit þurfi að vera með því hvort öryggisnetið sé í lagi í þeim löndum sem er verið að bjóða börnum að búa í en framkvæmdastjóri AFS sagði í fréttum okkar í gær að AFS í New York sjái um slíkt eftirlit „Maður veltir fyrir sér hvort þeir séu að rannsaka sjálfa sig. Það eru ákveðnir hagsmunir fyrir hendi. Ef tilvikum fjölgar eða þónokkrir krakkar eru að lenda í þessu – þá þarf að skoða það vel, því þetta er eitthvað sem foreldrar þurfa að geta treyst á,” segir Hrefna. Tengdar fréttir Skiptinemi varð fyrir kynferðisofbeldi: "Ég hafði engan til að segja frá því“ Móðirin segist hafa borgað 1,6 milljón fyrir stuðningskerfi sem ekki var til staðar. 4. janúar 2017 19:15 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Í fréttum okkar í gær sagði Margrét Vigdís Thoroddsen, eða Magga Dís eins og hún er alltaf kölluð, frá skiptinemadvöl sinni í Perú. Hún sagði að stuðningskerfi AFS samtakanna hafi brugðist og þá sérstaklega þegar hún varð fyrir kynferðisofbeldi. Eftir það hafa fjölmargir tjáð sig í dag um reynslu sína af AFS samtökunum á samfélagsmiðlunum. Hér tökum við fáein dæmi. „Ég hef jafn slæma sögu að segja frá ferð dóttur minnar og svo var okkur hótað af AFS eftir heimkomu hennar og reynt að kúga hana til að skrifa skjal um allt gott sem AFS væri búið að gera,” skrifar ein móðirin við frétt á Vísi um reynslu Möggu Dísar. Önnur móðir skrifar: „Allt þetta flotta net sem átti að vera í kringum skiptinemann, það brást algjörlega hjá okkar dóttur.“ Fyrrverandi skiptinemi skrifar um reynslu sína fyrir fimm árum í langri Facebook-færslu en hún segist ekki hafa fengið stuðning frá AFS þegar hún lenti í vandræðum: „Ég sem fékk þau loforð að verklaginu yrði breytt þarna. Hvað þarf að gerast til þess? Hversu margar stelpur þurfa að brotna í þúsund mola þangað til þau gera eitthvað í sínum málum,“ skrifar hún. Arna Rut Arnarsdóttir sem fór sem skiptinemi til Nýja-Sjálands fyrir þremur árum segist hafa upplifað sama skort á stuðningi og Magga Dís. Erfitt hafi verið að finna fjölskyldu fyrir hana og fjölskyldan sem loksins hafi fengist til að taka við henni hafi ekki sýnt nokkurn áhuga á verkefninu. „Mér fannst ég bara vera húsgagn sem var að pirra þau. Að þau hafi hugsað: Geturðu ekki bara verið einhvers staðar svo við þurfum ekki að taka eftir þér,” segir Arna og að hún hafi upplifað andrúmsloftið eins og andlegt ofbeldi. Hún segist aldrei hafa upplifað sig velkomna á heimilinu og að hún hafi margbeðið AFS á Nýja-Sjálandi um flutning án árangurs. Hún segir AFS á Íslandi örugglega standa sig vel í móttöku skiptinema en aðstæðurnar séu oft öðruvísi í öðrum löndum. „En þú treystir því að þú sért að fara eitthvað þar gott tengslanet starfar. Að þú sért að fara eitthvað sem er eins gott og hérna,” segir Arna.Hrefna segir ekki duga að AFS hafi eftirlit með sjálfu sér.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri landssamtaka foreldra, Heimili og skóli, bendir á að eftirlit þurfi að vera með því hvort öryggisnetið sé í lagi í þeim löndum sem er verið að bjóða börnum að búa í en framkvæmdastjóri AFS sagði í fréttum okkar í gær að AFS í New York sjái um slíkt eftirlit „Maður veltir fyrir sér hvort þeir séu að rannsaka sjálfa sig. Það eru ákveðnir hagsmunir fyrir hendi. Ef tilvikum fjölgar eða þónokkrir krakkar eru að lenda í þessu – þá þarf að skoða það vel, því þetta er eitthvað sem foreldrar þurfa að geta treyst á,” segir Hrefna.
Tengdar fréttir Skiptinemi varð fyrir kynferðisofbeldi: "Ég hafði engan til að segja frá því“ Móðirin segist hafa borgað 1,6 milljón fyrir stuðningskerfi sem ekki var til staðar. 4. janúar 2017 19:15 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Skiptinemi varð fyrir kynferðisofbeldi: "Ég hafði engan til að segja frá því“ Móðirin segist hafa borgað 1,6 milljón fyrir stuðningskerfi sem ekki var til staðar. 4. janúar 2017 19:15