Lífið

Vitleysisgangur í rúllustiga endaði með ósköpum

Finnur Thorlacius skrifar
Salíbunutilraunin að fara algjörlega úr böndunum og brotlending á næsta leiti.
Salíbunutilraunin að fara algjörlega úr böndunum og brotlending á næsta leiti.
Það hefur örugglega freistað marga að renna sér niður rúllustiga, annaðhvort á beltinu sem ætlað er til að tylla höndunum á eða í bilinu á milli stiga.

Að sjálfsögðu er það bæði miklu skemmtilegra og í leiðinni mun fljótlegra. En þar sem að slíkur leikur er hættulegur hefur víðast verið komið fyrir hindrunum sem koma eiga í veg fyrir slíkar tilraunir.

Sumir láta þó slík smáatriði engu máli skipta og láta bara vaða, líkt og þessi Breti gerði. Það getur þó haft jafn óæskilegar afleiðingar og hér sést. Þessi óvarfærni sprelligosi fékk að kenna á þessum hindrunum, fyrst líklega á hreðjunum og síðan líkamanum öllum þar sem hann skýst með afli yfir á gagnstæðan rúllustiga.

James Gower, íbúi í London, birti myndbandið sem hann segir hafa verið einn af hápunktum gleðskapar kvöldið áður. Hann segir vin sinn hafa fengið marbletti og lítil sár en sé annars í góðu lagi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.